Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 LESBÓK Í yfirstandandi umræðu um hælisleitendur á Íslandi, ára- langa bið þeirra eftir úrlausn- um og brottflutninga í skjóli nætur verður manni ósjálf- rátt hugsað til framlags annarra hælisleitenda, gyðinga og pólitískra andófsmanna, til menningarlífsins á Íslandi á fjórða og fimmta tug síð- ustu aldar. Tónlistarmenn af þýsk- um og austurrískum gyðingaættum, hingað komnir fyrir tilstilli áhrifa- manna í íslensku tónlistarlífi, lögðu grunninn að tónlistarmenningu landsmanna, kenndu þeim tónlist- arsögu, að leika á hljóðfæri og í hljómsveitum og semja tónlist. Auk þess stuðluðu þeir að framhalds- menntun og frama íslensks tónlist- arfólks erlendis. Því eru nöfn á borð við Róbert Abraham, Edelstein- feðga, Urbansitsch og Mixa nú órjúfanlegur hluti íslenskrar tónlist- arsögu. Íslensk myndlist á aðkomu- fólki, gyðingum sem öðrum, einnig drjúga skuld að gjalda. Framsýnn hugsjónamaður, Lúðvíg Guðmunds- son, bjargaði úr nauð þýskum list- frömuði og skólamanni, Kurt Zier, og fékk hann til að stofnsetja fyrsta faglega listaskóla landsmanna, Myndlista- og handíðaskólann. Zier gerði gott betur, því hann kynnti Ís- lendingum brúðuleikhúsið fyrstur manna, seinna ritaði hann list- gagnrýni í háum gæðaflokki fyrir Vísi. Undarlega hljótt hefur hins vegar verið um nafn annars þýskumælandi myndlistarmanns, Wilhelm Ernst Beckmanns, sem flúði til Íslands undan nasistum árið 1935, settist að í Kópavogi og vann við útskurð, grafíska hönnun og skúlptúrgerð allt til æviloka árið 1965. Íslenskir ættingjar hans og vinir, svo og Hrafn Andrés Harðarson, fyrrver- andi bæjarbókavörður í Kópavogi, hafa þó unnið ötullega að því að halda minningu Beckmanns á lofti með heimildasöfnun, gerð vefsíðu og sýningum. Ýmislegt efni sem þeir hafa dregið saman gefur fullt tilefni til að taka feril hans til gaumgæfi- legri skoðunar en gert hefur verið til þessa. Til þess gefst tækifæri akk- úrat nú, þar sem nokkur pólitísk plaköt Beckmanns hanga uppi í efri sal Iðnós, þar sem þau eru hluti af 100 ára afmælishátíð Alþýðuflokks- ins. Jafnaðarmaður flýr land Sem er við hæfi, því það var framar öðru fyrir stuðning við þýska jafn- aðarmannaflokkinn sem Beckmann þurfti að flýja heimaland sitt. Flokksskírteini hans varð honum síðan til bjargar þegar til Íslands kom. Íslenskir kratar, með Stefán Jóhann Stefánsson í fararbroddi, tóku hann undir sinn verndarvæng, útveguðu honum samastað og at- vinnu. Allar götur síðan þóttist Beckmann eiga íslenskum flokks- bræðrum sínum skuld að gjalda, vann fyrir þá margháttað auglýs- ingaefni og plaköt í kringum kosn- ingar, auk þess sem hann tók upp hjá sjálfum sér að gera mynd af Jóni Baldvinssyni, forystumanni í Al- þýðuflokknum, og gefa Alþingi. Þar hangir hún uppi, ásamt öðrum port- rettmyndum íslenskra listamanna af stjórnmálamönnum. Hins vegar kann að vera að af- dráttarlausar skoðanir Beckmanns og fylgispekt við jafnaðarmenn hafi átt sinn hlut í að skáka honum til hliðar í íslensku menningarlífi sem pólitískum æsingamanni. Æviágrip það sem Hrafn Andrés Harðarson hefur sett saman fyrir Ársrit Hér- aðsskjalasafns Kópavogs (2008) leið- ir einmitt í ljós að allslaus „flótta- maðurinn“ taldi sig hreint ekki þurfa að fara með veggjum þótt hann væri upp á náð og miskunn Íslendinga kominn. Fram kemur í bók Þórs Whitehead Stríð fyrir ströndum (1985) að þegar hinn illræmdi ræð- ismaður Þjóðverja á Íslandi, Werner Gerlach, reyndi að gera Beckmann lífið leitt, lét sá fyrrnefndi hart mæta hörðu, og „reyndi að gera ræðis- mannsfjölskyldunni allt það til óþurftar sem hann gat“ (bls 284). Í bók sinni opnar Þór m.a.s. fyrir þann möguleika að Beckmann hafi eggjað fjóra sjómenn á þýsku skipi, Eriku að nafni, til uppreisnar gegn yfirboð- urum sínum og hælisumsóknar á Ís- landi haustið 1939. Beckmann, sem