Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 F rá unga aldri vitum við um tiltekna þætti tilverunnar sem rata lóðbeint í neikvæða dálkinn. Því lýsa orð eins og öfund, heift, svik, einelti, kyn- þáttahatur, frekja, ólund, græðgi, heimska, undirferli, leti, mont og tug- ir annarra um eiginleika og atferli. Orð sem margir hafa á hraðbergi um þessar mundir. Hvers konar samfélag Eftir að „samfélagsmiðlar“ færðust í aukana ber þar sífellt meira á fólki sem vílar ekki fyrir sér að klína á náungann þvílíkum orðum og öðrum sýnu verri sem eins konar einkunn, og það af litlu eða engu tilefni. Látið er liggja í lofti, að einkunnina gefi sá sem hafi siðferðisþrek til enda ekki haldinn aumum annmörkum fordæmdra. Fullyrðingar um fordóma þess sem er hrakyrtur eru lausar á tungu. Í tíma og ótíma eru skoðanir sagðar fordómar hreinir og virðist óþarft að styðja dóminn rökum. Heilu málaflokkarnir sem hátt ber í umræðu eru hafnir yfir umræðu, því allt sem þá snertir er sagt fordómar. Slíkir dómar koma ekki síst frá þeim sem kynnt hafa persónu sína með því að geta þess að hún sé „rík af réttlætiskennd“. Það virðist þó helst lýsa sér þannig í raun að viðkomandi sé fylgispak- ari við pólitískan rétttrúnað en aðrir dauðlegir menn. Það er þetta með fordómana Enginn sanngjarn maður getur borið það af sér með öruggri vissu að hafa aldrei orðið á að láta í ljós skoðun sem kynni að hafa verið byggð á for- dómum. Og þá í réttri merkingu orðsins. Orðið ber ágætlega með sér hvað það merkir. Aðeins heilagir menn komast hjá því í lífinu að fjalla um mál sem þeir hafa ekki áður kynnt sér vel og jafnvel út í hörgul. En í nútímalegri umræðu er fordómastimp- illinn oftast brúkaður um þann sem hefur aðra skoðun en stimplarinn á álitaefni, sem er hluti af rétttrúnaðinum. Ásökunin um fordóma segir sjaldn- ast nokkuð til um það hvor deilenda hafi kynnt sér málið efnislega betur. Margt bendir raunar oft til að sleggjudómarinn sé sá sem grynnra hefur kafað. Þessi árátta hefur farið versnandi eftir því sem „samfélagsmiðlar“ verða rúmfrekari í tilverunni. Það er miður. Því að það er fagnaðarefni að allur þorri fólks hafi á fáeinum áratugum fengið svo að- gengilegar boðleiðir fyrir sjónarmið sín og rök. Þeir eru ekki lengur háðir hefðbundnum fjölmiðlum, sem eru þó vissulega opnari almenningi en gerist og gengur. En kannski er óþarft að hafa áhyggjur af þessu. Vera má að þróunin lúti sömu lögmálum og kýrnar sem sleppt er út úr fjósi að vori. Menn séu að fagna víðfeðmu frelsi og sletti ærlega úr klauf- unum í kæti sinni. En muni, eins og kýrnar, jafna sig fljótt og fara í virðulegt far samkvæmt við- urkenndum kúasiðum eftir það til næsta vors. Kannski þarf ekki nema fáeina áratugi af eilífðinni til að sía mesta sóðaskapinn úr umræðunni. Er ótti stundum eðlilegur? Það er æði þung ásökun þegar fullyrt er án hald- bærra dæma að aðrir ýti undir ótta og sundurlyndi með sjónarmiðum sínum. Sést hafa óvænt dæmi um það. En hitt er annað mál, að á öllum tímum hafa menn mátt sitja undir slíku tali, allt þar til ljós sög- unnar hefur ýtt því út. Dæmin eru raunar mörg, sum smá, önnur veigameiri. Undir fyrra fallið mættu þeir örfáu falla, sem reyndu að vekja athygli á því hvert stefndi með agalausri og varasamri framgöngu íslensku bankanna síðustu nokkur árin fyrir hrun. Þeir máttu sumir þá sitja undir vel- skipulögðum árásum fjársterkustu einstaklinga landsins. Og hinu er ekki að neita að langflestir litu í gleði sinni á allt slíkt aðvörunarhjal sem leiðigjörn veisluspjöll. Verið væri að ýta undir sundurlyndi og ótta. Nú liggja hins vegar fyrir ítarlegir dómar með upplýsandi málsskjölum og enginn getur velkst í vafa lengur um réttmæti aðvörunarorða og betra hefði verið ef ríkara tillit hefði verið tekið til þeirra. Breska dæmið Stanley Baldwin, sem hætti sem forsætisráðherra Breta 1937, lagði grunn að friðþægingarstefnu Chamberlains. Chamberlain varð söguleg táknmynd andvaraleysis, enda ótrúlega lengi sannfærður um að Bretar væru í raun að tryggja heimsfriðinn með undanlátssemi sinni. Nú telja landar hans Winston Churchill mesta Breta allra tíma. En á fjórða áratug síðustu aldar var afstaðan önnur. Var þá nánast sama hvert litið var. Þingmenn gengu úr sal þegar hann flutti aðvörunarræður um uppgang Þýskalands Hitlers. Sumir þeirra fáu sem eftir sátu gerðu það einvörð- ungu til að geta púað. Ábendingar Churchills um veika hernaðarlega stöðu Breta voru bannfærðar sem „stríðsæsinga- áróður“. Var lítill skoðanamunur á milli flokks- bræðra og andstæðinga. Allir „vitibornir stjórn- málamenn“ voru í harðri keppni um friðardúfutitilinn. Þingmenn eru ekki alltaf í flútti við fólkið í sínu landi. En í þessu tilviki voru þeir það í Bretlandi. Almennt var litið á Churchill sem „stríðsæsinga- mann“ og jafnvel hættulegan heimsfriðnum. Og um hann mátti réttilega segja að hann hafi svo sannarlega alið á ótta og ýtt undir sundurlyndi eins og hann frekast mátti. Churchill taldi Breta fljóta sofandi að feigðarósi. Í þeirri stöðu væri það beinlínis ámælisverður dómgreindarskortur að finna ekki til ógnar og ótta. Skoðanakannanir voru lítt þroskaðar á þessum árum, en að svo miklu leyti sem hægt er að horfa til þeirra og annarra sam- tímaheimilda er hafið yfir vafa að þjóðin taldi leið- toga sína á réttri leið. Enginn breskur forsætisráð- herra hafði verið jafnvinsæll og Chamberlain var, þegar hann kom heim með samninginn frá Münc- hen, veifaði honum og fullyrti að tekist hefði að tryggja „frið um okkar daga“. Af hverju? Er með þessari athugasemd verið að gera lítið úr dómgreind bresks almennings? Það væri ósann- Sporin hræða, en þau mega aldrei hræða sporhundana ’ En það er þó ekki allt ólíkt, þótt ýkjurnar séu ekki marktækar. Í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari var reynt með öllum ráðum að þagga niður í þeirri rödd, sem lýsti áhyggjum og sagði að óhjákvæmi- legt væri að bregðast við áður en vandinn yrði óviðráðanlegur. Reykjavíkurbréf25.03.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.