Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Qupperneq 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 B rad mætir að sjálfsögðu í íslenskri lopapeysu í viðtalið. Hann er lík- lega eini íbúi Texas fylkis sem ræktar íslenskar kindur. Íslands- ævintýrið hófst fyrir nokkrum ár- um þegar brennandi Íslandsáhugi kviknaði hjá honum. Hann tók sig til og las allt sem hann komst í um Ísland. Fólkið jafn ótrúlegt og ég hélt „Ég fór að rannsaka allt um íslensku þjóðina og það gerðist eitthvað. Ég hef oft komið til annarra landa Evrópu vegna vinnu minnar sem jarðfræðingur. Hef komið til Tyrklands, Ungverjalands, Frakklands og Rúmeníu og þótti ekki mikið til koma. Ég bara féll fyrir íslensku þjóðinni og því meira sem ég rann- sakaði hana, því heillaðri varð ég. Menningin og þrautseigjan heillaði mig og loks skipu- lagði ég ferð með konu minni,“ segir Brad sem kom hingað í fyrsta sinn í apríl í fyrra. „Þetta var í eina skiptið sem ferð hefur farið langt fram úr mínum væntingum. Það sem ég fann var að fólkið var í raun alveg jafn ótrúlegt og ég hélt. Stórkostlega vinalegt, mjög hjálpsamt, ósvikið og opið. Ég elska það,“ segir hann en þau voru hér í níu daga. Keypti átta íslenskar kindur Þegar heim var komið úr Íslandsferðinni ákváðu þau hjón að flytja úr borginni og í sveit og festu kaup á búgarði. Brad hóf rann- sóknarvinnu um íslensku sauðkindina en um hana vissi hann ekki mikið. „Við komumst að því að íslenska kindin er eins og fólkið, ynd- islegar verur. Þannig að við keyptum bú- garðinn og nokkrar íslenskar kindur frá bú- garði í Montana,“ útskýrir Brad. Fyrstu íslensku kindurnar sem fluttar voru til Norður-Ameríku fóru til Kanada á níunda áratug síðustu aldar, að sögn Brads. „Fyrsta íslenska kindin kom ekki til Banda- ríkjanna fyrr en um miðjan tíunda áratuginn þannig að þetta er frekar nýtt. Þær búa yfir mörgum gæðum. Þetta eru hreinræktaðar ís- lenskar kindur og vottaðar sem slíkar,“ segir Brad sem á nú átta kindur. Í apríl er von á fjölgun þannig að hjörðin fer stækkandi. Íslendingar svara með bros á vör Brad er nú hér í annað sinn á innan við ári en í þessa ferð kom hann með móður sína og móðursystur. Þau hafa ferðast vítt og breitt um landið og notið hverrar mínútu. „Í öðrum löndum er mikið gert út á að draga ferða- menn að hinu manngerða, tívólígörðum til dæmis. Allt það fölnar í samanburði við þetta náttúrulega sem þið hafið hér upp á að bjóða,“ segir Brad. „Ég vona að Íslendingar hafi þolinmæði fyrir ferðamennina. Þegar ég kom hér fyrst með konu minni vissum við sama og ekkert og fólkið á hótelunum svar- aði öllum okkar spurningum og talaði við okkur eins og við værum þau einu og fyrstu sem spyrðu þessara spurninga. Í lok ferðar- innar rann það upp fyrir manni að þau fá þessar sömu spurningar í sífellu, aftur og aftur. Og þau svara með bros á vör,“ segir hann. Lærðu af Youtube að rýja kindur Heima á búgarðinum, sem heitir því skemmtilega nafni Aurora Skala Ranch, búa þau hjón með átján ára syni og fjórtán ára dóttur en elsta barnið er flutt að heiman. Stúlkan er mikil hestakona og á einn hest en myndi gjarnan vilja fá sér íslenskan hest. „Ef ég gæti fundið leið til að stinga einum í ferðatöskuna,“ segir hann og hlær. Brad segir að kindunum líði vel í Texas. „Við þurftum að rýja kindurnar í haust og hvorki ég né kona mín höfðum minnstu reynslu af því. Það var heilmikil lífsreynsla,“ segir hann og brosir. „Við gúggluðum þetta á Youtube og þetta leit út fyrir að vera svo auðvelt en það var það sko ekki! Þær voru reyndar kyrrar, sem kom á óvart. Við sáum það á andliti þeirra hversu gott þeim þótti að losna við þessa þungu „kápu““, segir hann. Ég spyr um hitann í Texas. „Það er ekkert heitara þarna heldur en var þaðan sem þær komu, alla vega yfir sumartímann,“ útskýrir hann en þær voru fluttar frá búgarði í Mont- ana. „Þær þola illa þegar hitinn lækkar snögglega en núna í febrúar hefur verið frekar heitt yfir daginn en svo lækkar hitinn um nóttina. Þá verða þær móðar,“ segir Brad. Kindurnar eru hafðar í húsi yfir nótt en fá að hlaupa um frjálsar á túni á daginn. „Á kvöldin förum við með þær í hús til að vernda þær fyrir rándýrum eins og sléttuúlf- um. Á daginn hlaupa þær um og hoppa og skoppa,“ segir hann. Stefnir á að eiga 100-200 kindur Ég spyr hvaða plön hann hafi varðandi kindabúskapinn. „Hið fullkomna plan væri að selja eitthvað af lifandi lömbum en einnig til kjötneyslu. Þessar skepnur eru svo fallegar að ég myndi vilja láta alla vita hversu stór- kostlegar þær eru og hversu auðvelt það er að rækta þær. Ég trúi að það sé markaður fyrir þær hér í héraðinu. Og svo eru hér eð- alkokkar sem myndu vilja kaupa kjötið og bjóða upp á,“ segir hann. „Svo er það ullin. Helst myndi ég vilja selja hana þeim sem handprjóna; fólki sem kann að meta gæðin sem það er með í höndunum.“ Brad stefnir á að stækka stofninn. „Ég ætla að stækka hjörðina með tímanum. Það er von á tólf lömbum í apríl og ég ætla að reyna að halda sem flestum til að ná að fjölga þeim meir. Ég myndi vilja eiga 100- 200 kindur sem grunnstofn. Og selja svo lömbin umfram það. Ég held að þetta takist á næstu 2-5 árum,“ segir Brad en hann hyggst snúa sér alfarið að kindarækt. „Gas- Íslenskar kindur hafa það gott í Texas Brad Boothe, jarðfræðingur frá Texas, elskar allt íslenskt. Umfram allt þó fólkið og íslensku sauð- kindina sem hann tók svo miklu ástfóstri við að hann ræktar nú íslenskt sauðfé á búgarði sínum í Texas. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.