Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Side 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Side 26
hleypt þeim að áður en EM verður flautað á. Sá á kvölina sem á völina, segir máltækið og fróðlegt verður að sjá hvaða leikmönnum Hodgson teflir fram í fremstu víglínu í fyrsta leiknum á EM, gegn Rússum í Marseille 11. júní. Líklega verður aðeins rými fyrir tvo af þeim sem hér hafa verið nefndir. Einn á toppn- um og annan í „holunni“ fyrir aftan hann. Í ljósi sögunnar og reynslunnar hlýtur Roo- ney að vera líklegastur til að lenda í „holunni“. Í fyrsta skipti í fjölmörg ár má þó með rökum velta því fyrir sér hvort hann eigi að vera í byrjunarliði Englands. Leikur hans hefur ver- ið skrykkjóttur í vetur og Rooney þarf að koma vel undan meiðslum til að réttlæta valið. Það vinnur að vísu með Rooney að hinir eru allir meiri „níur“ í eðli sínu. Einna helst að Vardy gæti virkað í „holunni“. Þá þarf Rooney einnig að bíta af sér samkeppni frá fram- sæknum miðvellingum, svo sem Ross Barkley, leikmanni Everton, og jafnvel nýstirninu Dele Alli, sem ítrekað hefur hlaðið byssuna fyrir Harry Kane hjá Tottenham í vetur. Eins og hann er að spila verður erfitt fyrir Hodgson að velja Kane ekki í byrjunarlið sitt á EM. Samt er ekkert öruggt í þeim efnum og fyrir liggur að gamli maðurinn hefur tröllatrú á Danny Welbeck. Þeir Rooney þekkjast líka mun betur en Rooney og Kane og gerðu sam- tals þrettán mörk í undankeppninni. Það gæti vegið þungt. Sturridge og Vardy eru ekki eins líklegir til að blanda sér í lokabaráttuna um sæti í byrj- unarliðinu enda þótt þeir myndu báðir sóma sér vel á lokamóti EM. Síðan getur Welbeck alltaf leikið á vængn- um, hægri sem vinstri, þó að dæmin sanni að hann skori minna úr þeim stöðum en úr framherjastöðunni. Þetta gæti þó hæglega orðið lendingin, ekki síst í ljósi þess að út- herjarnir sem Hodgson hefur notað mest undanfarið, fyrrnefndur Walcott, Alex Ox- lade-Chamberlain, félagi hans hjá Arsenal, og Raheem Sterling, hjá Manchester City, hafa alls ekki verið á útopnu á leiktíðinni. En hver sem lendingin verður, þá hlýtur enska landsliðið að teljast afar líklegt til þess að skora mörk á EM í sumar. það vitna 24 mörk í 33 leikjum fyrir tveimur ár- um. Síðan hefur Sturridge verið inn og út úr Liverpool-liðinu vegna meiðsla og aðeins gert tólf mörk yfir tvö tímabil. Núna er hann hins vegar heill heilsu og þá kallar Hodgson að sjálfsögðu á hann. Sturridge hefur gert fimm mörk í sextán landsleikjum til þessa en hvort hann verður í leikhæfu ástandi í júní verður að koma í ljós. Welbeck missti úr tíu mánuði vegna meiðsla en sneri aftur í febrúar og var ekki fyrr kominn út á flötina en hann byrjaði að skora. Og hefur haldið uppteknum hætti síðan. Annars hefur markaskorun ekki endilega verið hans sterk- asta hlið gegnum tíðina. Mest hefur Welbeck gert tólf mörk á leiktíð, með Manchester Unit- ed 2011-12. Á hinn bóginn má segja að Hodg- son hafi tekist að láta Welbeck gera það sem hvorki Sir Alex Ferguson né Arsène Wenger hefur tekist; að láta Danny Welbeck skora reglulega. Alls hefur kappinn gert fjórtán mörk í 33 landsleikjum og þar af komu sex í undankeppni EM, í aðeins fimm leikjum. Wel- beck missti af hinum leikjunum fimm vegna meiðsla. Fimmti maðurinn í landsliðshópnum nú sem getur leikið sem fremsti maður er Theo Wal- cott, leikmaður Arsenal. Hann hefur á hinn bóginn verið langt frá sínu besta í vetur, sérstaklega undanfarið, og með alla þá er þegar hafa verið nefndir í fínu formi verður að teljast líklegra að Walcott fái að spreyta sig á hægri vængnum í komandi æfingaleikjum. Stærsta nafnið vantar Eitt nafn vantar í hópinn að þessu sinni. Og það risastórt. Wayne Rooney, miðherja Manchester United, sem orð- inn er markahæsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins, með 51 mark í 109 leikjum. Hann er meidd- ur. Að því gefnu að hann gangi heill til skógar á Rooney vitaskuld sæti sitt víst í EM- hópnum í sumar. Tvo aðra fram- herja hefur Hodg- son valið í hóp sinn á síðustu tólf mán- uðum, Danny Ings hjá Liverpool, og Charlie Austin, sem nú leikur með Southampton. Ings sleit krossband í hné í október síðastliðnum og verður tæplega orðinn leikfær í júní. Austin hefur lítið komið við sögu hjá Southampton og aðeins skorað eitt mark. Eigi einhver, sem ekki er í hópnum nú, að koma yfir Kjalveg inn í landsliðið fyrir EM væri það helst gamla kempan Jerma- in Defoe, sem gert hefur fjór- tán mörk fyrir fallbar- áttulið Sunderland í vetur. Enn lifir í þeim glæðum en Defoe er á 34. aldursári. Nú eða þá hinn barnungi Mar- cus Rashford, sem hefur verið iðinn við kolann hjá Manchester United undanfarið. Að- eins veruleg skakkaföll vegna meiðsla annarra miðherja gætu þó Margt bendir til þess að heimamaðurverði markakóngur ensku úrvals-deildarinnar í vetur, í fyrsta skipti frá leiktíðinni 1999-2000, að Kevin Phillips hreppti hnossið. Lengi vel var Jamie Vardy, miðherji undraliðs Leicester City, líklegastur til þess arna en Harry Kane, miðherji Totten- ham Hotspur, rauk um liðna helgin fram úr honum; skorar mörk í öllum regnbogans litum um þessar mundir. Kane gerði raunar atlögu að gullskónum í fyrra en varð að láta í minni pokann fyrir Ser- gio „Kun“ Agüero, Argentínumanninum knáa hjá Manchester City. Kane skoraði 21 deild- armark í fyrra og hefur þegar jafnað þann ár- angur, þegar Tottenham á sjö leiki eftir. Sam- tals gerði hann 31 mark í öllum keppnum í fyrra en er kominn með 24 núna. Tottenham er úr leik í öðrum mótum en úrvalsdeildinni, þannig að Kane þarf að skora mark í leik fram á vor til að jafna þann árangur. Og í þessu formi skyldi enginn afskrifa hann. Stífla hrjáði Kane framan af vetri og hann hrökk eiginlega ekki í gang fyrr en með þrennu gegn Bournemouth í lok október. Síðan hafa engin bönd haldið honum og um síðustu helgi setti Kane tvö mörk til viðbótar á strákana hans Eddies Howes. Hann stendur nú ræki- lega undir viðurnefni sínu, „Hurri-Kane“ og líkist Alan gamla Shearer alltaf meira og meira. Vardy byrjaði mótið á hinn bóginn með mikl- um látum og setti met þegar hann skoraði í ell- efu úrvalsdeildarleikjum í röð. Metið í efstu deild frá upphafi stendur á hinn bóginn en það setti Jimmy Dunne, leikmaður Sheffield Unit- ed, veturinn 1931-32. Heldur hefur hægst á markaskorun Vardys eftir áramót, hann er með nítján mörk núna, en svo lengi sem Leic- ester City heldur efsta sætinu er kappanum líkast til slétt sama. Vardy lék í fyrsta skipti í efstu deild í fyrra og gerði þá fimm mörk. Frami hans er með nokkrum ólíkindum en Vardy varð 29 ára í upphafi þessa árs. Eins undarlega og það hljómar getur hvor- ugur þessara manna gengið að sæti í byrj- unarliði enska landsliðsins vísu. Fleiri eru nefnilega um hituna. Kane og Vardy eru að vísu báðir í landsliðshópi Roys Hodgsons, sem mæta mun Þjóðverjum í æfingaleik í dag, laug- ardag, og Hollendingum á þriðjudaginn, og munu án efa koma við sögu í leikjunum. Kane hefur byrjað landsliðsferil sinn vel, gert þrjú mörk í átta leikjum en Vardy á enn eftir að komast á blað í fjórum leikjum. Að stíga upp úr meiðslum Hinir tveir miðherjarnir sem Hodgson valdi fyrir leikina tvo núna um páskana, Daniel Stur- ridge miðherji Liverpool og Danny Welbeck, sóknarmaður Arsenal, státa ekki af nálægt því eins mörgum mörkum í vetur. Hafa ber þó í huga að þeir hafa verið mikið frá vegna meiðsla. Meiðsli hafa sett sterkan svip á feril Stur- ridge. Enginn efast um að hann er frábær mið- herji sem veit upp á hár hvar markið er. Um Veit ekki fram- herja sinna tal Harry Kane. 8 leikir, 3 mörk. Roy Hodgson, landsliðseinvaldur Englands, veður skyndilega í framherjum fyrir Evrópumeistaramótið í knattspyrnu í sum- ar. Þeir leika hver öðrum betur um þessar mundir og gamli maðurinn þarf aldeilis að leggja höfuðið í bleyti fyrir mótið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Danny Welbeck. 33 leikir, 14 mörk. Wayne Rooney. 109 leikir, 51 mark. Jamie Vardy. 4 leikir, ekkert mark. Daniel Sturridge. 16 leikir, 5 mörk. AFP HEILSA Roy Hodgson er 68 ára gamall. Hann hefur komið víða við á löngumknattspyrnustjóraferli en tók við enska landsliðinu árið 2012. Lið hans fékk fullt hús stiga í undankeppni EM. Eitt liða. Fullt hús stiga 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.