lýst er sem dagfarsprúðum öðlingi en hatrömmum andstæðingi nasista, vílaði heldur ekki fyrir sér að minna sjálfan lögreglustjórann í Reykjavík, væntanlega Agnar Kofoed-Hansen, á það að fyrir stríð hefði hann „marserað um í nasistabúningi“. „...ekki góður teiknari og alls ekki listamaður“ Í ofanálag verður ekki séð að Beck- mann hafi reynt að rækta tengsl við kollega sína, íslenska myndlist- armenn og listræna handverks- menn, ekki einu sinni nágranna sína í Kópavogi. Að sönnu vann hann á útskurðarverkstæði Ríkarðs Jóns- sonar í tæpan áratug, en heimildir gefa ekki til kynna að utan þess hafi nokkur samgangur verið milli þess- ara tveggja listamanna, enda tals- verður aldursmunur á þeim. Kunn- ingjar hans voru öðrum fremur iðnaðarmenn tengdir húsgagnaiðn- aðinum og nokkrir tónlistarmenn. Samskipti hans við annað fólk áttu sér gjarnan stað „öls við teit“, sem kom því orði á Beckmann að hann væri óreglumaður. Skeytingarleysi eftirkomenda um lífsstarf og afdrif þessa þýska aðkomumanns má því að hluta skrifa á hann sjálfan. En aðeins að hluta. Það er erfitt að ráða í það hvað Birni Th. Björns- syni gengur til, þegar hann lýsir því yfir við ævisöguritara Beckmanns að hann hafi verið „mjög mistækur, ekki góður teiknari og alls ekki lista- maður...(en) góður iðnaðarmaður“. Hefði Björn þó átt að finna til sam- kenndar með þessum pólitískt með- vitaða og ölkæra landa sínum (móðir Björns var þýsk). Því er alls ekki að leyna að Beckmann voru mislagðar hendur, t.d. eru olíumálverk hans yf- irleitt þyrrkingsleg og óaðlaðandi. En þær fáu teikningar sem fundist hafa eftir hann eru prýðisgóðar; af einni þeirra, sem sýnir íslenskan kött, hefði sjálfur Dürer verið full- sæmdur. Björn virðist hafa verið með í höndunum ljósmyndir af mynd- verkum Beck- manns, því hann hefur á orði að gaman „væri að sjá frum- myndirnar“. Einhverjar þeirra hefðu þó átt að koma honum kunnuglega fyrir sjón- ir, þar sem þær fyrirfinn- ast í a.m.k ellefu íslenskum kirkjum víða um land, þ. á m. í kirkjum sem hýsa myndir sem koma fyrir í tveggja binda listasögu hans. Ekki var Björn heldur haldinn fordómum gagnvart nútímalegri kirkjulist, því í öðru bindi listasögu sinnar fjallar hann ítarlega um íslenskar kirkju- skreytingar sænskættaðrar lista- konu, Gretu Björnsson. Það kemur fram í æviágripi Hrafns Andrésar að „stóridómur“ Björns varð beinlínis til þess að Lesbók Morgunblaðsins, helsti vettvangur fyrir kynningar á myndlist á sjöunda og áttunda ára- tugnum, hafnaði því að birta úttekt á verkum Beckmanns. Liggur beinast við að ætla að þekking Björns á verkum Beckmanns hafi einskorðast við útskurð hans á húsgögnum, tækifærisgjöfum og minjagripum; sem sagt við „heilbert handverkið“. Tréskurður og kirkjulist Raunar gefur þessi hluti ævistarfs Beckmanns tilefni til endurskoðunar á útskurði vinnuveitanda hans, Rík- arðs Jónssonar. Í æviágripi Beck- manns hefur Hrafn Andrés fyrir satt að á þeim tíma (1937-1946) sem Beckmann gerði mikið af því að skera út skálar, spjöld á gestabæk- ur og slíka gripi – oft með höfðaletri – sem voru vinsælir til gjafa. Listamaður finnur sér föðurland Þýskumælandi mynd- listarmaður, Wilhelm Ernst Beckmann, flúði til Íslands árið 1935 og starfaði hér til dauða- dags árið 1965. Hann vann við útskurð, graf- íska hönnun og skúlp- túrgerð og víða má sjá fagmannleg og fögur verk hans, á stofnunum jafnt og heimilum. Aðalsteinn Ingólfsson adalart@mmedia.is Útskurðarverk Beckmanns bera flest upphafsstafi hans, W.B. „Að skera út altaristöflur, skírnar- fonta, minningartöflur, ljósasúlur og stikur fyrir kirkjur var Wilhelm Ernst Beckmann því ekki einskært neyðar- brauð, heldur hluti af langri hefð í þýskum tréskúlptúr,“ segir höfundur um verk Wilhelms Ernst Beckmanns sem sker hér út altaristöflu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.