Morgunblaðið - Sunnudagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    282912345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 Þ að er sól og blíða í Texas þegar Jökull Júlíusson, söngvari hljóm- sveitarinnar Kaleo, er tekinn tali. Hljómsveitin var að ná sér niður eftir strembið tónleikaferðalag um Bandaríkin þegar blaðamaður hitti á þá. Túrinn var kenndur við vinsælasta lag sveit- arinnar um þessar mundir, Way Down We Go. Ekki væsir um hljómsveitina í glæsilegu húsi í Austin, höfuðborg Texas-ríkis. Jökull, sem kallur er JJ vestanhafs, varð 26 ára gamall á dögunum og er kominn á drauma- stað í lífi rokkarans. Hann semur lög og texta sveitarinnar sem hljóma nú æ oftar. Á stanslausu ferðalagi „Þetta hefur gengið vonum framar. Við erum búnir að leggja hart að okkur en það er held- ur betur að skila sér,“ segir Jökull aðspurður um fyrsta árið í Bandaríkjunum en hljóm- sveitin hefur lagt á sig mikla vinnu við að koma sér á framfæri. Hljómsveitin hefur spilað í nánast hverju einasta ríki Bandaríkjanna á sínu fyrsta ári. „Við spiluðum í 40 ríkjum í fyrra og nú erum við að nálgast 50. Við eigum allavega eftir Alaska og Havaí. Þetta hefur verið vægast sagt viðburðaríkt ár.“ Það er því sjaldgæft að hljómsveitar- meðlimirnir fái að njóta þess að vera á heim- ili sínu í Texas. Í heildina kannski nokkrar vikur af heilu ári. „Ætli við höfum ekki eytt hátt í 300 dögum á ferðalagi fyrsta árið. Það eru helvíti margar bensínstöðvar.“ Jökull segir Kaleo-höllina því ekki í fullri notkun og hún bjóðist vinum og Íslendingum í neyð í Texas. „Nú stendur yfir tónlistar- hátíðin South by Southwest og við gátum einmitt hýst nokkra íslenska listamenn sem voru að spila á hátíðinni.“ Strákarnir eru á stanslausu ferðalagi enda mikið lagt upp úr því að koma fram og koma sér almennt á framfæri. „Við búum eiginlega bara í ferðatösku og eyðum miklum tíma í rútunni. Við stoppum mislengi á hverjum stað en þetta getur verið mjög krefjandi. Tónleikarnir eru margir og því erfitt að ná að taka upp plötu á sama tíma. Við reynum að nýta stoppin til að taka upp og má nefna að nýjasta lagið okkar er tekið upp í sjö borgum víðsvegar um Banda- ríkin.“ Jökull segir þetta venjast ágætlega en er þó hrifnari af upptökum í hljóðverinu sem þeir hafa aðgang að í Nashville og þar er upptökustjórinn þeirra staddur. Mikil eftirvænting eftir nýrri plötu Hljómsveitin stefnir að því að gefa út plötu í sumar sem verður þeirra fyrsta í Bandaríkj- unum. Nú þegar hafa einungis fjögur lög verið gefin út vestanhafs en þrátt fyrir það Blaðamaður og ljósmyndir Hilmar Gunnarsson hilmar@mbl.is Vor í Vaglaskógi? Nei, nú er vorið komið í Texas. Það var gaman að hitta sveitunga mína og félaga í hljómsveitinni Kaleo sem hafa verið á uppleið á Bandaríkjamarkaði. Það var slegið upp grillveislu í Kaleo-höllinni í Texas og vel tekið á móti ferðalöngum frá Íslandi. Við fögnuðum túrlokum og afmæli Jökuls í brakandi blíðu og hátt í 30° hita en strákarnir áttu nokkurra daga frí þar til haldið var til Ástralíu. Hljómsveitin Kaleo er komin til að sjá og sigra. Það er nokkuð ljóst. Hafa búið í ferðatösku fyrsta árið Hljómsveitin Kaleo hefur nýlokið mánaðarlöngu ferðalagi um Bandaríkin þar sem uppselt var á alla tónleika sveitarinnar. Tæp þrjú ár eru síðan þeir slógu í gegn á Íslandi með ábreiðu af laginu Vor í Vaglaskógi. Eftir það tók við rokk og ról og þrotlaus vinna. Fyrir ári héldu þeir til Texas á vit ævintýranna og eru nú á góðri leið með að meika það vestanhafs. Vorið er komið í Texas og strákarnir njóta lífsins á sundlaugarbakkanum í bakgarðinum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað: 27. mars (27.03.2016)
https://timarit.is/issue/391431

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. mars (27.03.2016)

Aðgerðir: