Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 41
27.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins! Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga SKÚTAN HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði hann starfaði fyrir Ríkarð hafi hann skorið út stóran hluta þeirra verka „sem bera stafi Ríkarðs, RJ“. Stað- festist þetta af samanburðarrann- sóknum, er um að ræða merkilegt inngrip Beckmanns í margra alda gamla tréskurðarhefð á landinu. Í mörg ár vann hann einnig að því að skera út tréverk á eftirsótt sófasett teiknuð af Max Jeppesen, en fram- leidd í húsgagnaverksmiðjunni Víði, án þess að framlags hans væri sér- staklega getið. Við þetta má bæta að Beckmann, sem alinn var upp við meistarakerfi og stranga verka- skiptingu gömlu þýsku iðngildanna, hefði örugglega ekki séð neitt at- hugavert við þessa tilhögun. Allt um það er ekki hlaupið að því að draga upp skýra mynd af hrein- ræktuðum myndverkum Wilhelms Beckmanns við upphaf 21stu aldar. Fyrir það fyrsta eru þessi verk hans bæði ósamstæð og ekki ýkja mörg, sem takmarkar nokkuð svigrúm túlkandans. Á skrá svonefndrar Beckmannstofnunar í Kópavogi eru, auk nytjahluta og kirkjuskreytis, u.þ.b. 20 veigamiklir skúlptúrar úr viði, steini og gifsi, bæði frístandandi og lágmyndir, sex plaköt (þrykkt af viðarplötum), tvær grafíkmyndir, og nokkur málverk og teikningar. Mörg myndverk Beckmanns, gerð í Þýskalandi fyrir 1935, hafa ekki enn komið í leitirnar, en sem kunnugt er var heimaborg hans, Hamborg, að mestu lögð í rúst í lok heimstyrj- aldar. Síðan er við ýmsa fordóma að etja, því hvorki kirkjulist eða mynd- skurður þykja eiga brýnt erindi við samtímann. Myndskurður þýskra meistara Þótt kirkjulist og tréskurður séu ekki hluti af framsæknum skúlptúr á 20stu öld, og þá á ég aðallega við arf- leifð kúbista og konstrúktífista, þá er löng hefð fyrir hvorttveggja í norður- þýskri list, þar sem eru rætur Beck- manns. Hinir stóru meistarar got- neska skúlptúrsins í Þýskalandi voru einmitt norðurþýskir tréskurðar- menn á borð við Tilman Riemen- schneider (um 1460-1531), Veit Stoss (um 1447-1533) og Georg Erhart (um 1460-1540, en þeir unnu jöfnum hönd- um stórbrotnar altaristöflur, frí- standandi skúlptúra og margs konar skrautmuni fyrir hertoga og kirkjur í Norður-Þýskalandi og Póllandi. Þeg- ar Beckmann hóf nám í tréskurði, fjórtán ára gamall, var það hjá ágæt- um myndskera, Karl Olde að nafni, sem hafði einmitt viðurværi sitt mestmegis af kirkjulist. Norðurþýska tréskurðarhefðin gat einnig af sér þann listamann þýskan sem Beckmann hafði í mest- um hávegum, ef marka má orð hans og gjörðir. Þetta var Ernst Barlach (1870-1938), sem verður að telja meðal merkustu fulltrúa þýskrar höggmyndalistar á fyrri hluta 20stu aldar. Hann var í senn völundur til verka, ástríðufullur expressjónisti og djúpt þenkjandi mannvinur sem vildi með verkum sínum lýsa hvort- tveggja mikilfengleika og veik- leikum mannsins. Þótt Barlach væri ekki trúaður í venjulegum skilningi, fela mörg útskurðarverka hans í sér eftirlöngun í æðri verund eða sann- leika. Því reyndist honum auðvelt að samsama hugmyndaheim sinn og píetisma þýsku kirkjunnar við upp- haf tuttugustu aldar. En á endanum kom mannúðarboðskapur Barlachs honum í koll. Um það leyti sem Beckmann flýði Þýskaland, gengu nasistar milli bols og höfuðs á þessu átrúnaðargoði hans. Verk eftir Bar- lach voru fjarlægð úr kirkjum og söfnum, leikrit hans og ljóð bönnuð, og honum gert erfitt að starfa áfram að list sinni. Er haft fyrir satt að þessar hremmingar hafi, framar öðru, dregið listamanninn til dauða árið 1938. Einsemdin og lífsnautnin Að skera út altaristöflur, skírnar- fonta, minningartöflur, ljósasúlur og stikur fyrir kirkjur var Wilhelm Ernst Beckmann því ekki einskært neyðarbrauð, heldur hluti af langri hefð í þýskum tréskúlptúr. Og þótt Barlach væri Beckmann sannarlega hjartfólginn, er hann ekki eini áhrifavaldurinn þegar kemur að efn- isvali og úrvinnslu. Vissulega örlar á harmrænum áherslum Barlachs á einsemd mannsins í stökum verkum Beckmanns. En Beckmann leitar víðar fanga, bæði í gamalli gotneskri list (sjá altaristöfluna í Kópavogs- kirkju) og nýrri skúlptúr þýskum, t.a.m. Lehmbruck, (s.m. „Kona“, 1935) og bosmamikil „Kona“ hans í Bókasafni Kópavogs (1950-65) gæti sem best verið komin úr smiðju franska myndhöggvarans Maillol. Raunar mætti halda því fram að áhrifamestu tréskúlptúrar Beck- manns væru dramatísk tilbrigði um konuna og lífsnautnina fremur en ei- lífðarboðskapinn. Það er eindregin skoðun þess sem þetta skrifar, að listsköpun og hand- verk Beckmanns verðskuldi nánari skoðun og umfjöllun. Skreytilist hans er brýnt að skoða í heild sinni, bæði með tilliti til eigin verðleika og íslenskrar tréskurðarhefðar. Kirkju- listaverk hans mætti einnig gaum- gæfa í heild sinni. Plaköt Beck- manns eru sömuleiðis merkilegt framlag til grafískrar hönnunar á Ís- landi á fjórða áratug aldarinnar. Loks mætti setja saman áhrifamikla yfirlitssýningu á bestu tréskúlptúr- um listamannsins; jafnvel skoða hann í samhengi íslenskrar högg- myndalistar á fjórða og fimmta ára- tugnum. „En þær fáu teikningar sem fundist hafa eftir hann eru prýðisgóðar…“ Kona, verk sem Beckmann skar út í við á árunum 1950-1965. ’Það er eindregin skoðun þess sem þetta skrifar, aðlistsköpun og handverk Beckmanns verðskuldi nán-ari skoðun og umfjöllun. Skreytilist hans er brýnt aðskoða í heild sinni, bæði með tilliti til eigin verðleika og íslenskrar tréskurðarhefðar. Kirkjulistaverk hans mætti einnig gaumgæfa í heild sinni. Ein af hinum kraftmiklu, þrívíðu kven- myndum sem Beckmann skar út í tré. Útskorinn stöpull með letri og mynd- um; Beckmann þótti afar fjölhæfur. Lágmynd af manni, konu og engli. Á skírnarfonta skar hann slíkar myndir. Eitt af kosningaplakötunum sem lista- maðurinn gerði fyrir Alþýðuflokkinn. „Kona að biðja“, lágmynd eftir Beck- mann frá árinu 1957. Ödipus, útskurðarverk eftir lista- manninn frá árinu 1935. Fagurlega skorin rós prýðir einfaldan spegil sem Beckmann gerði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.