Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 FJÖLSKYLDAN Þátttaka í íþróttum getur orðið þungamiðjan í lífibarna og unglinga. Bandarísk könnun leiddi í ljós aðíþróttastarf er stór hluti af sjálfsmynd 61% pilta en 34% stúlkna og nær hámarki við 11 til 13 ára aldur. Hluti af sjálfsmyndinni Sjá útsölustaði Crabtree & Evelyn á www.heggis.is Það er alkunna að íþróttastarfog annað skipulagt tóm-stundastarf getur haft marg- vísleg jákvæð áhrif á börn og ung- linga. Hafa rannsóknir þannig sýnt fram á jákvæð áhrif á námsárangur, andlega líðan og félagslega virkni sem og minni líkur á reykingum og drykkju ef börn fá að stunda eitt- hvað uppbyggilegt utan skólatíma. En málið er ekki svona einfalt, að sögn Viðars Halldórssonar. Viðar er lektor í félagsfræði við Háskóla Ís- lands og hefur gert ítarlegar rann- sóknir á íþróttastarfi barna. „Það eitt að stunda íþróttir hefur lítið að segja um þau jákvæðu áhrif sem sóst er eftir og skiptir máli í hvers konar félagslegu umhverfi íþrótta- starfið fer fram. Börn og unglingar sem stunda íþróttir utan íþrótta- félaga, t.d. með því að hitta félagana reglulega til að spila körfubolta, virðast ekki njóta sömu jákvæðu áhrifa á lífsstíl og viðhorf og þau sem taka þátt í skiplögðu íþróttastarfi.“ Viðar segir líklegustu skýringuna á þessu að í gegnum starf íþrótta- félaganna fái börnin aga og aðhald og smitist af þeim gildum og hefðum sem skapast hafa hjá félögunum í gegnum tíðina. „Þau eru undir leið- sögn fullorðins þjálfara, sem oft er með töluverða sérþekkingu og menntun á sínu sviði, og að auki eru foreldrarnir alla jafna virkir þátttak- endur í starfinu.“ Þar með er ekki öll sagan sögð, heldur virðast áhrif íþróttastarfsins mismunandi eftir löndum og heims- hlutum. „Það á til dæmis við í lönd- um Austur-Evrópu en þar geta áhrifin jafnvel verið þveröfug, þar sem líkur eru á að þátttaka ung- menna í íþróttastarfi tengist aukinni áfengisneyslu. En það er ekki heldur hægt að segja að það sé endilega óæskilegt að börn stundi íþróttir ut- an íþróttafélaga, því þar læra þau að taka ákvarðanir og leysa úr mál- unum, skipta í lið, fylgja reglum og taka á þeim vandamálum sem upp koma – á eigin forsendum.“ Atvinnuvæðing leiksins Fleira hangir á spýtunni. Greina má merki þess að hjá sumum íþrótta- félögum sé íþróttastarf barna í vax- andi mæli skipulagt með það fyrir augum að búa til afreksfólk. Mörg börn, og einnig marga foreldra, dreymir um að búa til litla knatt- spyrnu- eða handboltastjörnu þar sem framtíðar „atvinnumennska“ verður útgangspunkturinn í íþrótta- starfinu. Birtist þetta meðal annars í tíðari æfingum en áður hjá yngri hópunum. Er Viðar ekki svo viss um að þetta sé æskileg þróun, bæði hvað varðar jákvæðu áhrifin á þroska og lífsvenjur barnanna og líka hvað varðar árangur úti á vellinum þegar komið er í efstu flokka. „Það er talað um atvinnuvæðingu leiksins í þessu tilliti, þar sem ofuráhersla er lögð á að sigra frekar en að hafa einfald- lega gaman af leiknum. Þessi nálgun getur verið óæskileg og m.a. leitt til ofþjálfunar, álagsmeiðsla, kvíða, át- röskunar og brottfalls úr íþrótta- starfinu, en að sama skapi skapað einstaka leikmenn sem gengur vel úti á vellinum,“ útskýrir Viðar. Er það einmitt rétt blanda at- vinnumennsku og leiks, að sögn Við- ars, sem kann að skýra góðan árang- ur íslenskra landsliða í alþjóðlegum keppnum. „Það má halda því fram að íslensku atvinnumennirnir búi enn yfir einhvers konar „hreinleika“ og iðki íþrótt sína ekki aðeins til að sigra andstæðinginn heldur vegna þess að þeir eru að gera eittthvað sem þeir elska að gera. Íslensku landsliðin, sem nú er að ná miklum árangri á alþjóðavettvangi, einkenn- ast af vinskap og jákvæðri stemn- ingu og virðast fyrir vikið standa betur að vígi á mótum. Er skemmst að minnast evrópskra stórliða, eins og Chelsea, Manchester United eða Real Madrid, sem nú um stundir hafa á að skipa frábærum knatt- spyrnumönnum en virðast ekki ná árangri því það vantar einhverja gleði, stemningu og vinskap í leik- inn.“ Fara börnin of oft á æfingar? Viðar segir börn sem stunda íþróttir til að njóta leiksins geta flosnað upp úr íþróttastarfinu þegar álagið eykst. Morgunblaðið/Árni Sæberg Greina má merki um aukinn metnað í íþróttastarfi barna. Æfingatímum fjölgar og atvinnumennska er útgangspunkturinn. Viðar Halldórsson er ekki viss um að þetta sé æskileg þróun. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is fjórum sinnum í viku eða oftar, en hjá þeim sem æfa einu sinni til þrisvar í viku. Má álykta að þessi skuldbinding að taka mjög virkan Hvað er of mikið og hvað of lítið? Viðar segir að íþróttafélögin þurfi að huga að því að börn og ungmenni fái örugglega að stunda sínar íþróttir á sínum forsendum. Þeir sem vilja geta þá æft af meiri alvöru, en hinir sem vilja ekki sinna íþróttinni af sama kappi heldur fyrst og fremst spila ánægj- unnar vegna geti fundið sér ein- hvern farveg, í stað þess að detta út úr íþróttastarfinu eins og vill gerast þegar menntaskólaárin nálgast og æfingar verða mun tíð- ari. Á móti bendir Viðar á að þó það virðist margt varasamt við að börn æfi íþróttir af of mikilli hörku þá geti það líka gerst að jákvæðu áhrifin af íþróttastarfinu minnki eða hverfi ef íþróttunum er ekki sinnt af nægilegri kostgæfni. „Hið jákvæða uppeldislega gildi íþrótta ungmenna í 8. og 10. bekk virðist til dæmis meira hjá þeim sem æfa SUMIR VILJA ÆFA MINNA, AÐRIR MEIRA Jákvæð áhrif íþrótta virðast aukast með tíðari ástundun. Mynd úr safni. Morgunblaðið/Ernir Þarf að finna öllum farveg þátt í skipulögðu íþróttastarfi hafi mikið að segja varðandi gildi íþrótta fyrir iðkendur á þessum aldri.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.