Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 31
„Nú um mánaðamótin tökum við í notkun nýtt bókunarkerfi, nýja heimasíðu og sumarbæklingur Gaman Ferða kemur út 28. janú­ ar. Þar með verða Gaman Ferð­ ir eina ferðaskrifstofan á land­ inu sem getur boðið viðlíka fram­ boð á gististöðum, en við komum til með að bjóða upp á pakkaferðir á alla áfangastaði WOW air, hvort sem það eru sólarlönd eða borg­ arferðir. Það eru spennandi tímar fram undan og ég þori að fullyrða að við verðum skrefinu framar samkeppninni þegar kemur að framboði ferða,“ segir Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir, forstöðukona Gaman Ferða. Í sumar bjóða Gaman Ferð­ ir meðal annars ferðir til strand­ bæjarins Salou á Costa Dorada, til Costa Brava, Tenerife og Beni­ dorm. Þá eru einnig í boði ferð­ ir til Albir, Calpe, Kanarí og Ali­ cante. Salou „Salou var mjög vinsæll áfanga­ staður hjá okkur í fyrra og bókan­ irnar hrannast inn hjá okkur fyrir sumarið 2017,“ segir Ingibjörg. „Þetta er fallegur strandbær þar sem við erum með fjölskyldu­ væna gistingu en þetta er einnig skemmtilegur áfangastaður fyrir pör og eða vinahópa. Í Salou er hægt að gera svo ótrúlega margt en svæðið er í rétt um klukku­ stundar fjarlægð frá Barcelona. Fólk getur því sameinað sólar­ landaferð og stórborgarferð í einum pakka með því að taka lest­ ina á milli fyrir nokkrar evrur. Í Salou er að finna skemmtigarðinn Port Aventura og nú í ár verður opnaður nýr garður, Ferrari Park. Í Salou er að finna fjölda góðra veitingastaða og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.“ Costa Brava „Á Costa Brava­svæð­ inu verðum við með strandbæina Llor­ et de Mar, Santa S u s a n n a og Tossa de Mar. Á Lloret de Mar erum við með æðislega gististaði sem henta fjöl­ skyldufólki með börn. Á Hótelinu Olym­ pic Palace er til dæmis að finna vatnaparadís með rennibrautum og þá erum við að taka inn tvö ný hótel sem eru einnig með vatnsrennibrauta­ garði, Gran Garbi og Gran Garbi Mar. Lloret de Mar er því frá­ bær kostur fyrir fjölskyldur sem kjósa fjör með börnunum sínum. En auðvitað bjóðum við líka upp á hótel sem eru aðeins fyrir full­ orðna eins og Delamar en það er virkilega flott, nýtískulegt og var opnað 2016. Það er því eitthvað í boði fyrir alla,“ útskýrir Ingibjörg. „Tossa de Mar er einn af mínum uppáhaldstöð­ u m . Hótel Gran Reymar er fjögurra stjörnu sup­ erior hótel, staðsett í þessum fal­ lega bæ alveg niðri við strönd­ ina. Það er hér sem ég mundi eyða mínu sumarfríi. Í Tossa de Mar er að finna fjölda gourmet­veitingastaða og ynd­ islegt að ganga um þröngar og litlar göturnar í gamla bænum, setjast niður, snæða tapas og horfa á mannlífið. Tossa de Mar er sjarmerandi og rómantískur staður.“ Tenerife „Gaman Ferðir eru með ferðir til Tenerife tvisvar í viku allt árið um kring. Tenerife er einn vin­ sælasti áfangastaður okkar Ís­ lendinga og þangað viljum við fara aftur og aftur. Mér þykir alltaf jafn gaman að fara þang­ að, enda er svo ótal margt hægt að gera á Tenerife. Góðir veitinga­ staðir, alltaf gott veður og það er svo sannarlega hægt að versla.“ Gaman Ferðir bjóða meðal annars upp á gististaðinn Green Garden Resort & Suite sem er glæsilegt 4 stjörnu fjölskylduhótel á Tenerife. „Þetta var okkar langvinsælasti gististaður í fyrra og margar af sömu fjölskyldunum hafa pantað aftur í sumar. Green Garden hefur meðal annars fengið viðurkenn­ ingu fyrir að vera eitt af topp 25 bestu fjölskylduhótelum á Spáni. Ég mæli hiklaust með þessu hót­ eli,“ segir Ingibjörg. Siglingar Gaman Ferðir hafa gert samning við tvö skipafélög og bjóða upp á spennandi siglingu um Karíba­ hafið í október. Ingibjörg segir ferðina hafa fengið góð viðbrögð og unnið sé að því að bæta við fleiri siglingum. „Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og á næstu dögum munum við setja fleiri siglingar í sölu hjá Gaman Ferðum. Þetta er fljótandi lúxus í átta daga á glænýju skipi sem tekið var í notkun á síðasta ári. Í skemmtiferðasiglingu vakna gestir á nýrri paradísareyju á hverjum degi sem er svo sann­ arlega upplifun út af fyrir sig.“ segir Ingibjörg. Fylgjast með á samfélagsmiðlunum „Við hjá Gaman Ferðum leggjum okkur fram um að veita persónu­ lega og umfram allt skemmtilega þjónustu og hvetjum alla til að fylgjast með okkur á samfélags­ miðlunum Facebook, Snapchat og Instagram. Þar er margt spenn­ andi að fara í gang hjá okkur á næstu dögum. Við viljum um­ fram allt að okkar farþegar kom­ ist í sumarfrí á hagstæðum kjör­ um og hafi gaman í sínu sumarfríi eins og nafnið okkar bendir til.“ Nánari upplýsingar má finna á www.gaman.is Við hjá Gaman Ferðum leggjum okkur fram um að veita persónulega og umfram allt skemmtilega þjón- ustu og hvetjum alla til að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlunum Facebook, Snapchat og Instagram. Þar er margt spennandi að fara í gang. Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir Ferðir 14. janúar 2017 KyNNINGarblað Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir, forstöðu- kona Gaman Ferða. „Í Tossa de Mar er að finna fjölda gourmet-veitingastaða og yndislegt að ganga um þröngar og litlar göturnar í gamla bænum.“ MyNdIr/GaMaN FErðIr Hotel Green Garden var einn langvinsælasti gististaður Gaman Ferða á síðasta ári. Hótelið var eitt af topp 25 bestu fjölskylduhótelum á Spáni í fyrra. Green Garden resort & Suite er glæsilegt 4 stjörnu hótel. Sumarfrí með Gaman Ferðum Gaman Ferðir bjóða fjölbreytt úrval sólarlandaferða sumarið 2017. Nýtt bókunarkerfi gerir viðskiptavinum kleift að bóka flug og gistingu til allra áfangastaða WOW air í einni bókun. Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir, forstöðukona Gaman Ferða, segir spennandi sumar fram undan. Spennandi sigling um Karíbahafið. 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F 1 -F D 3 4 1 B F 1 -F B F 8 1 B F 1 -F A B C 1 B F 1 -F 9 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.