Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Side 42
Sex höfundar hafa verið tilnefndir til hinna eftirsóttu bókmenntaverð- launa sem kennd eru við velska skáldið Dylan heitinn Thomas. Verðlaunin eru árlega veitt enskumælandi höfundi, 39 ára eða yngri. Dómnefndarmenn hrósa sex- menningunum í hástert. Formaður dómnefndar, Dai Smith frá háskól- anum í Swansea, talaði um ótrúlega fjölbreytt verk að formi og stíl. Enska skáldið Sarah Hall, sem einnig er í nefndinni, sagði: „Eitt er víst að allir þessir sex höfundar eru gríðarlega hæfileikaríkir og eiga svo sannarlega skilið að komast á verðlaunalista sem ber nafn Dylan Thomas.“ Höfundarnir eru, og verkin: Claire-Louise Bennett fyrir smásagnasafnið Pond, Tania James fyrir skáldsöguna The Tusk That Did the Damage, Frances Leviston fyrir ljóðasafnið Disinformation, Andrew McMillan fyrir ljóðasafnið Physical, Max Porter fyrir nóvell- una Grief Is the Thing with Feat- hers og Sunjeev Sahota fyrir skáld- söguna The Year of the Runaways. Breski rithöfundurinn Sunjeev Sahota, einn þeirra sem tilnefndir eru í ár. „Gríðarlega hæfileikarík“ TILNEFNT TIL DYLAN THOMAS-VERÐLAUNANNA 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 LESBÓK Hvernig bregst radíóamatör,sem jafnframt skrifarskáldsögur, við, þegar það sem hann hefur nýlokið við að semja kemur orðrétt út á bók eftir annan höfund? Hann hafði engum sýnt handritið. Þegar stórt er spurt ... „Hann kemst að þeirri niðurstöðu að hugsanaflutningur hljóti að hafa átt sér stað. Að einhverjum hafi tek- ist að ræna sögunum úr hausnum á honum og hann reynir auðvitað að verja sig eins og hann getur. Og not- ar nútímatækni til þess. Byggir sér mjög sérstakt hús þar sem hann get- ur setið við skriftir,“ segir listakon- an Steinunn G. Helgadóttir í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Sama listataugin Steinunn er mörgum kunn fyrir myndlist og ljóðagerð en hefur nú sent frá sér fyrstu skáldsöguna: Raddir úr húsi loftskeytamannsins. „Þetta er sama listataugin, bara annað form. Mér finnst ágætt að prófa eitthvað nýtt,“ segir Steinunn spurð um skáldsagnaformið. Hún kveðst reyndar hafa velt því fyrir sér í nokkur ár að skrifa skáldsögu þótt of mikið sé að orða það þannig að gamall draumur sé að rætast. „Ég hef lengi skrifað ljóð en hef reyndar líka samið stuttar sögur í gegnum tíðina – en aðeins fyrir skúffuna hingað til.“ Segja má að sagan, Raddir úr húsi loftskeytamannsins, fari í býsna margar áttir. Má jafnvel halda því fram að þetta séu margar smásög- ur? „Mér finnst það eiginlega ekki skipta máli,“ segir höfundurinn, „en þegar vel er að gáð tengjast þær all- ar. Mismikið reyndar, en þetta er samt sama sagan.“ En er sagan – sögurnar – einhvers konar framhald af ljóðinu? „Sumir kaflarnir byrjuðu eins og prósaljóð, já, en þannig voru þeir frekar hráir og fljótlega bættist mik- ið við.“ Hvaðan spretta sögurnar og per- sónurnar í þær? „Úr öllum áttum. Sögur eru mik- ilvægar og ég hef ofboðslaga gaman af því að láta segja mér sögu. Ég hef alltaf blakað eyrunum ef einhver segir sögu; er stórvarasöm innan um fólk! Finnst mjög gaman að taka eft- ir karakterum og blanda sögum sem ég hef heyrt og fólki sem ég hef séð saman við eigin skáldskap. Fæ ým- islegt lánað hér og þar en bý svo til mína eigin sögu. Enginn á að þekkja sjálfan sig. Kannski er það bara forvitni, en ég held að við séum öll með einhvern sagnamann inni í okkur, það er bara spurning hvort við leyfum honum að tala.“ Langar þig að halda áfram með skáldsagnaformið? „Ég veit ekkert hvað verður en held áfram að leika mér á meðan ég hef gaman af því sem ég er að gera, bæði með ljóðin og sögurnar. Ég hef vanrækt myndlistina síðustu ár, að- allega vegna skrifanna; tíminn er takmarkaður en það er aldrei að vita. Í þessari bók eru líka ljós- myndir eftir mig og það var mjög gaman að koma þeim að.