Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Síða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Síða 31
27.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 2 fyrir 1 tilboð á Casa Grande á sérréttaseðli frá sunnudegi til miðvikudags Við tökum vel á móti þér og þínum Velkomin á Casa grande Borða- pantanir 512 8181 viðurnefnið Vindasama borgin eða The Windy City fæla sig frá. Ástæð- an fyrir því er ekki slæmt veðurfar, heldur sú árátta íbúa borgarinnar að raupa og gorta. Svona svipað og Skagfirðingar eru stundum sagðir gera. Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna á eftir Los Angeles og New York og stærsta borg Mið- vesturríkjanna, en íbúar eru um 2,7 milljónir. Eins og nærri má geta er margt um að vera í svo stórri borg. Menningarlíf er fjölbreytt, veitinga- Vindasama borgin. Borg númertvö. Borgin með breiðu axl-irnar og Borgin sem virkar. Þetta eru nokkur þeirra viðurnefna sem Chicago-borg hefur fengið í gegnum tíðina. Eitt býsna skondið nafn í viðbót er Alisvínaslátrari heimsins, en þar er vísað í upphafs- línur frægs ljóðs bandaríska ljóð- skáldsins Carl Sandburg þar sem hann vegsamar borgina og þau fjöl- mörgu hlutverk sem hún hefur gegnt fyrr og síðar. Miðstöð viðskipta, um- svifa, menningar, lista og fjörugs mannlífs. Chicago-borg stendur há- reist við Michigan-vatnið og býður gesti hjartanlega velkomna. Greinarhöfundur þáði á dögunum boð Icelandair um að fara með jóm- frúrflugi félagsins til Chicago og dvelja þar í nokkra daga. Reyndar er spurning um hvort jómfrúrflug sé rétta orðið, því félagið flaug þangað um skeið, eða á árunum 1973 til 1988 og nú var þráðurinn tekinn upp að nýju. Þar með bættist borgin í hóp 14 áfangastaða félagsins vestanhafs; sem eru nú tíu í Bandaríkjunum og fjórir í Kanada. Eftir ýmsu er að sækjast í Chicago og þeir sem helst vilja vera í veð- urblíðu og logni ættu alls ekki að láta staðir á hverju horni og fyrir íþrótta- áhugamenn eru þarna heimavellir liða á borð við Chicago Bulls og Chi- cago White Sox. Borgin státar af víð- frægum söfnum, m.a. um 200 lista- söfnum og helsta verslunargata borgarinnar, Magnificent Mile, býr að öllum helstu stórverslunum og mörgum litlum sérverslunum. Skammt frá flugvellinum er afslátt- arverslunarmiðstöðin Fashion Out- lets Chicago þar sem finna má versl- anir á borð við Banana Republic, Tommy Hilfiger, DKNY og Michael Kors að ógleymdum helstu íþrótta- vöruverslun- unum. Fjölmörg ferðaþjón- ustufyr- irtæki bjóða upp á ferðir um borgina, t.d. gönguferðir, siglingar og hjólaferðir. Grein- arhöfundur skellti sér í hjólaferð með Bobbýs Bike Hike þar sem lagt var af stað árla dags. Undir hand- leiðslu bráðhressra leiðsögumanna var hjólað í morgunsvalanum um nokkur af helstu hverfum borg- arinnar sem er býsna góð leið til að átta sig á staðháttum. Það er margt verra en að hefja daginn á skemmtilegri hreyfingu og auk þess er þá líka hægt að njóta þeirra fjölbreyttu kræsinga, sem borgin býður upp á, með góðri samvisku en samkvæmt upplýsingum frá Chi- cago-borg eru meira en 7.300 veitingastaðir í borg- inni. Meðal þeirra rétta sem oft eru sagðir einkenna borgina eru safaríkar steikur, pylsur með ýmsu útáláti og pítsur, einkum svokallaðar Deep Dish pítsur. Þá eru þar margir heimsþekktir veitingastaðir, m.a. 22 Michelin-staðir. Þá má nefna sögu- fræga veitingastaði á borð við Billy Goat Tavern sem hefur verið starf- ræktur frá 1934. Það er margt í boði í Chicago – borginni sem er með þetta allt og miklu meira til. Þetta allt og miklu meira til Chicago er borg sem er vert að sækja heim. Ferðalangar ættu að finna þar margt for- vitnilegt, enda mannlíf og menning óvíða fjöl- breyttari en í milljóna- borginni við stóra vatn- ið. Nú hefur Icelandair hafið þangað beint flug Ljósmyndir/ Patrick L. Pyszka/City of Chicago Ljósmynd/Sigurjón Ragnar BAUNIN Skýjahliðið eða Cloud Gate er við inngang Millenium-garðsins og er verk listamannsins Anish Kapoor. Hliðið kallast í daglegu tali baunin. Múmíur, risaeðlur, indíánar og fornir kínverskir leirhermenn. Allt þetta og margt fleira gefur á að líta í Fields-safninu sem er gríðarstórt náttúruvísinda-, sögu- og vísindasafn í Chi- cago. Safnið, sem er eitt þekktasta safn borgarinnar, er til húsa í geysifallegu húsi. Þar eru margar sýningar í gangi hverju sinni og meðal þess sem nú er á boðstólum er sýn- ing um gríska menningu til forna, sýningar tileinkaðar ýms- um heimshlutum og menning frumbyggja Norður- Ameríku. Nú stendur þar yfir afar athyglisverð sýning tileinkuð hinum þekkta leirher, sem fannst í gröf fyrsta keisarans Quin. Þar gefur m.a. á að líta hermenn úr hernum og ýmsa aðra gripi. Þessi sýning stendur fram í janúar á næsta ári. MARGT ER AÐ SJÁ Í FIELDS-SAFNINU Risaeðlur og leirhermenn Ljósmyndir/Sigurjón Ragnar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.