Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 20
HÖNNUN Opið er fyrir umsóknir um styrki úr verkefninu Átak til atvinnusköpunarþar sem styrkir eru veittir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerðastarfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Umsóknarfrestur er til há- degis 30. mars 2016. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni nmi.is. Átak til atvinnusköpunar 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 Halldór eða Dóri eins og hann erkallaður er myndlistarmaðursem hefur einnig lokið hús- gagnasmíði og starfar í leikmunadeild Þjóðleikhússins. Heba er dansari og starfar m.a sem nútímadanskennari í Listdansskóla Hafnarfjarðar ásamt því sem hún hefur nýverið lokið verkefni í markaðsstörfum við Kviku, dansverk eft- ir Katrínu Gunnarsdóttur. Parið festi kaup á íbúðinni á síðasta ári og fóru þau í mikla framkvæmdavinnu í kjölfarið. Þá var eldhúsið fært í borðstof- una og aukaherbergi gert úr eldhúsinu. Heba segir heimilisstílinn persónulegan og afslappaðan. „Okkur finnst mikilvægt að hlutir fái að njóta sín, hvort sem það er í þyrpingum eða einir og sér. Sál heimilisins eru persónulegir hlutir og fólkið sem býr þar, svo heimilið ætti því að endurspegla íbúa þess,“ útskýrir Heba Eir og bætir við að þau séu jafn- framt mjög samrýnd þegar kemur að stíl. „Ætli ég fái ekki mestan innblástur þeg- ar við erum að tala um hlutina og velta því fyrir okkur hvað kæmi vel út.“ Heba segir þau kaupa orðið sjaldan inn á heimilið nema praktískari og stærri hluti. „Ég er reyndar dugleg við að kaupa lúxus-sápur bæði hér heima og er- lendis. Mikið af okkar húsgögnum höfum við fengið að gjöf, erft eða sankað að okk- ur í gegnum tíðina og Dóri er duglegur að gera þau upp.“ Aðspurð hver sé griðastaður fjölskyld- unnar á heimilinu segir Heba ganginn af- skaplega vel heppnaðan ásamt eldhús- inu. „Eldhúsið er uppáhaldsstaðurinn okk- ar, og flestra sem koma í heimsókn.“ Gangurinn er vel heppnaður. Parið fjárfesti í fallegu Sting-hillunum um jólin og þær setja svip á rýmið. Heba Eir, dansari, segir parið mjög samrýmt þegar kemur að stíl. Mikið af húsgögnum hefur parið fengið að gjöf, erft eða sankað að sér í gegnum tíðina. Morgunblaðið/Styrmir Kári Persónulegt og hlýlegt heimili Halldór Sturluson og Heba Eir Kjeld gerðu nýverið upp bjarta og fallega íbúð miðsvæðis í Reykjavík þar sem þau hafa komið sér vel fyrir ásamt Gylfa Maroni, syni Halldórs Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is HEIMILIÐ ÆTTI AÐ ENDURSPEGLA ÍBÚA ÞESS Fallegir pottar frá Postulínu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.