Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 19
27.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 og olíubransinn er hruninn þannig að mér var sagt upp í fyrsta skipti í tuttugu ár sem jarðfræðingur,“ en Brad vann mikið við bor- holugerð víðs vegar um heiminn. „Það fylgir þessu visst frelsi fyrir mig og er mín leið til að komast burt frá stórum fyrirtækjum og komast í eitthvað þar sem ég get verið meira heima og hugsað um fjölskylduna. Og notið þess að búa á búgarði og hugsa um kind- urnar mínar. Ég held að kindurnar eigi hug minn allan núna,“ segir hann. Amerískar kindur óspennandi Brad segir mikinn mun á íslenskum og bandarískum kindum. „Dorset-tegundin og aðrar tegundir hér eru bara svo óspennandi. Þær eru allar eins. Allar eins á litinn og hár- in í ullinni af sömu lengd. Íslenskar kindur eru skemmtilegar. Þær eru svo mismunandi, mismunandi litir og ullin mislöng. Svo hafa þær allar mismunandi persónuleika. Þær hafa sinn karakter. Sumar eru verndandi og passa upp á hinar; sumar eru latar og aðrar eru fjörugar,“ segir hann en sumar kind- urnar hans eru mjög gæfar, aðrar ekki. „Þær eru svo heillandi,“ segir hann. Við ræðum að lokum nöfn kindanna hans en þær heita allar amerískum nöfnum. Hann hyggst nefna lömbin sín nýju íslenskum nöfnum. Ég sting upp á að nefna eitt lambið í höfuðið á mér og hann samþykkir það strax. Þannig að nú styttist í að lambið Dísa hlaupi um grænar grundir Texas. Morgunblaðið/Ásdís ’ Dorset-tegundin og aðrartegundir hér eru bara svoóspennandi. Þær eru allar eins.Allar eins á litinn og hárin í ull- inni sama lengd. Íslenskar kind- ur eru skemmtilegar. Þær eru svo mismunandi, mismunandi litir og ullin mislöng. Svo hafa þær allar mismunandi persónuleika. Kindurnar hans Brad una sér vel á búgarðinum í Texas. N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is Frítt verðmat Viltu vita hvað þú færð fyrir fasteignina þína ? Fasteignasala venjulega fólksins... Fagljósmyndun Traust og góð þjónusta alla leið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.