Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 14
A llt hefur leikið á reiðiskjálfi í þýskum stjórnmálum frá því að flóttamannavandinn blossaði upp í fyrra og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ákvað að opna landamærin. Úrslit kosninga í þremur sambandslöndum fyrir tveimur vikum bera ólgunni vitni og hefur þeim verið líkt við póli- tískan landskjálfta. Jaðarflokkar hafa verið í sókn víða í Evrópu, en þýsk stjórnmál hafa hingað til virst ónæm fyrir slíkum fyrirbærum. Nú er hins vegar kominn fram á sjónarsviðið flokkur, sem sópar til sín atkvæðum. Annar kostur fyrir Þýska- land eða Alternativ für Deutschland (AfD) fékk 24% fylgi í sambandslandinu Sachsen- Anhalt í austurhluta landins og munaði aðeins fimm prósentustigum á honum og kristilegum demókrötum. Í þriðja sæti var vinstri flokk- urinn Linke, sem alltaf hefur notið töluverðs fylgis í Austur-Þýskalandi, með 16,3%. AfD hlaut minna fylgi í hinum sam- bandslöndunum tveimur, en árangur hans þar ætti þó að koma meira á óvart vegna þess að þau eru í Vestur-Þýskalandi þar sem borg- araleg gildi eru rótgrónari og jaðarflokkar hafa vart átt möguleika. Flokkurinn fékk 12,6% í Rheinland-Pfalz og 15,1% í Baden- Württemberg. Samherjar reiðir Merkel Merkel og hennar nánustu samstarfsmenn þykja hafa tekið úrslitunum af nokkurri léttúð. Hún benti á að þeir flokkar, sem væru fylgj- andi stefnu sinni í málefnum flóttamanna, hefðu fengið allt að 80% fylgi í kosningunum. Þetta viðhorf hefur ekki síst vakið reiði ýmissa samherja hennar í flokki kristilegra demó- krata (CDU) og sérstaklega í systurflokknum í Bæjaralandi, CSU. Þar á bæ þykir Merkel hafa seilst of langt inn á miðjuna og við það hafi myndast tómarúm á hægri vængnum. Horst Seehofer, formaður CSU og forsætis- ráðherra Bæjaralands, hefur ekki farið dult með það og gagnrýnt Merkel harkalega. CSU hefur ráðið lögum og lofum í Bæjara- landi óslitið síðan 1957 og hefur frá því hann var stofnaður 1945 yfirleitt verið með hreinan meiri- hluta atkvæða í kosningum hvort sem er til sam- bandsþingsins í Berlín eða um völdin heima í héraði. Óttast liðsmenn flokksins að hann gæti misst þessa sérstöðu sína og vilja skipta um kúrs áður en svo fer. Hafði vikuritið Der Spiegel eftir einum liðsmanni CSU að færi svo yrði flokkurinn eins og CDU „í leðurstuttbuxum“. Samkvæmt könnun ríkissjónvarpsstöðv- arinnar ARD fyrr í þessum mánuði voru 59% Þjóðverja óánægð með stefnu Merkel í mál- efnum flóttamanna. Í febrúar náði óánægjan 81%. 54% kváðust hins vegar í mars ánægð með störf kanslarans, en sú tala fór undir 50% í febrúar og stóð hún þá nánast jafnfætis Seehofer. Nú hefur dregið sundur með þeim á ný og ef til vill má rekja það til þess að ein- hverjum hafi þótt Merkel föst fyrir þegar hún samdi við Tyrki um að fá þá til að taka aftur við ákveðnum flóttamönnum. Opnun landamæra vendipunktur Í málflutningi AfD er hamrað á því að valda- stéttin hafi brugðist og skilið almenning eftir úti í kuldanum. Merkel er kölluð einræð- isherra og höfuð valdastéttarinnar í landinu. Þegar rætt er við stuðningsmenn flokksins segja þeir iðulega að hún hafi snúið baki við þeirra gildum – nefna ákvarðanir á borð við að leyfa hjónabönd