Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 24
Allir þekkja söguna af því hverniggamla hafnarsvæðið í Reykjavík hef-ur gengið í endurnýjun lífdaga síð- ustu árin, frá því að vera niðurnítt og mann- laust yfir í kraumandi hverfi fullt af matsölustöðum og hönnunarbúðum. Svipuð þróun virðist vera hafin í Hafnarfirði og þar er hin fornfræga Strandgata í brennidepli því eftir henni endilangri hafa nýjar og áhugaverðar rekstrareiningar sprottið upp, allt frá litlum og huggulegum hönnunar- búðum og kaffihúsum upp í Íshús Hafnar- fjarðar, þar sem tugir hönnuða og skapandi einstaklinga hafa aðstöðu til sköpunar. Einn hinna nýju viðkomustaða á Strandgötunni er Von Mathús, en það er til húsa í Drafnar- húsinu svokallaða sem forðum hýsti vél- smiðju er þjónustaði báta og skip sem lögð- ust við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Hamingja í Hafnarfirði Eigendurnir, þau Einar Hjaltason og Krist- jana Þura Bergþórsdóttir, kynntust fyrst er þau störfuðu saman á öðrum veitingastað í höfuðborginni. Nokkrum árum síðar hafa þau sett á stofn sinn eigin veitingastað í hjarta Hafnarfjarðar og eru alsæl með stað- setninguna. „Kristjana er borinn og barnfæddur Hafn- firðingur og vildi helst hvergi annars staðar búa,“ segir Einar þegar talið berst að hinni skemmtilegu staðsetningu mathússins. „Ein- ar er aftur á móti uppalinn í Kópavoginum. Til að byrja með sá hann ekkert annað en heimahagana en í dag er hann kolfallinn fyr- ir firðinum og hampar honum við hvert tækifæri,“ bætir Kristjana við og lítur bros- andi á eiginmanninn. Þau skötuhjúin höfðu verið á höttunum eftir hentugu húsnæði til veitingareksturs um nokkurra mánaða skeið þegar þau römb- uðu á rýmið í Drafnarhúsinu. Rétt eins og gerst hefur á hafnarsvæðinu í Reykjavík er helst eitthvað að finna fyrir bragðlaukana og skapandi hugsun í Drafnarhúsinu í dag því nágrannar Vonar eru meðal annars Pallett Kaffikompaní og Föndurlist. Áðurnefnt Ís- hús Hafnarfjarðar er svo handan við götuna. Tenging við sögu hússins „Við erum svo heppin að hafa dásamlegt fólk í kringum okkur sem hjálpaði mikið til við undirbúninginn og innréttingarnar,“ segir Kristjana. „Tengdamóðir mín er til dæmis alger snillingur og hún var ómissandi hjálp við að hugsa upp útlit og skipulag stað- arins.“ Einar bætir því við að hann hafi ásamt föður sínum smíðað borðin, og gegn- heila eikin í borðplötunum sé skipatimbur sem þeir hafi fundið í geymslu við Hafnar- fjarðarhöfn og keypt í kjölfarið. „Okkur var frá upphafi umhugað um að innréttingarnar og útlit staðarins endurspegluðu sögu húss- ins,“ útskýrir Einar ennfremur en Drafnar- húsið var um áratugaskeið snar þáttur í at- vinnusögu bæjarins. Hann bendir máli sínu 220 er hið nýja 101 Stemning er að stigmagnast við hafnarsvæðið í Hafnarfirð- inum, nánast vikulega er opnuð einhver ný og spennandi rekstrareining við sjóinn í firðinum fagra. Þar á meðal er Von Mathús, veitingastaður þar sem einfaldur, árstíðabundinn mat- ur, hlýlegt andrúmsloft og kætandi kokteilar ráða ferðinni. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 MATUR „Okkur var frá upphafi umhugað um að innréttingarnar og útlit staðarins endurspegluðu sögu hússins,“ útskýrir Einar ennfremur en Drafnarhúsið var um áratugaskeið snar þáttur í atvinnusögu bæjarins. Takið eftir appelsínugulu ljósunum til vinstri á myndinni. „Þessi netakúluljós smíðaði Ólafur Gunnar Sverrisson, Óli í Íshúsinu, og þegar ég sá þau vissi ég undireins að við bara yrðum að fá þau hingað.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Kjúklingaskinnið er einstaklega skemmtilegur réttur sem kemur öllum á óvart sem smakka hann. Við héldum að við myndum örugglega ekki selja mikið af honum en hann er vin- sæll og ánægjan leynir sér ekki.“ KJÚKLINGASKINN 2 kg kjúklingaskinn Salt og pipar 300 g möndlur Ólívuolía 15 stk rauð vinber steinlaus Aðferð: Kjúklingaskinnið er skolað í köldu vatni, svo raðað í bakka með plast- filmu undir, Best er að raða skinnunum flötum þannig að þú ert að búa til mörg lög af skinni og alltaf sett smávegis salt og pipar milli laga þar til skinnið er búið. Við eldum skinnið yfir nótt í gufu á 80 gráðum á Cel- síus en hægt væri einnig að elda yfir dag- inn á bakstri við 120 gráður heima við, en þá væri gott að nota smjörpappír í staðinn fyrir plastfilmu. Því næst er skinnið press- að með fargi og kælt í nokkra tíma og svo skorið út í hæfilega bita og steikt í sárið. Það á að vera gullið, stökkt en mjúkt og djúsi hið innra. Meðlæti: Möndlur eru bakaðar þar til gylltar og stökkar, því næst unnar í matvinnsluvél með smá ólívu-olíu og kryddaðar til með salti einnig er gott að setja smá eldpipar eða þurrkaðan pipar. Vínberjum er velt upp úr skvettu af hvít- vínsediki, salti og sykri, og svo bökuð í ofni við vægan hita þar til meyr. Gott er að borða skinnið með ferskum jurtum eða sýrðum lauk einnig. Kjúklingaskinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.