Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Side 15
Augstein, dálkahöfundur hjá Der Spiegel, var ómyrkur í máli þegar hann sat með Petry í spjallþætti í sjónvarpi: „Þú ert vingjarnlega brosið á andlitum múgsins sem marserar í gegnum Dresden og lemur fólk … þú ert lýð- ræðisarmur þeirra, sem egna útlendinga og leggja eld að heimilum hælisleitenda.“ Á að skjóta flóttamenn? Engin yfirlýsing liðsmanna AfD olli þó meira uppnámi en ummæli Petry um að beita ætti vopnavaldi til að stöðva flóttamenn á landa- mærum Þýskalands. Í viðtali við blaðið Mann- heimer Morgen var Petry spurð hvernig landamæravörður ætti að bregðast við léti flóttamaður ekki segjast og reyndi að komast yfir landamærin hvað sem tautaði. „Hann verður að koma í veg fyrir að farið verði ólög- lega yfir landamærin, í neyð einnig með því að nota skotvopn. Það stendur í lögunum,“ sagði hún. Hann var þá spurð hvort í lögum væru fyrirmæli um að skjóta og sagði svo ekki vera, enginn löggæslumaður vildi skjóta á flótta- mann og það vildi hún ekki hendur, en þegar allt annað þryti – ultima ratio eins og hún orð- aði það á latínu – ætti við að beita vopnavaldi og setti þar með friðhelgi landamæra skör ofar mannslífi. Þessi orð ollu miklu uppnámi. Sögðu gagn- rýnendur flokksins að með þeim hefði gríman verið felld og hið rétta eðli hans komið í ljós. Dálkahöfundar blaða á öllu litrófi stjórnmál- anna fordæmdu Petry og settu orð hennar í samhengi við fjöldaaftökur nasista og fyr- irmæli stjórnvalda austur-þýska alþýðu- lýðveldisins um að skjóta þá til bana, sem reyndu að komast yfir landamærin til Vestur- Þýskalands. Sigmar Gabriel, leiðtogi sósíaldemókrata, SPD, lýsti yfir efasemdum um að AfD stæði á þeim grunni frelsis og lýðræðis, sem þýska lýðveldið væri reist á. Petry var einnig gagnrýnd innan flokksins, en sú gagnrýni þótti hafa holan hljóm. Eftir að ummælin féllu var forsíðugrein í Der Spiegel um AfD með fyrirsögninni „Haturspredik- ararnir“. Í greininni var vöngum velt yfir því hvort reiði flokksmanna út í Petry stafaði frek- ar af því hvað hún hefði sagt eða að hún skyldi hafa sagt það svona stuttu fyrir kosningar. Ætlunin sé að kynda undir ótta og gefa til kynna að fall Vesturlanda eða þýskrar menn- ingar blasi við, en ekki að kveða of skýrt að orði. Ummæli á borð við að beita byssum á landamærunum gætu fælt borgaralega kjós- endur frá. Rótin reiði sem víða er að finna Uppgangur AfD á rætur að rekja til tilfinn- ingar um að allt sé á niðurleið. Mörgum finnst þeir ekki fá möguleika til að fá að njóta sín að verðleikum. Samfélagið haldi aftur af þeim. Spurt hefur verið hvort svipað andrúmsloft sé að skapast og 1930 þegar kreppan mikla skall á og nasistar fóru að hasla sér völl. Í krepp- unni í Þýskalandi var allsherjarkreppa og aleiga fólks gat horfið á augabragði. Nú er allt annað uppi á teningnum. Flestir stuðnings- menn AfD segjast hafa það þokkalegt, þótt þeim gæti gengið betur. Hins vegar ríkir mikil tortryggni í garð valdastofnana landsins, pólitískir stjórnendur eru „einræðisherrar“ og fjölmiðlar „lygapress- an“. Slíkra viðhorfa má víða sjá stað og jað- arflokkar og stjórnmálamenn nærast á þeim víða um lönd. Flokkar á borð við AfD koma vel út úr kosningum um þessar mundir og fljúga hátt í skoðanakönnunum. Stuðningsmenn Do- nalds Trumps eru reiðir ríkjandi öflum. Í Hol- landi er Frelsisflokkur Geerts Wilders stærsti flokkur landsins samkvæmt skoðanakönn- unum. Svíþjóðardemókratar Jimmys Åkesons mældust fyrr á þessu ári stærsti flokkur Sví- þjóðar. Áfram mætti telja. Þýskaland var und- antekningin í þessum efnum, en svo er ekki lengur. Veist að Merkel Stuðningsmenn hreyfingarinnar Pegida mót- mæla í Dresden í Austur-Þýskalandi í