Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 25
til stuðnings á skemmtileg loftljós sem hanga yfir langborði í miðjum veitinga- salnum. „Þessi netakúluljós smíðaði Ólafur Gunnar Sverrisson, Óli í Íshúsinu, og þegar ég sá þau vissi ég undireins að við bara yrð- um að fá þau hingað.“ Samlegðaráhrifin við Íshúsið sjást meðal annars líka í fallegum og sérstæðum ker- amik-kaffibollanum sem borinn er á borð fyrir blaðamann því hann er eftir Hönnu Grétu Pálsdóttur, einn leirlistamannanna sem hafa aðsetur í Íshúsinu. Þegar talið berst svo að eldhúsinu og áherslunum þar segir Einar að þau reyni að hafa réttina á matseðlinum eins árstíða- bundinn og hægt er, ásamt því að ferskleik- inn sé í fyrirrúmi. „Við fáum allt kjöt og allan fisk hér innan- lands og fiskur dagsins ræðst yfirleitt af því hvað við fáum þann daginn hjá okkar ágæta fisksala. Ef við yrðum spurð snemma dags hver fiskurinn væri þann daginn þá myndum við einfaldlega ekki vita það,“ segir Krist- jana Þura og kímir við. „Til að hafa hráefnið sem ferskast höfum við tiltölulega einfaldan hádegismatseðil,“ útskýrir Einar. „Á honum er einn kjöt- réttur, einn fiskréttur, súpa og salat. Kjöt- réttirnir okkar eru oft hægeldaðir, jafnvel yfir nóttina, og súpurnar eru oft maukaðar, silkimjúkar og matarmiklar grænmetis- súpur. En þessi fjögurra rétta matseðill er mjög breytilegur frá degi til dags.“ Þegar hádegisverðargestir halda saddir og sælir út í daginn á ný er eldhúsinu lokað, um kl. 14:00, og svo opnað aftur kl. 17:30. Í millitíðinni, frá 16:00 til 18:00, er svo „happy hour“ á barnum. „Við leggjum áherslu á að bjóða upp á góðar og spennandi bjórtegundir, bæði á krana og í flöskum, og einnig er áhersla lögð á metnaðarfulla kokteila,“ segir Einar. „Þar erum við með sígilda „standarda“ á borð við Whiskey Sour í bland við frumsamda drykki. Einn þeirra er sá nýjasti á listanum okkar, kokteill sem heitir Brennivinur. Í honum eru meðal annars brennivín, sítrónu- bitter, sítróna og heimapikklaðar gúrkur úr eldhúsinu okkar. Svo erum við einn örfárra staða á höfuðborgarsvæðinu sem eru með kokteil á krana!“ Á kvöldin er svo matseðill „à la carte“ og líka hægt að fá þriggja rétta matseðil eða fimm rétta upplifun, með víni eða án. Allt að gerast í #220Hfj Þau hjónin hafa orð á því hve mikil dýnamík hefur skapast á síðustu mánuðum og miss- erum við hafnarsvæðið. Bæði bæjaryfirvöld og rekstraraðilar hreinlega iði í skinninu eftir því að halda áfram með uppbygg- inguna og virk umræða sé milli aðila um framhaldið. „Það er auðvelt að smitast af þessum krafti því stemningin hér í Hafnarfirði er svo mögnuð,“ segir Kristjana Þura. „Núorð- ið merki ég myndirnar mínar sem ég tek í firðinum á Instagram og annars staðar með myllumerkinu #220Hfj til að sýna öllum að hér sé allt að gerast. Framtíðin er björt hér í Hafnarfirði.“ Þessi epli hafa verið bökuð í karamellu fyrir einn af vinsælustu eftirréttunum á Von. Tilbúin eru eplin svo borin fram með heimagerðum heslihnetuís. Einar og Kristjana Þura höfðu verið á höttunum eftir hentugu húsnæði til veitingareksturs um nokkurra mánaða skeið þegar þau römbuðu á rýmið í Drafnarhúsinu, sem hýsir í dag Von. 27.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 „Grafinn urriði að vestan er einn af okkar uppáhaldsréttum. Fiskurinn er grafinn vel og vand- lega eða í kringum 12 klst. þann- ig að áferð og bragð er skemmtilegt; ögn saltur og mjúkur en samt seigur undir tönn. Eftir að búið er að grafa fiskinn þá skolum við hann ekki heldur sköfum bara einfaldlega af honum fyrst gróflega og svo aðra umferð betur og sköfum allt salt af honum, okkur finnst þessi tækni betri heldur en að skola.“ GRAFINN URRIÐI BORINN FRAM MEÐ RAUÐ- RÓFU, HREÐKU, SÝRÐUM AGÚRKUM OG RÚGBRAUÐI Uppskrift miðast við 4 mann- eskjur. Graf fyrir fisk. 1 flak fiskur 150 g salt 150 g púðursykur 5 stk. stjörnuanís 10 stk. kardimommur 1 msk. kóríanderfræ 2 ágætar greinar fáfnisgras eða dill 20 stk. rósapipar 1 stk. börkur af appelsínu, rasp- aður 1 stk. börkur af sítrónu, raspaður Aðferð: Fræ og pipar sett í blandara og unnið þar til fínt, síðan allt hráefni sett saman í skál og blandað. Næst er sett vel af blöndunni á fiskinn og látinn liggja í fati eða bakka í kringum 12 klst. Inn á kæli, við gröfum fiskinn með roðinu en einnig er hægt að taka roðið af en þá verður fiskurinn aðeins stífari. Meðlæti: 1 stk. meðalstór rauðrófa ½ agúrka 1/5 kínahreðka ½ rúgbrauð Aðferð: Rauðrófuna bökum við heila í 1 til 2 klst. Þar til meyr og vinnum síðan í matvinnsluvél með rauðrófudjús. Kryddað til með salti. Agúrkuna skerum við í skífur og marinerum í skvettu af hvít- vínsediki, kúmeni og smá sykri. Hreðka skorin í þunnar skífur og velt upp úr safanum sem kemur af agúrkunni. Rúgbrauð er rifið niður í rif- járni og steikt upp úr smjöri þar til stökkt. Þegar rétturinn er borinn fram er einstaklega gott að rífa ferska piparrót yfir. Grafinn urriði Húsnæðið hýsti forðum vélsmiðju er þjónustaði báta og skip sem lögðust við bryggju í Hafnarfjarð- arhöfn. Þessari sögu er haldið á lofti með myndskreytingum í gluggum eins og hér má sjá. Úrvalsbjórar frá Borg brugghúsi eru á krana en auk þess má fá kokteil beint af krana, merkilegt nokk. Sígildir kokteilar í bland við frumsanda eru blandaðir fyrir gesti á barnum af kúnst. Gin- skellur 45 cl tanqueray-gin 30 cl sykursíróp 30 cl sítrónusafi 1/4 af stjörnuanís Árstíðabundin jurt (nú hent- ar t.d. garðablóðberg en í sumar mætti prófa basilíku). Örlítið af jurt sett í kok- teilhristara og mulið ásamt stjörnuanís. Hinum hráefnunum bætt við og allt hrist vel ásamt klaka. Því næst hellt í gegnum fínt sigti yfir í kokteilglas. Skreyting: Lauf af jurt- inni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.