Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Qupperneq 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Qupperneq 43
27.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Eftirlætisbókmenntaverk mín eru mörg. Í raun er ógerningur að svara þessari spurningu eins og öll- um spurningum sem einhverju skipta. Til þess þó að reyna að svara nefni ég bók, sem hreif mig ungan, Þrúgur reiðinnar, The Grapes of Wrath, eftir John Steinbeck sem ég las í þýðingu Stefáns Bjarmans. Bókin fjallar um bændur í miðríkjum Bandaríkjanna sem flosna upp af jörðum sínum í kreppunni miklu og halda til Kaliforníu eftir þjóðvegi 66 í leit að vinnu. Bókin lýsir ör- birgð, ást og hatri, mis- munun, átökum og dauða, eins og enn má sjá. Önnur bók sem hefur fylgt mér lengi er Egils saga, ef til vill eftir Snorra Sturluson. Íslendinga sögur eru merkileg bók- menntaverk. Í Egils sögu er aðalpersónan ágjarn víkingur sem einnig er bóndi, ást- sjúkt skáld og veik- lundaður maður. Þriðja bókin sem ég nefni er Tím- inn og vatnið eftir Stein Steinarr, sem var skáld æsku minnar ásamt Jónasi. Tíminn og vatnið er kvæði þar sem mótíf eru tekin úr mál- verkum súrrealista og lýsa dulúð mannlegrar hugsunar. Einstakt verk. Tryggvi Gíslason Við erum öll að reyna að finna okkar samastað. Það er djúpt í okkur flestum og ein af frumþörfunum, segir Steinunn G. Helgadóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg BÓKSALA 16.-22. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 JárnblóðLiza Marklund 2 MerktEmelie Schepp 3 Í hita leiksinsViveca Sten 4 Meira blóðJo Nesbø 5 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante 6 AukaverkanirÓlafur Haukur Símonarson 7 Þriðja miðiðArianna Huffington 8 PlokkfiskbókinEiríkur Örn Norðdahl 9 Níunda sporiðIngvi Þór Kormáksson 10 Sagas Of The IcelandersÝmsir höfundar 1 JárnblóðLiza Marklund 2 MerktEmelie Schepp 3 Í hita leiksinsViveca Sten 4 Meira blóðJo Nesbø 5 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante 6 AukaverkanirÓlafur Haukur Símonarson 7 Níunda sporiðIngvi Þór Kormáksson 8 UndirgefniMichel Houellebecq 9 KólibrímorðinKati Hiekkapelto 10 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante Allar bækur Íslenskar kiljur EFTIRLÆTIS BÆKUR Bandaríski rithöfundurinn James Patterson er ekki allra en hefur náð árangri; hefur sent frá sér 156 bækur og selt ríflega 325 milljónir eintaka. Sumir starfsbræðra Pat- tersons hafa gagnrýnt hann fyrir að vera í raun vörumerki fremur en rithöfundur. Margar bókanna skrif- ar hann vissulega einn, en fjölda í samstarfi við aðra. Sumar á „hans vegum“ eru annarra höfunda en merktar James Patterson kynnir. Í fyrra komu Patterson og hans menn 36 bókum á lista New York Times yfir þær mest seldu. Nú hyggst hann ná til fólks sem hætt er að lesa af bók en hefur þess í stað snúið sér alfarið að sjónvarpi, bíó- myndum, tölvuleikjum og sam- félagsmiðlum. Hver bók verður stutt, ekki meira en 150 síður, þannig að hægt sé að lesa hana í einum rykk. Fléttan verður aðal- málið og bókin alls staðar fáanleg. Síðast en ekki síst verður bókin ódýr; mun kosta 5 dollara, 630 kr. Stefnt er að því að gefa út tvær til fjórar mánaðarlega. James Patterson hefur selt 325 milljón bækur en ætlar sér enn meira. Stutt og laggott, takk VILL NÁ TIL ÞEIRRA SEM ERU HÆTTIR AÐ LESA Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu og prófaðu, það er engu líkt! Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð)með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.