Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Qupperneq 38
LESBÓK Samhliða sýningum sem nú eru í Listasafni Íslands, býðst gestum aðskoða hina þekktu mynd Pablo Picasso af síðustu eiginkonu sinni, Jac- queline, sem hún gaf Vigdísi Finnbogadóttur sem gaf hana þjóðinni. Picassoverkið við Tjörnina 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 Við fjögurra ára sonur minn vorum einirá Ísafirði og ég eldaði fyrir hann allskyns skrítna plokkfiska og bað hann að gefa mér komment, sem hann gerði með glöðu geði og fannst mjög gaman að fá úrslitavald um hvað væri gott og hvað ekki,“ segir rithöf- undurinn Eiríkur Örn Norðdahl þegar hann er beðinn að rifja upp tilurð nýjustu bókar sinnar sem nefnist Plokkfiskbókin. Að sögn Eiríks hefur hann unnið bókina í nokkrum rispum, en ofangreinda rispu, sem var sú fyrsta tók hann í janúar 2013. Í byrjun þessa árs segist Eiríkur síðan skyndilega hafa áttað sig á því hversu lít- ið hann ætti eftir til að klára bókina, sem kom út fyrr í þessum mánuði. En hvað kemur til að rithöfundur, sem fram til þessa hefur verið þekktastur fyrir skáldsög- ur sínar og ljóð, skrifar matreiðslubók. Og hyggst hann skrifa fleiri slíkar? „Ég hef lengi eldað mikið og haft gaman af matreiðslubókum og matreiðslubloggum. Ég á mér eftirlætis matreiðslubækur – t.d. 81 ein- faldar uppskriftir fyrir byrjendur eftir franska skáldið Georges Perec og The Alice B. Toklas Cook Book eftir ástkonu Gertrude Stein – en finnst eiginlega skömm hversu margar mat- reiðslubækur eru ómerkilegar bækur og metn- aðarlausar. Það er ekki nóg að maturinn í mat- reiðslubók sé góður heldur verður hún líka að vera – finnst mér – einhvers konar óður til sjálfrar matseldarinnar. Kannski sérstaklega í dag þegar fæstir nota matreiðslubækur lengur sem uppsláttarrit. Ef ég vil bara vita hvernig maður hrærir béarnaise þá gúgla ég því og á samt áreiðanlega tíu matreiðslubækur þar sem það er kennt. Það er einfaldlega fljótlegra. Matreiðslubókin er eitthvað annað – hún er inspírasjón og bókmenntaverk og fróðleiksrit og ef maður nýtur þess ekki að lesa hana, eða í það minnsta fletta henni, ef hún gefur manni ekki eitthvað sem bókmenntaverk þá er hún ekki nógu góð.“ Vildi finna munalostann í gripnum Það verður samt seint sagt að Plokkfiskbókin sé hreinræktuð matreiðslubók, enda er hún stútfull af ýmsum persónulegum og heim- spekilegum hugleiðingum. Hvernig skilgreinir þú sjálfur bókina? „Ég skilgreini hana að einhverju leyti sem rannsókn á því hvað matreiðslubók geti verið. Hún á sér engar beinar fyrirmyndir en líklega hefði mér ekki dottið í hug að skrifa hana nema fyrir bækur eins og bók Perecs sem ég nefndi áðan eða Dreifbýlismatreiðslu Mið- Frakklands: Farce Double eftir Harry Mat- hews – sem er bara ein mjög, mjög löng og ítarleg uppskrift – eða Matreiðslumanifestó fútúrista eftir FT Marinetti. Leitaðir þú víða fanga eftir uppskriftum? „Ég byrjaði einfaldlega á að spyrja alla sem ég þekkti hvernig þeir elduðu plokkfisk og varð frekar hissa á því hve ólíkar útgáfur fólks voru. En svo fór ég að hnita einhverja hringi í kringum möguleikana. Ég las fyrir löngu grein einhvers staðar þar sem rætt var hversu mikið við sækjum ídentítet okkar í það hvernig við eldum og borðum – eftir að við urðum alætur á tónlist, bíómyndir og bókmenntir þá eigum við bara þetta, hvort við borðum glúten eða erum veganar eða langeldum svínabóga, því það hlusta allir á Rolling Stones og horfa á Spiel- berg. Mig langaði að bókin tækist eitthvað á við þetta – að plokkfiskurinn fengi að end- urspegla þennan margbreytilega kúltúr, tikt- úrur okkar og það hvernig sjálfsmynd okkar, stéttarvitund og þjóðerni er skrifuð í það hvað við gerum í eldhúsinu,“ segir Eiríkur og svarar því í framhaldinu neitandi þegar hann er spurður hvort hann hafi sjálfur prófað að elda allar uppskriftir bókarinnar. „Ég hef ekki eld- að sögulegu plokkfiskana en alla aðra.“ En áttu þér uppáhalds-uppskrift í bókinni? „Margar uppskriftirnar eru mjög góðar – og margar koma á óvart. Plokklafelið er til dæmis miklu betra en maður gæti ímyndað sér að óreyndu máli. Í bókinni eru síðan þrjár gesta- uppskriftir, þar af einn varíant frá Nönnu Rögnvaldar að saltfiskplokkfisk með spínati og eggjum. Hann er algert lostæti. Ég hugsa að ef ég ætti að velja eina yrði hún fyrir valinu. Nanna er líka uppskriftahöfundur á heims- mælikvarða. Og ofsalega skemmtilegur mat- arbloggari.