Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Side 28
Ný lína Andreu Maack inniheldurtvo ilmi sem eru ætlaðir báðumkynjum. Ilmirnir Dual, sem er aðeins karlmannlegri, ferskur og markar nýja byrjun, og Soft Tension sem er inn- blásinn af hvítri þoku. „Við erum mikið að einbeita okkur að vefversluninni og samfélagsmiðlum. Við opnuðum vefverslun í síðustu viku og er- um að einbeita okkur að því að þróa nýja leið til þess að kynna ilmvatnssýn- ishorn.“ Andrea, sem opnaði netverslunina www.Anderamaack.com, segir skipta máli fyrir kúnnann að þurfa ekki endi- lega að koma í búðina heldur getur við- komandi fengið prufur sem hægt væri að prófa heima hjá sér og metið þannig ilminn. Hugmyndin kviknaði af nauðsyn „Við þróuðum nýjung sem hefur ekki verið gerð áður. Þetta er gel sem lyktar eins og ilm- vatnið og magnið er eins og fimm pumpur. Þá getur þú prófað þetta heima hjá þér, séð hvernig þetta er á húð- inni og hvernig þetta þornar.“ Aðspurð hvernig hug- myndin að gelinu hafi kviknað segir Andrea hana hafa komið til af nauðsyn. „Mig langaði að gera sýnishorn sem hægt væri að senda auðveldlega á milli landa. Vanalega eru ilmvatns- prufur alltaf í litlum flöskum sem bæði er rándýrt að búa til og erfitt að senda vegna áfengislöggjafar, gelið er hinsvegar auðvelt að senda í pósti,“ út- skýrir Andrea sem ætlar sér að halda áfram að þróa gelið í sérvöru. „Hug- myndin á bak við það er vara sem hægt er að ferðast með og auðvelt er að senda á milli landa.“ Andrea segir ilmhúsið einbeita sér mikið að því að þróa vörur fyrir net- verslun og ákveðinn nútíma-lífsstíl þar sem fólk er almennt meira á ferðinni. „Við erum mikið að velta fyrir okkur hverju fólk er að leita að í dag, hvað er þægilegt, hvað er nýtt. Við erum líka að reyna að minnka alkóhólmagnið í vör- unum.Við erum að þróa annað gel sem er ekki með neinu alkóhóli“ Lyktin af gelinu er eiginlega meiri og helst lengi á húðinni þrátt fyrir að alkóhólið sé ekki til staðar í vörunni. Andrea segir aðalgaldurinn hafa verið að ná gelinu nákvæmlega eins og ilmvatninu. „Það væri ekki hægt að senda út prufur með gelinu sem lyktar síðan ekki eins og sjálft ilmvatnið. Við erum búin að vera að vinna í þessu lengi. Svo er líka mikilvægt að geta prófað ilminn. Stundum eru ilmvatnskaup vissulega skyndiákvörðun, en eins og í búðum, þá er lykt alls staðar og þú finnur hana ekkert endilega á þér. Þú þarft að- eins að meta lyktina áður en þú fjárfestir.“ Andrea Maack kynnti tvö ný ilmvötn í byrjun árs sem hún er nú að þróa í gel. Ilmvötnin fást í Madison ilmhúsi. Ilmgel án alkóhóls Andrea Maack, myndlistarmaður og ilmvatnshönn- uður, kynnti nýja ilmvatnslínu í byrjun árs. Andrea opnaði vefverslun í síðustu viku og til þess að auka aðgengi vefverslunarinnar hefur hún þróað nýtt ilm- gel sem auðvelt er að senda á milli landa og opnar í kjölfarið dyr að fjölbreyttari verkefnum. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is AFP Arkitektinn Zaha Hadid, sem er einna þekktust fyrir Heydar Al- iyev Center í Baku og Dongdaem- un Design Plaza í Seoul, hefur hannað skartgripalínu úr silfri fyr- ir danska hönnunarhúsið Georg Jensen. Skartgripirnir, sem eru átta talsins, eru hannaðir með þekkt- ustu byggingar arkitektsins í huga enda er hún þekkt fyrir einstök form í verkum sínum sem eru sér- lega áhugaverð í skartgripum. Hadid hefur áður hannað skart- gripi, meðal annars hringa fyrir Caspita og muni fyrir Swarovski. ARKTEKT HANNAR SKARTGRIPI Zaha Hadid í samstarf við Georg Jensen Hringur sem passar á tvo fingur og armband. Zaha Hadid Í fyrsta sinn verða brúðarkjólar fáanlegir frá tískukeðjunni H&M. Þrír brúðarkjólar fylgja sumarlínunni sem er unnin á sjálfbæran máta. Línan kemur í verslanir þann 7. apríl. Brúðarkjólar frá H&MTÍSKA 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.