samkynhneigðra og hætta að nota kjarnorku þannig að enginn munur sé orðinn á CDU og flokkum sósíaldemókrata og græningja – og steininn hafi tekið úr þegar hún ákvað að opna landamærin fyrir flótta- mönnum. Sú ákvörðun var reyndar mjög ólík henni. Merkel hefur yfirleitt forðast að taka afger- andi afstöðu. Hún hefur stjórnað eins og tæknikrati, leyft málum að þróast og brugðist við þegar hún átti ekki annars kost, fremur en að taka frumkvæðið. Ekki er þar með sagt að hún hagi seglum eftir vindi. Hún hefur til dæmis staðið fast á því að aðhaldi yrði beitt í evruríkjum í vanda hvað sem tautaði. Í flótta- mannamálinu lét hún hins vegar tilfinningar sínar í ljós. Hún var ekki aðeins að hjálpa fólki í neyð heldur bregðast við skylduboði í nafni mannúðar. Viðbrögð hennar voru rakin til þess að henni væri í fersku minni hvernig hefði verið að búa undir stjórn kommúnista í Austur-Þýskalandi. „Ef við ætlum nú að taka upp á því að afsaka okkur fyrir að sýna vinalega ásjónu í neyð þá er þetta ekki mitt land,“ svaraði hún gagnrýn- endum. Skýr afstaða Merkel í flóttamannamálinu vakti víða aðdáun, en var einnig kveikjan að gagnrýni og reiði, ekki síst vegna þess að ekki þótti ljóst hvernig hún ætlaði að taka á móti öllum þeim flóttamönnum, sem vilja komast til Þýskalands. Ekki hjálpaði Merkel að stuðn- ingur við stefnu hennar hjá stjórnvöldum í öðr- um ríkjum Evrópusambandsins er hverfandi. Gjöf Merkel til AfD Reiðin vegna flóttamannastefnu Merkel hefur verið vatn á myllu AfD og leiðtogar flokksins áttuðu sig snemma á því. Alexander Gauland, varaformaður AfD, sagði í fyrra að stefna Merkel hefði verið „gjöf“ til flokksins. Í öllum sambandslöndunum þremur, þar sem kosið var fyrir tveimur vikum, var kos- ingaþátttaka meiri en þegar þar var síðast gengið til kosninga. Drjúgur hluti fylgis AfD kom frá kjósendum, sem voru að kjósa í fyrsta skipti eða kjósa sjaldan. Um tveir þriðju þeirra, sem sögðust hafa kosið flokkinn sögðu að þeir væru reiðir út í hefðbundnu flokkana. Í AfD má greina margvíslega strauma. Þar koma saman kristilegir hugmyndafræðingar, gamlir herforingjar, prófessorar í þjóð- hagfræði og svekktir fulltrúar millistétt- arinnar. Annar kostur fyrir Þýskaland á sér ekki langa sögu. Bernd Lucke stofnaði flokkinn í febrúar 2013. Lucke er prófessor í hagfræði og hafði flokkurinn í frammi harða gagnrýni á evruna og björgunarpakka fyrir lönd í kreppu á evrusvæðinu. Flokkurinn talaði um að Þjóð- verjar ættu að ganga úr evrusamstarfinu, vísa ætti Grikkjum úr því, eða stofna ætti einhvers konar norðurevru evruríkjanna með öflugustu hagkerfin. Í kosningunum í september munaði aðeins 0,3 prósentustigum að hann næði fimm prósenta þröskuldinum, sem þarf til að komast á þing. Í kosningum til Evrópuþingsins í maí 2014 komst flokkurinn að með 7,1% fylgi. Um haustið kom flokkurinn einnig mönnum að í kosningum í sambandslöndunum Saxlandi, Brandenburg og Thüringen. Meðal þeirra, sem komust á þingið í Brandenburg, var Frauke Petry, sem brátt var komin í harða valdabaráttu við Lucke. Frá evruefa til útlendingaótta Sama haust var stofnuð hreyfing í Dresden sem þekkt er undir skammstöfuninni Pegida. Skammstöfunin stendur fyrir Patriotische