Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 VETTVANGUR Ég var í Tyrklandi um síðustuhelgi þegar árás var gerð áalmenna borgara á versl- unargötu í Istanbúl. Þótt ég hafi verið órafjarri þessu níðingsverki var óhjákvæmilegt að það setti ör- lítið mark sitt á fund þann sem var tilefni ferðar minnar til Tyrk- lands. Samtök þingmanna íhalds- flokka í Evrópu og víðar (AECR; Alliance of European Conservati- ves and Reformists) boðuðu nú í annað sinn til sérstakrar ráðstefnu um viðskiptafrelsi og öryggismál í ríkjum múslima. Hver er framtíðin í þessum löndum sem eru mörg orðin sundurslitin af innbyrðis blóðsúthellingum og átökum að því er virðist allra við alla? Hvað verð- ur um þessi lönd þegar þeir sem helst er hægt að binda vonir við, ungt athafnafólk og menntað, eru flúnir til Vesturlanda? Það er auðvelt fyrir okkur hér í norðurhluta lýðræðis og velmeg- unar að halla okkur aftur og hug- leiða hundrað leiðir til þess að stemma stigu við flóttamanna- vandanum, eins og það er kallað og ógninni af hryðjuverkaárásum sem augljóslega er nú stöðugt yf- irvofandi í mörgum borgum Evr- ópum, nú vegna íslamskra öfga- manna. Aukin öryggisgæsla. Lokun landamæra. Opnun landa- mæra. Flóttamannaskiptisamn- ingar. Veiting ríkisborgararéttar. Hernaðaríhlutun í sumum löndun en ekki öllum. Sumum bjargað, öðrum ekki. Allt eru þetta hug- myndir sem velt er upp og jafnvel hrint í framkvæmt af okkur sem búum við það frelsi að geta ein- mitt hagað okkur eins og okkur sýnist. Það er önnur og erfiðari staða fyrir þá múslímsku þingmenn, at- hafnamenn og starfsmenn sjálf- stæðra stofnana, t.d. í Egypta- landi, sem ég hitti um helgina og sem berjast fyrir umbótum og lýð- ræði heima fyrir. Þeir stefndu sumir lífi sínu í hættu með því að hitta okkur evrópsku þingmennina til þess að ræða afstöðu íslams til lýðræðis og viðskiptafrelsis. Þeirra innlegg í umræðuna hlýtur að vega þungt. Um eitt voru þeir allir sammála. Ógninni sem stafar af herskáum múslimum verður ekki eytt nema lýðræði með tilheyrandi mannréttindum og virðingu fyrir mannanna lögum fái þrifist í lönd- um múslima. Það stendur upp á múslima að leyfa íslam að þróast eins og önnur trúarbrögð hafa fengið að gera síðustu hundrað ár. Það var ekki hægt annað en að komast við að heyra sýrlenskan kaupsýslumann sem rekur í Jórd- an eitt stærsta matvælafyrirtæki Mið-Austurlanda klökkna þegar hann lýsti keðjuverkandi von- leysinu sem flótti samlanda hans hefði í för með sér. Hver á að reka nauðsynlega mannréttindabaráttu í Sýrlandi þegar byssurnar þagna? Þegar byssurnar þagna ’Hvað getum við hér ílýðræðinu annað gerten að hvetja múslima tilþess að endurskilgreina íslam með hliðsjón af mannréttindum? Eitt er víst, múslimar sjálfir verða að hafa forgöngu um umbætur. Úr ólíkum áttum Sigríður Andersen saa@althingi.is AFP Börkur Gunnarsson kvikmynda- gerðarmaður fer gjarnan ótroðnar slóðir á Facebook. Nú fer hann reyndar vel troðna slóð, ef eitt- hvað er að marka hann í þetta skipti! Kveðst nefnilega ætla í framboð: „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til forseta. Þótt ég hafi fengið áskoranir frá fjölda fólks um að gera það ekki. Kærastan mín styður mig ekki. En hún er svosem ekki smekk manneskja einsog sagan hefur sýnt. Óþarfi að taka mark á henni. Ég mun styðja ójafnrétti, álver, hval- veiðar og hverskonar malbikun á náttúrunni. Til dæmis hefur mér fundist ótækt að ekki sé búið að virkja Gullfoss, þetta mikla afl, eða bara flytja hann niður á Lækjartorg þannig að greyið túristarnir þurfi ekki að fara út á land til að sjá hann. Af hverju ekki að flytja Geysi þang- að líka? Þá væri hægt að malbika yf- ir þetta Suðurland. Ég er með fullt af öðrum fallegum framboðs mál- um. En ég fer nánar út í það seinna. Konan mín er að krefjast þess að ég vaski upp. Íll be back, eftir upp- vaskið.“ Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakenn- ari á Akureyri spyr á miðvikudaginn: Ætlar enginn að bjóða sig fram í dag? Njörður P. Njarðvík, prófess- or emeritus við Háskóla Íslands, er ekki yfir sig hrifinn, svo ekki sé meira sagt, af miklu framboði fólks til embættis for- seta. „Gömul ráð- legging segir að menn skuli ekki sækjast eftir verk- efni sem þeir ráða ekki við. Þegar ég lít yfir nafnalista þeirra sem hafa lýst yfir framboði til embættis for- seta Íslands, undrast ég stórlega. Ég get ekki séð að neinn þeirra hafi til að bera þá menningarlegu reisn sem þarf til að vera þjóðhöfðingi, gegna æðsta embætti og vera sam- einingartákn þjóðar sinnar. Heldur þetta fólk virkilega að það geti fet- að í fótspor Kristjáns Eldjárns og Vigdísar FInnbogadóttur? Hvaðan kemur eiginlega þetta sjálfsálit? Hvar er dómgreind og sjálfs- gagnrýni? Hvílík sjálfsánægja!“ AF NETINU Reyktur og grafinn lax Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin. • Í forréttinn • Á veisluborðið • Í smáréttinn Alltaf við hæfi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.