Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Page 35
gjarnt. Friðarviðleitnin (appeasement) var rétttrún- aður dagsins. Nær allur þingheimur, sem annars átti sjaldnast eina rödd, stóð að þeirri stefnu. Rík- isfjölmiðillinn lofsöng hana. En ekki bara hann. Flestir hinna „frjálsu fjölmiðla“ gerðu það líka. Churchill, sem var afburðapenni, var sagt upp sem pistlahöfundi á sumum þeirra. Setti það persónu- lega fjárhagsstöðu hans í uppnám. En þurfti þjóðin að vera blindingi líka? Það voru aðeins liðnir tæpir tveir áratugir frá lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Jafnvel á mælikvarða styrjalda hafði sá hildarleikur verið sérdeilis ömurlegur, tildrög hans undarleg og markmiðin óljós. Og ömurlegastur alls var þó stríðsreksturinn sjálfur, þar sem ungir menn voru fluttir í förmum til að deyja í skotgröfum án nokk- urs sjáanlegs árangurs eða tilgangs. Það var því von að breskur almenningur fagnaði þeim ákaft sem sögðust hafa tryggt frið um þeirra tíma og hafa skjal upp á það. Það var algjörlega sjálfsagt að þjóðin tryði fremur þeim stjórnmálamönnum og fjölmiðlum sem vildu ekki ögra óbilgjörnum og forðast stríðsvæðingu heldur en þeim sem virtust ekki sjá neitt nema stríð framundan. Stríð, sem þeir sögðu að Stóra-Bretland væri algjörlega vanbúið undir. Fólkið vildi mega trúa því að með friðþægingarstefnunni væru velmeinandi menn að tryggja af fremsta megni, að þeim ungu mönnum, sem voru að fæðast við lok síðasta heimsbáls, yrði ekki smalað saman í farma, sem yrðu ferðafærir þegar sláturhúsin yrðu opnuð á ný á meginlandinu. En vandinn er stundum sá, að frið gegn ofsaöfl- um er síst hægt að tryggja með kurteislegri góð- semd, trúgirni, eftirlæti og undirgefni. Það átti svo sannarlega við í tilviki Adolfs Hitlers. Á meginlandi Evrópu heyrast nú sums staðar raddir sem óttast að þriðja heimsstyrjöldin kunni að vera handan við hornið og sumir ganga svo langt að segja að hún sé þegar hafin. Vissulega er ástandið kvikt og viðkvæmt og mjög illa hefur verið haldið á því af þeim sem mesta ábyrgð bera. „Aldr- ei hafa jafnmargir Evrópumenn átt svo mörgum neyðarfundum jafnlítið að þakka og um þessar mundir“ gætu menn sagt í hálfkæringi og það með nokkrum rétti. Veiklað traust En sem betur fer er enn ofsagt að heimurinn sé á brún hengiflugs, sem líkja megi við heimsstyrjald- irnar tvær. En það er þó ekki allt ólíkt, þótt ýkj- urnar séu ekki marktækar. Í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari var reynt með öllum ráðum að þagga niður í þeirri rödd, sem lýsti áhyggjum og sagði að óhjákvæmilegt væri að bregðast við áður en vandinn yrði óviðráðanlegur. Í Þýskalandi hefur blossað upp reiði yfir meintu samspili fjölmiðla og yfirvalda til þöggunar. Sú reiði hefur leitt til vantrausts. Ekki er tekið sama mark á opinberum yfirlýsingum og meðvirkni fjölmiðla. Það er ekki heillavænlegt að rétttrúnaðurinn sé í keppni um það, hver sýni mesta mannúð í orði, og kæfi í leiðinni bráðnauðsynlega málefnalega um- ræðu um það, hvernig mál eru að þróast. Það er vissulega ekki útilokað að opin, hófstillt umræða, byggð á staðreyndum um hvernig komið er, leiði til aukins óróa og jafnvel ótta. Ekki er það æskilegt. En vafalaust er, að umræðubann verður til lengdar miklu skaðlegra. Það hefur sjaldan reynst farsælt að ýta óþægilegum staðreyndum á undan sér til að kaupa sér stundarfrið. Í þessu tilviki mun það fyrr eða síðar leiða til þess, að þeir sem ofsafengnastir eru og hafa jafnvel hættuleg markmið í farteski sínu kynnu að yfirtaka umræðuna þegar þöggunin stenst ekki lengur þrýsting raunveruleikans. Þessa sjást þegar nokkur merki í Evrópu. Þau öfl, sem síst skyldu, eru farin að skjóta rótum. Þess kann ekki að vera langt að bíða að þau taki að skyggja á þá sem ættu að standa fyrir umræðu í anda sannleiksleitar og sáttargerðar um viðbrögð við alvarlegri vá. Við erfiðan vanda myndi þá bæt- ast annar heimatilbúinn og ekki minni. Morgunblaðið/RAX 27.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.