Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 2
Veður Ákveðin suðaustanátt sunnan- og vestanlands eftir hádegi og snjókoma, en slydda eða rigning við ströndina og hlánar. Hægari og þykknar upp norð- austan til og dregur úr frosti. Dregur úr vindi í kvöld. sjá síðu 46 Tíkallarnir í golfi Þótt kalt sé í veðri og snjór þeki víða jörðu láta menn það ekki aftra sér frá því að stunda áhugamálin. Þeir Þórólfur Árnason, Örn Herbertsson og Jón Leifur Óskarsson skelltu sér í golf í Garðabænum í gær og létu vel af. „Þetta eru hörku kallar. Við köllum okkur tíkallana, af því að við mætum alltaf klukkan tíu á morgnana,“ segir Jón Leifur og tekur fram að þeir fari alltaf á meðan stætt er. Fréttablaðið Vilhelm Fjölskyldan í sólina Bókaðu snemma fyrir sumarið 2017 Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann. Sjá nánar á VITA.IS VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS samfélag Allt að 200 Íslendingar munu halda til Frakklands síðar í mánuðinum til að styðja Viktor Örn Andrésson matreiðslumeist- ara í Bocuse d’Or keppninni, sem er heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu. Búið er að prenta búninga fyrir stuðningsmenn hans og þegar Fréttablaðið bar að garði við lokaæfingu Viktors var verið að panta þriðju prentun. Ólafur Helgi Kristjánsson, yfir- kokkur á Hótel Sögu, sem heldur utan um búningasöluna hafði varla tíma til að spjalla við blaðamann því það voru svo margir að koma til að kaupa búning. „Ég pantaði fyrst 60 treyjur en það seldist nánast strax upp þannig að ég setti aðra prentun í gang og hún fór líka á undraskömmum tíma þannig að ég er núna bara að taka við pöntunum fyrir næstu pöntun.“ Hann segir að stuðningsmenn- irnir séu flestir innan matreiðslu- bransans; kokkar, birgjar og aðrir. Ekki er um skipulagða hópferð að ræða heldur ferðast allir til Lyon, þar sem keppnin fer fram, á eigin vegum. „Það hafa sjaldan eða aldr- ei verið jafn margir að fara á þessa keppni, um 150-200 manns. Viktor trekkir að og við, sem erum í kringum þetta hjá honum, höfum mikla trú á að hann standi sig vel. Þetta lítur allavega mjög vel út hjá honum og það er ekki annað hægt að segja en að stemningin sé að magnast upp.“ Ólafur hefur einu sinni áður farið á Bocuse d’Or-keppnina en íslenskir matreiðslumenn hafa alltaf lent í efstu tíu sætunum í keppninni. Árið 2000 tóku Íslendingar fyrst þátt en keppnin er haldin á tveggja Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands í knattspyrnu, kom sá og sigraði á EM í sumar. Nú, hálfu áru síðar, er önnur stuðningsmannasveit á leiðinni til Frakk- lands til að standa stuðningsmannavaktina í Bocuse d’Or keppninni. Bocuse d’Or l Er heimsmeistara- keppni einstaklinga í matreiðslu. l Kepnin verður 30 ára í ár. l Hún fer fram í Lyon 24.-25. janúar. l Forrétturinn sem keppendur munu elda er 100% græn- metisréttur án eggja og mjólkurvara. l Þetta er í fyrsta skipti sem græn- metisréttur er í Bocuse d’Or. l Aðalrétturinn verður Bresse-kjúklingur og skelfiskur, sem var aðalhráefnið í fyrstu Bocuse d’Or-keppn- inni árið 1987. Ólafur helgi, lengst til vinstri í efri röð, hefur einu sinni áður farið á keppnina. Þá var hann jarðaður af Norðmönnum í stuðningi. Slíkt mun ekki gerast aftur. Fréttablaðið/eyÞÓr ára fresti. „Þessi keppni er svo sér- stök miðað við allar aðrar því þetta er eins og fótboltaleikur. Það er ævintýraleg stemning þarna. Það eru stuðningsmannapallar, stuðn- ingsmenn með trommur, stuðnings- mannasöngvar, lúðrar og annað. Við fórum fyrir tveimur árum og þá komu Norðmenn með fána og norsku kúabjöllurnar. Þeir völtuðu yfir okkur í stuðningnum og það er ekki að fara gerast aftur. Viktor er kandídat sem er líklegur til góðra verka og við mætum betur undirbúnir núna til að styðja hann á toppinn. Við erum með stuðnings- mannavísur, fána, búninga, lúðra og ég veit ekki hvað og hvað. Það eina sem vantar er alvöru víkingahjálmur,“ segir hann og hlær. benediktboas@365.is heilbrigðismál Félag eldri borgara á Selfossi vill að komið verði í veg fyrir að dvalarheimilinu Kumbara- vogi verði lokað eins og boðað er að verði gert í lok mars. „Beinir stjórn FEB á Selfossi þeim eindregnu tilmælum til fram- kvæmdastjóra og bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar, að þau bregðist skjótt við og einbeiti sér að viðunandi lausn þessa máls fyrir vistfólkið á heimilinu, með tafar- lausum viðræðum við heilbrigðis- yfirvöld og stjórnendur að Kumb- aravogi,“ segir í ályktun sem lögð var fram í bæjarráði Árborgar. Bæjarráðið segist fylgjast vel með framvindu málsins. – gar Eldri borgarar leggjast gegn lokuninni Íbúar á Kumbaravogi vilja vera þar áfram. Fréttablaðið/eyÞÓr efnahagsmál Matsfyrirtækið Standard & Poors hækkaði í gær lánshæfismat ríkissjóðs í flokk A- hjá fyrirtækinu. Á vef fjármálaráðuneytisins kemur fram að meginástæða hækk- unarinnar sé sterkari ytri staða, en ríkissjóður var áður í flokknum BBB+. Standard & Poors segir að sterk erlend staða Íslands sé einn af lykil- þáttum hærra lánshæfismats nú. Þannig hafi verið mikill afgangur af viðskiptajöfnuði auk þess sem óskuldsettur hluti gjaldeyrisforðans hafi vaxið mikið síðasta ár. „Greiðslujöfnuður Íslands hefur farið fram úr væntingum S&P. Þá vega mikill hagvöxtur, lækkun skuldahlutfalls og sterk staða ríkis- fjármála, einnig þungt í hækkun matsins. Einnig bendir lánshæfis- fyrirtækið á að Ísland er með háar þjóðartekjur á mann,“ segir á vef fjármálaráðuneytisins. – jhh S&P hækkar lánshæfismat reykjavíkurborg Kona sem látin var borga 10.500 króna afgreiðslu- gjald vegna fyrirspurnar til skipu- lagsyfirvalda í Reykjavík varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við íbúðarhús á að fá gjaldið endur- greitt. Umboðsmaður Alþingis segir borgina hafa skort heimild til að taka gjaldið. Samkvæmt umfjöllun umboðs- manns er það starfsregla hjá skipu- lagsfulltrúa borgarinnar að inn- heimta 10.500 króna gjald áður en fyrirspurnir eru teknar til skoðunar. Umboðsmaður benti á að aðeins væri heimilt að taka gjald ef breyt- ingar þyrfti að gera á skipulagi eða gefa út framkvæmdaleyfi. – gar Borgin rukkaði í heimildarleysi 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 1 -F 3 5 4 1 B F 1 -F 2 1 8 1 B F 1 -F 0 D C 1 B F 1 -E F A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.