Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 12
fljúga á milli staða til að létta aðeins á. Rút- unni fylgdi atvinnubílstjóri sem var þaul- reyndur í akstri um Bandaríkin en næsta ferðalag hans á rútunni er með Carlos Sant- ana og hans áhöfn sem hefst um mán- aðamótin. Allir á sömu blaðsíðu En af hverju eruð þið staðsettir í Texas? „Ætli blúsinn og tónlistarsagan hérna eigi ekki stóran þátt í því,“ segir Jökull. Ekki bara kántrí? „Nei, það er dálítið sérstakur markaður hérna úti og miklu stærri en maður heldur. Við höldum okkar bara við okkar tónlist. Umboðsskrifstofan okkar er einnig hér og þeir hafa hugsað vel um okkur hérna fyrsta árið.“ Af orðum Jökuls að dæma eru þeir þó opn- ir fyrir nýjum stöðum og nefnir hann bæði Nashville og Kaliforníu í því samhengi. „Hver veit hvað við verðum lengi hér, við er- um alveg lausir og liðugir. Vonandi verður næsta ár aðeins auðveldara, færri ferðalög og minna hark.“ Mosfellingarnir hafa haldið hópinn lengi og verið vinir frá unga aldri þó svo að Rubin hafi bæst við seinna. En hvernig ætli gangi að búa saman, vinna saman og gera nánast allt sam- an? „Það gengur furðuvel. Það er búið að vera lítið um frí og maður væri auðvitað alveg til í að fá meiri tíma fyrir sjálfan sig. Persónu- lega nærist maður alveg helling á því að komast heim til Íslands reglulega og hitta fjölskyldu og vini. Það verður vonandi meira um það í framtíðinni. Því betur sem gengur, því meira frelsi og völd höfum við. Við erum allir fókuseraðir á að halda áfram á fullu og vinna okkur það inn.“ Strákarnir virðast allir vera sammála um hvert skuli stefna í músíkinni og eru með plötufyrirtækið sitt á sömu blaðsíðu. Það er ekki sjálfgefið í hörðum heimi tónlistarinnar. Jökull segir að ekki komi til greina að breyta sér til að þóknast einhverjum fyr- irtækjum og á þar við ímynd og fatastíl og þess háttar. „Við erum bara við.“ Hvað er að meika það? Nú hafa lög eftir Kaleo verið notuð í fjölda sjónvarpsþátta ytra. Má þar nefna vinsæla þætti á borð við Vinyl, Blindspot og Suits ásamt tölvuleiknum FIFA. En hvað er það sem kemur ykkur helst á kortið? „Það er í rauninni svo margt sem spilar inn í. Útvarpið hefur samt held ég alltaf mest að segja. Svo auðvitað tónleikarnir og sú upplifun sem fylgir því. Þetta hjálpar allt við að koma tónlist okkar á framfæri. Við erum búnir að sjá alveg ótrúlegan árangur síðustu mánuði. Maður finnur mikinn meðbyr. Fólk er farið að syngja með á tónleikum, jafnvel með lögum sem við höfum ekki ennþá gefið út hérna í Bandaríkjunum.“ Sölutölur og streymi hefur tekið mikinn kipp að undanförnu og selur hljómsveitin yfir 10.000 eintök á viku af laginu Way Down We Go einu og sér auk þess sem hin lögin seljast vel. Því liggur beinast við að spyrja Jökul hvort þeir séu ekki farnir að meika það. „Þá spyr ég á móti: Hvað er að meika það? Við erum ekki farnir að spila á heilu leik- vöngunum ennþá. Við gætum hins vegar ekki verið sáttari við framgönguna eins og hún er. Þetta er allt upp á við og gerist hratt þessar vikurnar. Við höfum það mjög gott og erum mjög fókuseraðir á framhaldið.“ Og hvernig verður framhaldið næstu árin? „Maður hefur auðvitað sín persónulegu markmið sem verða kannski ekki gefin upp að sinni en við horfum mjög björtum augum á framtíðina. Ef þetta er byrjunin þá held ég að við séum bara í mjög góðum málum. Ég myndi segja að fyrsta árið væri erfiðasti hjallinn að fara yfir. Nú er því lokið og við farnir að sjá árangur erfiðisins.“ Tekur á að vera á túr Það fylgir því mikið álag að þenja radd- böndin á hverjum degi. Þetta eru engar vögguvísur sem þið eruð að syngja. „Jú, ég þarf að hugsa vel um mig. Söngkennarinn minn sagði einu sinni við mig að hverjir tón- leikar væru eins og að klára keppni á Ólymp- íuleikum.“ Það er greinilega mikilvægt að vera í góðri æfingu fyrir átökin á sviðinu enda alls kyns öskur og læti. Jökull gaf sér til að mynda góðan tíma til að kíkja í ræktina áður en við- talið var tekið, þrátt fyrir gestagang og knappan tíma. „Það eru allir voða skilningsríkir varðandi það að leyfa mér að hreyfa mig og borða rétt.“ En þið leggið mismikla áherslu á þetta? „Það eru þín orð,“ segir Jökull og hlær og segir áherslurnar misjafnar. „Þegar hljóð- færið er líkaminn er mikilvægt að hugsa vel um sig.“ Oft er talað um „sex, drugs and rock’n roll“, er þetta þannig í lífi rokkaranna? „Þú yrðir eiginlega bara að koma með okk- ur á túr til að meta það. Ég er allavega ekki eins „extreme“ og margir halda. Það ganga eflaust ýmsar sögur af rokklíferninu þar sem eiturlyf og fleira kemur við sögu en ég er ekki þar. En þetta fylgir. Menn skemmta sér þegar tækifæri til þess gefst en það er ekki hægt að spila sex kvöld í viku og vera ekki í standi til þess. Það er alveg prinsipp að menn mæti 100% til leiks í hvert gigg.“ Dýrmætt að eiga gott bakland Hvað gerið þið í frítímanum ykkar? „Því miður er ekki mikill frítími. Það væri óskandi að maður næði að kynnast betur borgunum sem við heimsækjum. Oft eru þetta bara hótelherbergi og tónleikastaðir. En auðvitað sér maður helling af heiminum sem eru auðvitað ákveðin forréttindi.“ Þið eruð búnir að vera á ferðinni núna í heilt ár um Bandaríkin. Fjórir sveittir strák- ar, saman öllum stundum. Færðu aldrei heimþrá? „Ég neita því ekki að það kemur fyrir að maður fær drullumikla heimþrá. Þegar mað- ur er að vinna svona mikið verður maður ör- lítið einangraður. Dagarnir eru auðvitað upp og niður eins og hjá flestum. Sumir dagar eru alveg geggjaðir, t.d. hérna í Texas eða í Mexíkó. Ég ætla samt ekkert að vera að kvarta. Maður gerir sér kannski ekki grein fyrir því fyrr en maður fer út hvað maður hefur Davíð og Rúbin eru smekkmenn í fatastíl. Slakað á í bakgarðinum eftir ferðalag um Bandaríkin. Nokkrum dögum síðar var haldið til Ástralíu. Heimili hljómsveitarinnar í Austin í Texas. Glæsilegt hús í úthverfi höfuðborgarinnar. ’Annars held ég að við séumallir einhleypir nema Danni,hann er búinn að vera meðstelpu hér úti í næstum því ár. Ég sjálfur er einhleypur. Daníel Ægir og tíkin hans Bella frá Mexíkó. VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.