“ Skemmtilegt umbrot og hönnun bókarinnar vekur eftirtekt. Hver á heiðurinn af því og hver var pælingin að baki útlitinu? „Ég fékk Hauk Má Helgason til þess að vinna þetta fyrir mig. Við höfum mikið unnið saman í gegnum tíðina – meðal annars fyrir Nýhil – og skoðuðum alls konar gamlar mat- reiðslubækur þegar við vorum að leita að rétta útlitinu, en líka líkamsræktarbækur, t.d. Char- les Atlas og Müllersæfingabækur. Ég lagði mjög mikla áherslu á að bókin yrði að vera fal- leg og einhvern veginn fýsísk – einmitt því ég vildi ekki hafa í henni neinar ljósmyndir. Mér finnst ljósmyndirnar dálítið hafa tekið yfir matreiðslubókagreinina og byrjaði því einfald- lega á því að ákveða að sleppa þeim, en vann mig svo aftur til baka að því að vilja engu að síður finna munalostann í gripnum – að hún kveikti með manni einhverja svipaða unun og maður hefur af því að borða, eitthvað sem níst- ir beint inn í kjarna manns án þess að koma við í intellektinu, einsog texti þarf alltaf að gera.“ Er það með ráðum gert að upptalningin í Vegan-uppskriftinni á bls. 55-56 er ekki í tölu- legri röð heldur allir liðir merktir nr. 1? „Veganplokkið er gert fyrir nýmarxista og þeir myndu aldrei undirskipa eina gjörð ann- arri – til þess að það ríki jafnvægi og jafnræði í uppskriftinni þarf helst að gera hana alla sam- stundis. Ætli væri ekki þægilegast að gera þá uppskrift í sæmilega stórri kommúnu.“ Með óþol fyrir játningasamfélaginu Þegar þú ávarpar lesandann er hann klárlega karlkyns. Er bókin ekki ætluð konum? „Ég er ekki alltaf viss hvern ég er að ávarpa þegar ég skrifa, en það er eiginlega aldrei sam- félagið allt eða samfélagið sem slíkt, heldur einhver tiltekinn sem síðan verður fulltrúi fyr- ir samfélagið þegar bókin er prentuð. Það að skrifa er of einmanalegt starf til að maður ímyndi sér ekki að maður sé í selskap einhvers sem maður kann vel við. Síðan man ég ekki alltaf eftirá hvern ég var að tala við í huganum – hugsanlega bara sjálfan mig – og þá laga ég stundum textann og ávarpa fólk í fleirtölu. En það rænir hann líka einhverju öðru, einhverri nánd sem glatast þegar textinn verður al- mennur. En bókin er svo sannarlega ekki bara ætluð körlum – hún er meira að segja tileinkuð tveimur konum (og einum karli); sú yngri þeirra, rétt tæplega þriggja ára, eldar með mér svo til daglega. Ég ætlast beinlínis til þess að hún taki við plokkfiskkyndlinum síðar meir.“ Er það meðvitað að þú sendir frá þér stóra og litla bók til skiptis? Eftir skáldsöguna Illsku kom ljóðabókin Hnefi eða vitstola orð og eftir Heimsku kemur Plokkfiskbókin. „Ég átta mig ekki alltaf á því hversu stórar bækur verða á endanum – oft ekki fyrren frek- ar seint a.m.k. Plokkfiskbókin hefði getað orð- ið alveg fjórum sinnum stærri að umfangi ef ég hefði haft allt með sem ég skrifaði – ef ég hefði ekki fengið pínulítið óþol fyrir játninga- samfélaginu við það að skrifa Heimsku hefði ég sjálfsagt blottað sjálfan mig miklu meira þarna. Lengst af skiptust á hjá mér skáldsög- ur og ljóðabækur, það var eitthvað hentugt við það. Ertu farinn að leggja drög að næstu bók og hvers eðlis verður hún? „Ég er með nokkrar bækur í smíðum – þar af eina ljóðabók sem er langt komin og nefnist Ljóð um samfélagsleg málefni. Ljóð úr henni hafa birst hér og þar síðustu árin og ég hef les- ið úr henni nokkuð víða. Í byrjun árs fannst mér einsog ég væri að klára aðra stutta skáld- sögu en svo varð hún skyndilega miklu lengri og er hugsanlega að breytast í eins konar landabréfabók – en þá verða nokkur ár í að hún gangi upp. Það er bölvað moj að skrifa undarlegar bækur, manni dugir ekki að skrifa inn í formið heldur þarf líka að finna upp að- ferðirnar við að skrifa þær og þá misstígur maður sig miklu meira á leiðinni. Sem er til skiptis frústrerandi og gaman.“ „Það er bölvað moj að skrifa undarlegar bækur, manni dugir ekki að skrifa inn í formið heldur þarf líka að finna upp að- ferðirnar við að skrifa þær.“ Ljósmynd/Baldur Pan „Beint inn í kjarna manns“ Plokkfiskbókin eftir Eirík Örn Norðdahl geymir uppskriftir í bland við ýmsar heimspekilegar hugleiðingar. Að mati höfundar þarf matreiðslubók ekki aðeins að innihalda góðar uppskriftir heldur vera einhvers konar óður til sjálfrar matseldarinnar. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is ’Matreiðslubókin er inspíra-sjón og bókmenntaverk ogfróðleiksrit og ef maður nýturþess ekki að lesa hana, eða í það minnsta fletta henni, ef hún gefur manni ekki eitthvað sem bókmenntaverk þá er hún ekki nógu góð.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.