Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 13
það gott á Íslandi. Það er dýrmætt að eiga gott bakland. Maður finnur hvað maður er náinn vinum og fjölskyldu. Ég reyni að kíkja heim öðru hverju, það er lykillinn.“ Talið berst að kvennamálum og grúppíum. Þið hljótið að finna fyrir aukinni kvenhylli hérna úti. Hvernig er staðan á ykkur? „Jú, vissulega, ef maður hefur einhvern tíma til þess. Annars held ég að við séum all- ir einhleypir nema Danni, hann er búinn að vera með stelpu hér úti í næstum því ár. Ég sjálfur er einhleypur.“ En eruð þið orðnir ríkir? „Við höfum það mjög gott. Þetta er mikið batterí sem er hérna í kringum okkur. Við erum ekkert að eyða peningum að óþörfu og eins og er höfum við það gott.“ Í eftirpartíi með Justin Timberlake og Chris Martin Fyrir tveimur vikum kom hljómsveitin fram í þætti Conans O’Briens en hann er einn vin- sælasti spjallþáttastjórnandi Bandaríkjanna. „Það var mjög skemmtilegt og allt mjög fag- legt í kringum þann þátt. Conan var mjög áhugasamur um Ísland og mikill áhugamað- ur um gítara. Við verðum eitthvað meira í svona þáttum á næstunni. Þetta hefur allt sitt að segja.“ Og svo var farið í eftirpartí með fræga fólkinu? „Já, það má segja það. Við spiluðum í einkasamkvæmi í Hollywood hjá félaga okk- ar Aaron Paul en hann er mikill aðdáandi. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad. Við spil- uðum heima hjá honum inni í stofu í mjög aflsappaðri stemningu fyrir líklega 30 manns. David Blaine var þarna líka með ým- is töfrabrögð. Þetta var mjög fínt en á sama tíma súrrealískt þegar Chris Martin kemur upp að þér og segist elska það sem þú ert að gera. Við fengum mjög góð viðbrögð og auð- vitað var djammað eitthvað fram eftir nóttu,“ segir Jökull en í samkvæminu voru mörg fræg andlit á borð við Justin Timberlake, Charlize Theron og fleiri. Væntanlegir til Íslands í sumar Hvenær mega Íslendingar svo eiga von á tónleikum á klakanum? „Við erum að vonast til að geta komið heim í nokkrar vikur og haldið tónleika um mitt sumar. Við ætlum líka að nota tímann til að skjóta einhver tónlistarmyndbönd. Það eru algjör forréttindi að geta notast við íslenska náttúru við gerð þeirra.“ Hljómsveitin tók upp myndband ofan í Þrí- hnúkagíg síðastliðið sumar sem vakið hefur mikla athygli erlendis og verið góð landkynn- ing. Tónlistarmyndbandið var við lagið Way Down We Go sem einmitt var valið besta rokklag síðasta árs á Íslensku tónlistar- verðlaununum. „Það var mikill heiður að fá þessi verðlaun og ég var mjög upp með mér. Sérstaklega í ljósi þess hversu öflugt íslenskt tónlistarlíf er um þessar mundir. Við fáum líka sterk viðbrögð hér úti við ís- lenskri tónlist. Maður er stoltur af því. Það sem kemur okkur kannski mest á óvart er hvað Sykurmolarnir eru þekktir hér ytra. Fólk hér þekkir að sjálfsögðu líka Sigur Rós, Björk og Of Monsters and Men. Auðvitað er gott þegar búið er að ryðja veginn og fókusinn er mikill á Ísland um þessar mundir.“ Hljómsveitarmeðlimirnir Davíð Antonsson, Jökull Júlíusson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock. Blaðamaður færði hljómsveitinni páskaegg frá Íslandi sem voru þó við það að bráðna í hitanum. Morgunblaðið/Hilmar 27.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Móðir Jökuls, Þórlaug Sveinsdóttir, var stödd í Texas að heimsækja son sinn þegar viðtalið var tekið. Hún segist afar stolt af framgangi strák- anna. Hún sá snemma að mikil tónlist leyndist í Jöklinum sínum. „Hann fékk fyrsta hljómborðið sitt í afmælisgjöf þegar hann var 6 ára. Þá bjuggum við á Hornafirði og keyrðum oft löngum stundum til Reykjavíkur. Hann gat setið í bíln- um samfleytt í sex klukkutíma og samið og leikið lög á hljómborðið. Hann var með heyrnartól í eyr- unum og þurfti ekki einu sinni að pissa á leiðinni,“ segir Þórlaug. Velgengnin hefur því ekki komið á óvart? „Nei, hann er mjög ein- beittur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann uppsker eins og hann sáir og hefur alla tíð verið mjög skapandi.“ En ertu ekkert smeyk um litla strákinn þinn í stóru Ameríku? „Nei, hann er svo skynsamur strák- ur. Hann höndlar þetta vel,“ segir Þórlaug sem naut sólarinnar í Austin og var staðráðin í að taka alla fjölskylduna með í næstu heim- sókn. ÞÓRLAUG SVEINSDÓTTIR ER STOLT MÓÐIR JÖKULS Frábært að sjá drenginn lifa drauminn sinn Þórlaug móðir Jökuls er stolt af stráknum sínum. Hún segir velgengnina ekki koma sér á óvart.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.