Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Upp úr aldamótum ákvað Gordon Brown, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, að skattaálögur skyldu lækk-aðar á dísilbíla en hækkaðar á bensín-bíla. Stýra átti Bretum í þá átt að kaupa frekar dísilbíla en bensínbíla, enda voru vísindamenn almennt sammála um að þeir fyrrnefndu væru umhverfisvænni. Í dag er almennt viðurkennt að ákvörðun Browns var hin mesta flónska. Þótt dísilbílar láti vissulega frá sér minna magn gróðurhúsalofttegunda en bensín- bílar, spúa þeir margs konar öðrum eiturefnum. Útblástur frá dísilbílum er talinn bæði krabbameins- valdandi og skaðlegur lungnastarfsemi fólks. Því hafa Bretar markvisst unnið að því að vinda ofan af skatta- ívilnunum sem hvetja fólk til kaupa á dísilbifreiðum. Þeir hafa tekið mark á vísindunum. Sama þróun á sér stað víða um heim. Í Bandaríkj- unum eru dísilbílar nánast útdauðir og víða í Evrópu verða þeir hreinlega bannaðir. Í Hollandi er stefnt að því að þeir verði alfarið farnir af götunum 2025. Um áramótin var eldsneytisgjald hér á landi hækkað. Helstu tíðindin voru að gjaldið hækkaði meira á bensínbíla en dísilbíla. Hvatinn til kaupa á dísilbílum var því aukinn. Því er ekki að undra að flestir nýir bílar sem komu á göturnar á Íslandi 2016 eru dísilbílar – réttur helmingur. Hlutfall rafbíla er því miður enn lágt. Þetta er dæmi um að stjórnvöld sofa á verðinum. Loftslagsmál eru sennilega stærsta viðfangsefni sam- tímans. Ef mengun af manna völdum heldur áfram óbreytt er staðhæft að hitastig á jörðinni muni hækka um fjórar gráður á Celsíus á þessari öld með voveif- legum afleiðingum; landbúnaðarsvæði þorna upp, jöklar bráðna og sjávarmál hækkar. Fólk mun flytjast í milljónavís frá ströndum og fjær matarkistunum. Sá sem ferðast hefur á norðurslóðir og séð bráðnun Grænlandsjökuls eða til Suður-Kína og séð hvernig mengun af mannanna völdum eitrar andrúmsloftið og skyggir á sjálfa sólina, veit að hættan er raunveruleg. Það mun fara illa ef ekkert er að gert. Parísarsamkomu- lagið er þar mikilvægt þótt mörgum þyki það ganga of skammt. Við hér getum ekki setið aðgerðarlaus hjá. Við skulum passa landið okkar og haga neyslunni svo að sem minnstur skaði hljótist af. Hver og einn verður að taka ábyrgð á sjálfum sér. Stjórnvöld geta lagt sitt af mörkum með lagasetningu sem verndar náttúruperlur, refsar umhverfissóðum og beinir neyslu fólks í rétta átt. Tíðindin af dísilálögunum benda þó til að stjórnvöld fylgist illa með þróun annars staðar í veröldinni. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er stiklað á stóru þegar kemur að umhverfismálum: „Gerð verður aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísar- samkomulagið. Áætlunin feli meðal annars í sér græna hvata, skógrækt, landgræðslu og orkuskipti í sam- göngum.“ Nú þarf að láta verkin tala. Fyrsta skrefið gæti verið að vinda ofan af röngum hvötum í eldsneytisgjalda- kerfinu. Margt smátt gerir eitt stórt. Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Þetta er dæmi um að stjórn- völd sofa á verðinum. Loftslagsmál eru sennilega stærsta viðfangsefni samtímans. Stærsta málið Í svefnherberginu mínu er kommóða sem fyllir mig í senn fjörgandi gleði og lamandi harmi. Kommóðan er barmafull af barnafötum sem sjö mánaða sonur minn er að mestu vaxinn upp úr. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að grisja skúffurnar og búa til pláss fyrir föt sem passa liggur framtíðarfatnaður drengsins vegalaus í plastbala á svefnherbergisgólfinu. Sonurinn stóð í göngugrind við hlið mér. Þetta var þriðja tilraun til að tækla kommóðuna. Ég opnaði efstu skúffuna. Þar lá grái samfestingurinn með brodd- göltunum sem hann klæddist þegar hann kom heim af spítalanum. Þarna voru skórnir sem ég færði hann í þegar ég tók eftir fyrstu tönninni. Sonur minn skríkti, beraði góminn. Tennurnar voru orðnar fjórar. Fjórar! Nei. Verkið var mér um megn. Ég lokaði skúffunni. Þrjú þúsund milljón sinnum Löngun okkar til að ekkert breytist ristir djúpt. Við geymum úr sér gengin seðlaveski í öruggum hirslum innan um götuð vegabréf og ónýt armbandsúr. Við heim- sækjum æskuslóðirnar og okkur hlýnar um hjartarætur er við sjáum gamla sandkassann og öndum að okkur sætri lykt af kattahlandi. Því ef eitthvað er varanlegt í ver- öldinni getum við kannski verið það líka. Í þrá okkar eftir óbreytanleika speglast von okkar um ódauðleika. Trúleysingjar og aðrir sem ekki ganga út frá lífi eftir dauðann eru oft spurðir að því hvernig þeir fari að því að setja annan fótinn fram fyrir hinn; hvernig þeir finni tilgang til að ganga fram veginn ef þeir telji að hann leiði aðeins að ókleifum grjótvegg. Bandaríski eðlisfræðingurinn Sean Carroll leitaðist við að svara spurningunni í nýrri bók sinni The Big Picture: On the Origins of Life, Meaning, and the Universe Itself. Niðurstaða hans var á þessa leið: Meðal mannshjartað slær aðeins þrjú þúsund milljón sinnum áður en yfir lýkur. Við þeirri staðreynd er hægt að bregðast með tvennum hætti. 1) Láta bugast af því hve grimmilega nauman tíma náttúran skammtar okkur. 2) Nýta hvern einasta hjartslátt til hins ýtrasta. Skattaskjóls-skipstjóri í stafni Í liðinni viku furðuðu fjölmargir erlendir fjölmiðlar sig á okkur Íslendingum. Ástæðan var hin nýja ríkisstjórn landsins. Í kjölfar Panamalekans kölluðum við svo hátt eftir breytingum, við börðumst svo hart fyrir því að siðferðilega vankaðir aflendingar hunskuðust úr valda- stólum, að boða varð til kosninga. Niðurstaðan liggur nú fyrir: Í stafni stendur á ný skattaskjóls-skipstjóri. Stefnu- mál nýrrar stjórnar eru í grófum dráttum þau sömu og þeirrar gömlu. Pólitísk undanbrögð, útúrsnúningar og lygar virðast enn hornsteinn stjórnmálamenningarinnar. Það er eitthvað hughreystandi við það að hlutirnir breytist ekki, við hið gamla góða. Kannski að Bjarni Ben geti haldið föðurlegum hlífiskildi yfir okkur og logið góðlátlega að okkur um skýrslur og aflandseignir eins og foreldri lýgur að barni um jólasveininn um alla eilífð. Kannski að sonur minn geti þá um alla eilífð verið sjö mánaða brosböggull með bollukinnar og fjórar tennur sem aldrei er með unglingauppsteyt og flytur aldrei að heiman. Kannski. Við vitum þó öll sannleikann. Dægurflugan lifir aðeins einn dag. Sólin mun lognast út af eftir fimm milljarða ára. Endalokin eru í eðli náttúrunnar. En í stað þess að loka augunum fyrir þeirri staðreynd ættum við að nýta okkur hana. Þegar allt má bíða „Dauðinn er dökka undirlagið sem spegill þarf að hafa til að maður sjái eitthvað í honum.“ Saul Bellow. Segjum sem svo að við lifðum að eilífu. Þá væri engin ástæða til að hefja loks háskólanámið, sækja um stöðu- hækkunina, lesa Halldór Laxness, finna ástina, eignast börn, fara í heilsuátak. Ef við hefðum óendanlega mikinn tíma gætum við gert allt – en allt mætti líka bíða. Dauðinn gerir lífið aðkallandi. Hann setur hlutina í samhengi. Beinir athygli okkar að því sem skiptir máli. Þrír milljarðar hjartslátta. Klukkan tifar. Kannski að við ættum að muna það næst þegar við stígum inn í kjör- klefa. Góðlátlegar lygar, að eilífu, amen Útsala hjá netverslun Dásemda.is Allt að 70% afsláttur af öllum vörum Vandaður og skemmtilegur barnafatnaður Endilega kíkið inn á www.dasemdir.is Hnoðravellir 11 Sími 891 8165Erum með Netgíró Heimsendum um allt land 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 1 -E E 6 4 1 B F 1 -E D 2 8 1 B F 1 -E B E C 1 B F 1 -E A B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.