Eu- ropäer gegen die Islamisierung des Abend- landes og mætti útleggja: föðurlandssinnaðir Evrópumenn í andstöðu við íslamsvæðingu Vesturlanda. Höfuðáhersla hreyfingarinnar hefur verið á að herða reglur um innflytjendur og kröfur um aðlögun þeirra, sérstaklega múslima. Í lok árs 2014 voru flokksfélög AfD í Austur- Þýskalandi farin að bera víurnar í Pegida, en Lucke hafnaði slíkum tilraunum. Stutt var hins vegar í að Lucke missti tök á flokknum og á þingi hans í júlí í fyrra var Petry kjörin til forustu. Lucke gekk úr flokknum og sagði að ástæðan væri vaxandi ótti við útlendinga og íslam innan hans. Nokkrum dögum síðar hafði hann stofnað nýja hreyfingu um baráttu sína gegn evrunni og björgunarpökkunum. Þegar Lucke hvarf á braut fór málflutn- ingur AfD að breytast og er í raun enn í mót- un. „Í stefnuskrá sinni og ummælum fulltrúa hans býður AfD upp á litróf sem nær frá þjóð- legri íhaldssemi til öfga á hægri jaðri,“ sagði Oskar Niedermayer, stjórnmálagreinandi við Freie Universität í Berlín, við dagblaðið Die Welt. Alexander Häusler, stjórnmálafræðingur við fagháskólann í Düsseldorf og sérfræðingur um öfga- og nýnasistahreyfingar, sagði við fréttaveituna AFP að Björn Höcke, leiðtogi AfD í Thüringen, og Andre Poggenburg, leið- togi flokksins í Sachsen-Anhalt, væru meðal málsvara öfgastefnu í flokknum. Höcke olli uppnámi í desember þegar hann sagði að Þýskalandi gæti staðið ógn af „tímg- unarhegðun Afríkubúa“. Poggenburg segir í kosningaræðum að setja eigi „efri mörkin við núll“ þegar kemur að hælisleitendum. Franska Þjóðfylkingin fyrirmynd Þessir menn hafa stofnað eigin arm innan flokksins, sem þeir kalla Der Flügel (vænginn) og markmiðið er að AfD verði þýska útgáfan af Þjóðfylkingunni í Frakklandi, sem hefur átt vaxandi fylgi að fagna undir forustu Marine Le Pen. Sagði Häusler að þeir væru „greinilega stuðningsmenn nýrrar róttækrar og þjóðern- issinnaðrar hægri stefnu“ og leituðust við að nota kjördæmi sín sem tilraunastofu fyrir hug- myndir sínar. Petry er hófsamari en Höcke og Poggen- burg og í Der Spiegel segir að nú myndi hún gjarnan vilja losna við hann úr flokknum. Það mun reyndar vera gagnkvæmt. Jörg Meuthen kemur næstur Petry að völd- um í flokknum og leiddi kosningabaráttuna í Baden-Württemberg. Hann var bandamaður Luckes og hefur verið kallaður síðasti hag- fræðiprófessorinn í flokknum og um leið síð- asti málsvari þeirra hugmynda, sem bjuggu að baki stofnun hans. Hann segist eiga marga múslima að vinum og nái við þá mjög góðu sambandi. Flokkurinn AfD sé alls ekki fjandsamlegur útlendingum, heldur vilji „taka á innflytjendamálum af skyn- semi“. Hann gengur þó ekki svo langt að gagnrýna Petry og æ oftar má heyra að hreyfingin Pe- gida sé einfaldlega framlenging af AfD. Jakob Pólitískur landskjálfti Nýr flokkur, sem leggur áherslu á flóttamenn og inn- flytjendur, sópaði til sín fylgi í kosningum í þremur sambandslöndum fyrir tveimur vikum. Fylgi flokksins byggist á óánægju og beina talsmenn hans með Frauke Petry í broddi fylkingar reiði sinni að Angelu Merkel. Á torgum er hún kallaður einræðisherra sem eigi að víkja. Karl Blöndal kbl@mbl.is FRÉTTASKÝRING 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.