“ Margt fólkið í bókinni er heldur andfélagslegt, segir Steinunn. Flest- ir eiga það sameiginlegt, segir höf- undurinn, „að vilja finna sér ein- hvern samastað í tilverunni, nema reyndar ein konan sem vill þvert á móti flýja þann samastað sem þröngvað hefur verið upp á hana.“ Augnabliksmyndir Og samfélagið er sannarlega ís- lenskt, segir hún. „Ég er íslensk og karakterarnir í bókinni eru ofboðs- lega íslenskir. Mér finnst ég vera að varpa ljósi á á ákveðin tímabil í sögu okkar frá því um 1950; ég kveiki ljós á ákveðnum stöðum og tek augna- bliksmyndir. Við erum öll að reyna að finna okkar samastað. Það er djúpt í okkur flestum og ein af frum- þörfunum; manneskjan hefur í eðli sínu ekkert breyst svo ofboðslega mikið síðan fyrir 1000 árum nema að ýmislegt dót hefur bæst við.“ Steinunn sjálf segist hafa gríð- arlega gaman af því að lesa. „Þá er maður í einkasamtali við höfundinn og úr því verður saga sem enginn annar getur lesið; þegar annar mað- ur les sömu sögu er það hans útgáfa, reynsla og karakter hvers og eins litar bókina, hvernig maður túlkar hana og finnst hún.“ Sagnamaður býr innra með öllum Steinunn Guðríður Helgadóttir er mörgum kunn fyrir myndlist sína og ljóð en hefur nú gert tilraun með þriðja tjáningarformið; nýlega kom út hjá JPV fyrsta skáldsaga listakonunnar, Raddir úr húsi loftskeytamannsins. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Njáll Tómasson heimilislæknir fær mismunandi kvisti til sín á stofuna, eins og gengur og gerist hjá fólki í því starfi. Hvers vegna á hann það til að sofa á vindsæng á læknastofunni? Heldur konan framhjá honum? Ólafur Haukur Símonarson fjallar hér um íslenskan veruleika, um lífið og dauðann. „Njáll er ágætur, en mér finnst samt skrýtið þegar hann segir að flesta kvilla sé hægt að lækna með vatni og góðum göngutúr,“ segir einn skjólstæðinga hans. Sögur gefa út. Ingvi Þór Kormáksson, rithöfundur og tónlist- armaður, hefur sent frá sér skáldsöguna Níunda sporið, þar sem hann fjallar um hefnd, fyrirgefn- ingu og dularfull dauðsföll. Atburður sem hendir tvo drengi í friðsælu sjáv- arþorpi á Vesturlandi hefur óhugnanlegar afleið- ingar áratugum síðar. Ingvi Þór hlaut Gaddakylf- una árið 2009 frá Hinu íslenska glæpafélagi fyrir bestu glæpasmásögu þess árs, Hliðarspor. Það eru Sögur sem gefa út Níunda sporið. Níunda sporið Þór Saari, sem sat á Alþingi frá 2009 til 2013 fyr- ir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna sendi ný- verið frá sér bók sem hann nefnir: Hvað er eig- inlega að þessu Alþingi? „Fljótlega eftir að þingstörfin hófust um vorið 2009 fékk ég á til- finninguna að á Alþingi, þessari æðstu stofnun þjóðarinnar sem fer með löggjafarvaldið í land- inu, væri ekki allt með felldu,“ segir Þór í for- mála. Hann reynir að svara hinni stóru spurningu og leggur til ýmsar úrbætur. Skrudda gefur út. Þegar stórt er spurt! Önnur bókin af fjórum Napólí-sögum ítalska rit- höfundarins Elenu Ferrante, Saga af nýju ætt- arnafni, er komin út hjá Bjarti. Sú fyrsta, Fram- úrskarandi vinkona, hefur notið gríðarlegra vinsælda víða og kom út á íslensku í fyrra. Höf- undurinn fer huldu höfði sem fyrr; hefur aldrei veitt viðtal eða komið fram opinberlega sem slík- ur. Segir bækurnar tala fyrir sig sjálfar. Brynja Cortés Andrésdóttir þýddi en bókin heitir Storia della bambina perduta á frummálinu. Saga af nýju ættarnafni Aukaverkanir Ólafs Sæng og koddi kr. 12.936 Rúmföt kr. 6.742 Ullarteppi kr. 8.245 25% afsláttur af fermingargjöfum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.