Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 Virginia Raggi virðist eiga nokkuð flekklausa fortíð. Eitt hefur hún þó þurft að svara fyrir. Á yngri árum var Raggi nefnilega um tíma lærlingur hjá Cesare Previti, lögmanni Silvios Berlusconis, sem síðar hlaut dóm fyrir að múta dómara. Hún kveðst ekki geta tekið ábyrgð á gjörðum yfirmanns síns. „Er lögmað- ur, sem ver glæpa- mann, líka glæpa- maður? Er læknir sem stundar maf- íósa líka maf- íósi?“ spyr Virginia Raggi. Það er nú það? Hún vill endurnýja stræt-isvagnaflotann, gera hannumhverfisvænni og láta vagnana aka um á þar til gerðum hraðreinum; láta umferðina almennt ganga hratt og örugglega fyrir sig, meðal annars fyrir atbeina nýtísku- legra umferðarljósa og sjá til þess að sorp sé hirt reglulega. Þessi verkefnaskrá virkar kannski ekkert sérstaklega metn- aðarfull fyrir manneskju sem vill verða borgarstjóri í stórri borg í Evrópu en þeir sem sótt hafa Róm heim á umliðnum árum geta staðfest að allt eru þetta brýn forgangsverk- efni. Himinn og haf er milli hinnar rómantísku sýnar sem heimurinn hefur á borgina eilífu og veru- leikans. Í því sambandi hafa menn notað orðið „bylting“ um hugmyndir Virginiu Raggi sem sækist eftir embætti borgarstjóra í kosningum sem væntanlega fara fram í júní næstkomandi. Borgin í rúst „Við sjáum fyrir okkur borg sem gott er að búa í, sem hún er alls ekki eins og sakir standa. Við Rómverjar og allir gestir okkar vitum að borgin er í rúst og ekki verður auðvelt að reisa hana úr öskunni,“ hefur breska blaðið The Guardian eftir Raggi. Síðasti kjörni borgarstjóri, Igna- zio Marino, hrökklaðist frá fyrr í vetur vegna risnuhneykslis og hefur embættismaður haldið stólnum volgum síðan. Marino lofaði líka að lífga borgina við en lítið varð um efndir. Virginia Raggi yrði ekki bara fyrsta konan til að gegna embætti borgarstjóra í Róm, heldur yrði sig- ur hennar líka vatn á myllu flokksins sem hún tilheyrir, Fimm stjörnu hreyfingunni (FSH), sem grínistinn og bloggarinn Beppe Grillo setti á laggirnar fyrir aðeins sjö árum. Ris FSH hefur verið með nokkrum ólík- indum og er flokkurinn nú sá næst- stærsti á Ítalíu. Með skýra stefnu Flokknum var til að byrja með legið á hálsi fyrir magra pólitíska sýn og stefnuleysi en stjórnmálamenn eins og Raggi, sem um tíma sat í borg- arstjórn Rómar, eru óðum að breyta þessu viðhorfi. Nái Raggi kjöri yrði það, að dómi stjórnmálaskýrenda, mikið áfall fyr- ir Matteo Renzi forsætisráðherra og flokk hans, Demókrataflokkinn. Sjálf liggur Raggi ekki á skoð- unum sínum á Renzi. „Hann er í vinnu hjá bönkunum en ekki borg- urunum.“ Þar komum við að öðru baráttu- máli hjá Raggi; hún vill uppræta spillingu í stjórnkerfinu. Alltént draga hressilega úr henni. Kerfið þarf, að hannar mati, að vera gagn- særra. Talandi um að ætla upp þrí- tugan hamarinn! Í þeirri rimmu er Raggi sannfærð um að hún eigi hauk í horni; ná- granna sinn Frans páfa. Hann hljóti að vera „grillini“, eins og stuðnings- menn Fimm stjörnu hreyfing- arinnar eru gjarnan kallaðir enda standi umhverfisvernd og barátta gegn spillingu honum nærri. Róm hefur löngum þótt standa stöðum á borð við Sikiley og Napólí að baki þegar kemur að spillingu en hvert hneykslið hefur á hinn bóginn rekið annað í seinni tíð og borgin er farin að gera tilkall til hins vafasama titils, „spill- ingarhöfuðborg Ítalíu“. „Ég er sannfærð um,“ segir Raggi, „að í Róm sé fjöldinn allur af opinberum starfs- mönnum sem hafa heiðarleika og virðingu að leiðarljósi.“ Virginia Raggi og Beppe Grillo eru á einu máli um allt það sem hér hefur verið nefnt. Eitt greinir þau hins vegar að; Evrópumál. Grillo er yfirlýstur efasemdamaður í Evrópu- málum en Raggi talar aftur á móti enga tæpitungu: „Ítalíu er betur borgið í Evrópusambandinu en utan þess. Að því sögðu þá þarf Evrópa að breytast.“ Hún útilokar ekki að skynsamlegt geti verið að gefa þjóðinni tækifæri til að kjósa um gjaldmiðilinn. Hvort hún vilji halda evrunni eða endur- heimta líruna. Vill hýsa flóttamenn Raggi hefur tekið milda afstöðu til flóttamannavandans sem upp er kominn í Evrópu og segir að Róm beri lagaleg skylda til að skjóta skjólshúsi yfir flóttamenn. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því hvers vegna þetta fólk er á flótta – það er vegna stríðs sem við áttum, þátt í að koma af stað.“ Raggi vill ráða yfir Rómaborg Virginia Raggi, 37 ára lögfræðingur og fyrrver- andi borgarfulltrúi, vill verða fyrsti kvenkyns borgarstjórinn í Róm og taka til hendinni í borg- inni eilífu sem má muna sinn fífil fegri. Beppe Grillo. Nokkuð flekklaus Virginia Raggi ætlar að láta hendur standa fram úr ermum nái hún kjöri í borgarstjórnarkosningunum í Róm í sumar. Róm var ekki byggð á einum degi! Gamalt spakmæli. ERLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is ÍRLAND BUNCRANA Kona sem móður og systur, þegar bíll sem þau voru öll í lenti úti í stöðuvatni, er staðráðin í að halda lífi sínu áfram vegna fjögurra mánaða dóttur sinnar sem vegfarandi bjargaði með undraverðum hætti frá drukknun. Louise McGrotty, sem var ekki með í bílnum, er að vonum buguð af sorg en kveðst sjá ljóstíru í dóttur sinni. SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN DUBAI Leiðtogi landsins, sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum emír, er maður gjafmildur og í vikunni var tilkynnt að hann hygðist verja 1,3 milljörðum Bandaríkjadala til mannúðarmála af margvíslegu tagi. Emírinn hefur sett á laggirnar ný samtök sem meðal annars munu styðja menntun og hjálpa einhverfum. ENLAUSAN Grunnskóli nokkur h tinn eftir að eðlisfræðikennari notaðimm í hat em líkingu í kennslustund. „Maður nokkuríg s ákveður að fyrirfara sér með því að stökkva fram af Pont Bessières-brúnni. Hann lendir á jörðinni á 77 km hraða. Hvað er brúin há?“ Fjölmargir hafa svipt sig lífi með því að stökkva fram af Pont Bessières-brúnni. Skólinn hefur beðist velvirðingar á málinu og lofar að þetta muni ekki endurtaka sig. KÍNA PEKING Kínverskir samfélagsmiðlungar hafa gert stólpagrín að heimsókn Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook, þar sem sá æti samfélagsmiðill erág leyfður í Kína. Þeirekki saka Zuckerberg um hræsni en umfjöllun um heimsókn hans hefur verið óvenju opinská í fjölmiðlum landsins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.