Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 45
nálægðarinnar er senan auðvitað orðin margfalt fjölbreyttari og stærri í sniðum í dag. Annað sem heillaði þá báða er dugnaðurinn sem þeir segja ein- kenna bransann. Það sé meira en að segja það að stofna og starfrækja hljómsveit í svona litlu samfélagi, þar sem mörg ljón geta verið á veg- inum. „Við erum rík þjóð að eiga alla þessa frábæru og harðduglegu tón- listarmenn. Það er alls ekki sjálf- gefið,“ segir Örn Marinó og Þorkell bætir við að hljómsveitarútgerð á Ís- landi sé langhlaup en ekki sprett- hlaup. Ekki sé sjálfgefið að menn hafi úthaldið enda þótt þeir hafi hæfileikana. „Það er ekki öllum gefið að koma sér á framfæri.“ Dauðvona á bassanum Þeir segja ótrúlegan árangur hafa náðst gegnum tíðina; það sjáist best á því hversu margir íslenskir tónlist- armenn njóti velgengni á erlendri grund. „Ég bjó um tíma í Berlín og það var stöðugt rennirí af fólki þar, allt frá trúbadorum yfir í fjölmenn bönd,“ segir Þorkell. „Þetta hefur færst mikið í vöxt á síðustu árum enda orðið miklu auðveldara að koma sér á framfæri eftir að int- ernetið kom til sögunnar.“ Hann rifjar upp sögu af Mezzo- forte frá Berlínarárunum. „Ég leit inn á æfingu hjá þeim og sá mér til undrunar að þeir voru komnir með nýjan bassaleikara. Sá gamli, Jói Ásmunds, sat bara úti í sal. Við nán- ari eftirgrennslan kom í ljós að þessi nýi bassaleikari var í raun harður aðdáandi bandsins sem kunni öll lögin. Hann var dauðvona og átti sér þann hinsta draum að fá að spila með Mezzoforte. Auðvitað brugðust þeir góðu drengir ljúflega við því og buðu manninum á æfingu til sín.“ Þorkell og Örn Marinó segja við- brögð við þáttunum að langmestu leyti hafa verið jákvæð. Áhorf hafi verið gott og Ríkissjónvarpið sé sátt. Eðli málsins samkvæmt hafa áhorf- endur þó misjafnan smekk fyrir áherslunum. „Hvers vegna var svona mikið um þennan en lítið um hinn?“ Við þessu sé lítið að gera. „Oftar en ekki hefur þó komið meira um þann sem kvartað var út af í næsta þætti á eftir. Þættirnir skar- ast nefnilega gjarnan,“ segir Þorkell. Fékk morðhótun Hann upplýsir að hann hafi fengið morðhótun fyrir skemmstu. „Ef þú fjallar ekki um X þá drep ég þig!“ sagði viðkomandi. Væntanlega þó í hálfkæringi. Eða hvað? Þorkell og Örn Marinó skilja við- kvæmni fólks mætavel en þegar upp er staðið er það þeirra hlutverk að taka ritstjórnarlegar ákvarðanir og standa með þeim. Margt segir sig sjálft, svo sem að gera listamönnum sem notið hafa lýðhylli í áratugi vegleg skil. Má þar nefna Ragnar Bjarnason, Björgvin Halldórsson, Bubba Morthens og Björk Guð- mundsdóttur. Annað þarf að vega og meta. Svo hafa sumir einfaldlega meira að segja en aðrir og eiga fyrir vikið meiri möguleika á fleiri mín- útum í þáttunum. Auk þess að fræða, upplýsa og skrásetja, þarf auðvitað að skemmta áhorfendum líka. „Frásagnir fólks passa mis- jafnlega vel í miðilinn,“ segir Þor- kell. Þættirnir eru ríkulega mynd- skreyttir. Mest af því efni er úr safni RÚV en líka úr einksasöfnum. Sann- kölluð menningarverðmæti. „Margt er til en á móti kemur að margt hef- ur glatast,“ segir Örn Marinó og við- urkennir að þeir hafi grátið margt sem einu sinni var til en er það ekki lengur. Fræbbblunum fargað Í því sambandi nefna þeir þátt sem RÚV gerði um frumherja pönksins á Íslandi, Fræbbblana, árið 1979. Tekið var yfir hann, eins og margt annað, í sparnaðarskyni. „Pönkið var ekki skilgreint sem menning á þessum tíma og þess vegna var þessum þætti fórnað. Ómetanlegt væri að eiga hann í dag,“ segir Örn Marinó. Fræbbbla-þátturinn kom þó lítil- lega við sögu í Popp- og rokksögu Ís- lands en einhver aðdáandi bandsins hafði á sínum tíma verið svo fram- sýnn að taka hann upp á svart-hvíta filmu úr sjónvarpinu. Allt er hey í harðindum. „Ég vil nota þetta tækifæri og skora á alla að halda upp á myndefni sem tengist íslenskri tónlist, hversu ómerkilegt sem þeim kann að þykja það,“ segir Örn Marinó. Fjórir þætti af tólf eru eftir og fé- lagarnir eru nú að leggja lokahönd á verkefnið. Í framhaldinu munu þeir gera heimildarmynd upp úr þátt- unum, Rock Islandica, sem ætluð verður útlendingum og meðal annars stefnt inn á kvikmyndahátíðir. Þá stendur til að gera tvo þætti sem teknir verða til sýninga á Norður- löndunum. Þess má geta að heimildarmynd eftir þá félaga um allt annað efni, Trend Beacons eða Tískuvitar, er á dagskrá RÚV á miðvikudaginn kem- ur. Þar velta þeir vöngum yfir fram- tíð tísku og hönnunar og hver sé uppspretta nýrra strauma. Þá vinna Þorkell og Örn Marinó að heimildarmynd um Guðmund Felix Grétarsson sem bíður þess að fá græddar á sig hendur í Frakk- landi. Þeir hafa fylgt honum eftir í nokkur ár og eru vongóðir um að tíð- inda sé að vænta á næstunni. Guð- bergur Davíðsson hjá Ljósopi fram- leiðir þá mynd. Mikil breidd í þessum verkefnum þeirra félaga enda er Markell Pro- ductions ekkert óviðkomandi. Frumherjar í íslenskri dægurtónlist. Þuríður Sigurðardóttir, Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason. Sykurmolarnir í Limelight í New York, 17. nóvember 1992. Síðustu tónleikar Molanna erlendis. Morgunblaðið/Einar Falur Tveir lykilmenn í poppsögu Íslands: Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson. 27.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.