Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 LESBÓK Haraldur Sigurjónsson myndatöku- maður og klippari, Hallur Ingólfs- son hljóðmaður og Konráð Gylfason sem sér um myndvinnslu. Þulir og sögumenn eru Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Hjálmar Hjálm- arsson. Hátt í tvö hundruð viðtöl Byrjað var að safna efni árið 2014 en tekin voru hátt í tvö hundruð viðtöl vegna þáttanna, við tónlistarmenn, útgefendur og aðra sem mótað hafa íslenska tónlistarsögu. Hvorki meira né minna. Langflestir sem leitað var til voru boðnir og búnir að taka þátt, sárafáir afþökkuðu boðið. Markmiðið var að ná utan um söguna, eins og miðillinn leyfir, en Örn Marinó og Þorkell segja úti- lokað að hafa umfjöllun af þessu tagi tæmandi. Alltaf verði eitthvað undan að láta. Ófáar klukkustund- irnar voru teknar upp og Örn Mar- inó segir niðurskurðinn oft og tíðum hafa verið blóðugan. „Auðveldlega hefði mátt gera heila mynd um marga af þessum viðmælendum okkar.“ Spurðir hvaða tímabil í íslenskri tónlistarsögu heilli þá mest nefnir Örn Marinó gamla góða rokkið, sem var til umfjöllunar í fyrstu þátt- unum. Þess utan sé góð fjarlægð komin á þann tíma; erfiðara sé að fjalla um það sem er nær okkur í tíma. „Annars er þetta allt mjög Þ etta er ekki bara popp- og rokksaga, þetta er saga þjóðar í leiðinni. Tíðarandinn skín skært í gegn. Ekkert verður til úr engu og þetta er öðru fremur saga um afreksfólk.“ Þetta segja Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson en þættir þeirra, Popp- og rokksaga Íslands, sem Ríkissjónvarpið sýnir, hafa vak- ið mikla athygli í vetur. Þeir segja hugmyndina að þátt- unum um það bil fimmtán ára gamla; hafa fyrst kviknað þegar Gunnar Lárus Hjálmarsson, dr. Gunni, sendi frá sér bókina Eru ekki allir í stuði? Þá höfðu Örn Mar- inó og Þorkell þegar gert eina heim- ildarmynd um tónlist; Ham – lifandi dauðir. Form sem þeir kalla svo skemmtilega „rokkjúmentarí“. Þeir settu sig strax í samband við dr. Gunna. Ekkert gerðist þó lengi vel enda segja þeir hægara sagt en gert að ráðast í svona umfangsmikið verk- efni hér á landi. Lengi vel hafi kvik- myndagerðarmönnum verið heilsað með þessum orðum þegar þeir litu við á Ríkissjónvarpinu: „Það eru allir peningar búnir en hvað getum við gert fyrir þig?“ Sex þættir urðu tólf Þegar dr. Gunni sendi frá sér doðr- antinn Stuð vors lands haustið 2012 fór félagana hins vegar að klæja aft- ur í fingurna. Um líkt leyti tók Skarphéðinn Guðmundsson við starfi dagskrárstjóra Ríkissjón- varpsins og sýndi málinu mjög fljótt áhuga. Ræddi fyrst við dr. Gunna en síðan komu Örn Marinó og Þorkell að borðinu líka. Þeir nefna líka Heru Ólafsdóttur hjá RÚV en þau Skarp- héðinn hafi staðið þétt við bakið á þeim frá A til Ö. Upphaflega var rætt um sex þætti en verkefnið vatt snemma upp á sig. „Við hefðum hæglega getað gert tuttugu þætti en niðurstaðan varð tólf og það hefði ekki mátt vera minna til að gera þessari sögu al- mennileg skil,“ segir Örn Marinó og Þorkell bætir við: „Sex þættir hefði verið Power Point á sterum.“ Niðurstaðan var sú að Markell Productions sæi um framleiðslu þáttanna enda segja þeir sjálfstæða framleiðendur úti í bæ oft eiga meiri möguleika en RÚV á að fjármagna dagskrárgerð af þessu tagi. Dr. Gunni hefur verið með sem rokksérfræðingur frá upphafi og segja Örn Marinó og Þorkell sam- starfið við hann hafa gengið afar vel. Auk ráðgjafar við gerð þáttanna gegndi dr. Gunni hlutverki spyrils í flestum viðtölunum sem tekin voru. „Það er afskaplega gott að hafa dr. Gunna í teyminu. Hann er sérfræð- ingurinn og ef einhver óánægja kem- ur upp vísum við bara á hann. Við tökum sumsé hólið en dr. Gunni skammirnar,“ segir Þorkell. Þeir hlæja. Aðrir sem lagst hafa á árarnar með Erni Marinó og Hrafnkeli eru áhugavert. Það var til dæmis mjög gaman að fjalla um árin fyrir pönk- bylgjuna. Mýtan er sú að ekkert hafi verið í gangi á þeim tíma en það er ekki rétt. Margt sem gert var þá hef- ur lifað vel með þjóðinni,“ segir hann. Margir vaxið í áliti Þorkell kveðst ekki eiga neitt uppá- haldstímabil en heldur mest upp á tónlistarmenn sem skorið hafa sig frá fjöldanum á hverjum tíma og nefnir til dæmis Óðmenn í því sam- bandi. „Skemmtilegast hefur verið að enduruppgötva hluti. Augu mín hafa opnast gagnvart mjög mörgu á þessari vegferð og margir vaxið í áliti. Rokk í Reykjavík var til dæmis mjög frjótt tímabil og fullt í gangi á áttunda áratugnum. Thoŕs Hammer er líka brjálað stöff á þeim sjöunda. Ég var aldrei mikill Sykurmolamað- ur á sínum tíma en þegar maður fer að skoða þeirra sögu sér maður að það var engin tilviljun að þeir náðu augum og eyrum heimsins. Það er eitthvað magískt við þá músík,“ seg- ir Þorkell. Þeir segjast báðir hafa haft yndi af því að líta um öxl, skoða hluti og setja þá í samhengi. Dínamíkin í svona sögulegri mynd sé allt önnur en í samtímamyndum eins og til dæmis Rokk í Reykjavík. Eins og fram hefur komið er alltaf erfiðara að fjalla um hluti í samtímanum; auk Saga um afreksfólk Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson eru mennirnir á bak við framleiðslufyrirtækið Markell Productions sem gerir þættina Popp- og rokksaga Íslands sem sýndir hafa verið á RÚV í vetur. Þeir segja það hafa verið einstaklega gefandi að rýna í þessa merkilegu sögu og augu þeirra hafi opnast gagnvart fjöl- mörgu. Íslenskir tónlistarmenn séu ekki aðeins stútfullir af hæfileikum, heldur líka harðduglegir. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rokkstjarna rokk- stjarnanna á Íslandi; Bubbi Morthens. Mynd- in er tekin árið 1983. Morgunblaðið/Einar Falur Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson eru með mörg járn í eldinum. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.