febrúar. Eins og ávallt í mótmælum hreyfingarinnar beindist reiðin gegn Angelu Merkel kanslara. Henni er kennt um allt sem miður fer. Á einu spjaldinu stendur „Mutter Terroresia“ eða móðir hryðjuverkanna með mynd af Merkel eins og móður Teresu. Á öðru stendur National Stasi Agency. Þar eru stafir banda- rísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, notaðir og Merkel um leið spyrt við austur- þýsku njósnastofnunina Stasi. Undir mynd af Merkel með svínseyru stendur síðan In IM Erika We Trust. Skammstöfunin IM var not- að yfir óformlega samverkamenn Stasi. Á netinu hefur gengið orðrómur að Merkel hafi veitt Stasi upplýsingar og gengið undir nafninu Erika. Þessu neitar kanslarinn stað- fastlega, en orðrómurinn er lífseigur. AFP ’Hann verður að koma í vegfyrir að farið verði ólöglegayfir landamærin, í neyð einnigmeð því að nota skotvopn. 27.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Frauke Petry er frá Austur-Þýskalandi líkt og Angela Merkel. Hún sleit barnsskónum í Austur-Þýskalandi á tímum múrsins og bjó unglingsárin í vesturhluta landsins. Faðir hennar flúði Austur-Þýskaland. Það var ekki fyrr en eftir sameiningu Þýska- lands að restin af fjölskyldunni fór vestur á bóginn. Í viðtali við tímaritið Stern sagði Petry að lífið í vestrinu hefði valdið sér von- brigðum. Í Austur-Þýskalandi hefðu allir verið aðþrengdir, en í Vestur-Þýskalandi hefðu ekki verið nein mörk. Petry hefur verið áberandi eftir að hún tók við flokknum Annar kostur fyrir Þýska- land, AfD, um mitt ár í fyrra. Ekki minnkaði athyglin þegar hún sagði í blaðaviðtali að leyfa ætti þýskum landa- mæravörðum að skjóta farandfólk, sem reyndi að komast til Þýskalands með ólög- legum hætti. Petry er fertug. Hún lærði efnafræði og útskrifaðist 1998 með BS-gráðu frá háskól- anum í Reading á Englandi og meistara- gráðu frá Georg-August-háskóla í Gött- ingen árið 2000. 2004 lauk hún doktorsprófi í Göttingen. Árið 2007 setti hún á fót fyrirtæki í Leip- zig sem framleiðir umhverfisvænt fjöl- úretan, sem hún er með einkaleyfi fyrir ásamt móður sinni, sem einnig er efna- fræðingur. Fékk hún orðu fyrir árið 2012. Í lok liðins árs dró hún sig í hlé frá fyr- irtækinu og sagði þá í viðtali að það væri „einfaldlega ómögulegt að sameina stjórn- mál á landsvísu og í héraði og fjölskyldu og fyrirtækið“. „Ég vil ekki að börnin mín saki mig síðar um að hafa aldrei verið til staðar fyrir þau,“ sagði hún. „Ég er of lítið með þeim eins og er.“ Petry lagði áherslu á fjölskyldugildi í mál- flutningi sínum, en minna hefur farið fyrir því eftir að hún skildi við manninn sinn, prestinn Sven Petry, í fyrra og tók saman við Marcus Pretzell, þingmann AfD. Pret- zell hefur reyndar skipt um flokk síðan og er orðinn kristilegur demókrati. Þrátt fyrir það hefur verið haldið fram að það sé fyrir tilverknað Pretzells að Petry gangist inn á auknar öfgar í málflutningi flokksins. Í fréttaflutningi er iðulega vikið að stíl- hreinum klæðaburði Petry og unglegu út- liti og hún sögð andlit uppsveiflu flokksins. Petry vill lítið hafa með merkimiða að gera og í sjónvarpsumræðum þar sem rætt var hvort Þýskaland hefði sveiflast til hægri sagði hún að það væri rangt að nota merk- miða lýðskrums og hægri öfga á flokk sinn. „Þetta snýst um að stjórmálamenn átti sig annað hvort á því að við þurfum hug- myndir sem leiða til lausna eða ekki,“ sagði hún. „Hægri og vinstri eru hugtök, sem hafa ekki átt við lengi.“ EFNAFRÆÐINGURINN SEM FÓR Í PÓLITÍK Andlit hins nýja flokks Frauke Petry kemur af blaðamannafundi í Berlín daginn eftir að flokkur hennar, Annar kostur fyrir Þýskland, vann sigur í kosningum í þremur sambandslöndum Þýskalands. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.