Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 84
Fæddur: 26. október 1968. Maki: Helga Hákonardóttir. Börn: Atli Freyr, Ásdís Elfa og Lilja (og afastelpan Eygló Aría). Foreldrar: Brynjólfur Jónsson frá Rauðhúsum í Eyjafirði fram og Guðný Halldóra Árelíusdóttir frá Geldingsá á Svalbarðsströnd. Menntun: Magister Artium próf í sagnfræði og þýzku, kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla. Hef auk þess stundað nám í íslenzku á BA-stigi og doktorsnám í norrænum fræðum. Fyrri störf: Hef verið framhaldsskólakennari að aðalstarfi frá árinu 1998 við FNV, VMA og MA. Auk þess hef ég starfað við leiðsögn, prófarkalestur, ritstjórn og ýmislegt fleira. Áhugamál: Fótboltagláp, bækur, útivist. Hver hefur þinn ferill í stjórn­ málum verið? Hvar byrjaði þetta allt? Ég hef í gegnum tíðina kosið allt mögulegt, en fann að lokum fjölina mína þegar ég skráði mig í Pírata 30. janúar 2016 og fór að sækja fundi á þeirra vegum í minni heimabyggð, Akureyri. Ég var kosinn í stjórn Pírata á Norðausturlandi 12. marz 2016 og hef síðan þá verið á kafi í pólitísku vafstri. Hvernig lýst þér á þingmanns­ starfið? Mér lízt sérlega vel á þingmannsstarfið, a.m.k. enn sem komið er, enda nýjabrum á þessu öllu og ótrúlega skemmtilegt að lenda í hringiðu stjórnarmynd- unarviðræðna. Kvíðirðu fyrir einhverju varðandi starfið? Hverjar verða hindranirnar? Ég kvíði einna helzt illmælgi og dónaskap frá fólki sem gerir engan greinarmun á þingmönnum mismunandi flokka. Ég hef fengið fúkyrði og skammir, aðallega í tölvupósti, frá fólki sem telur ekki ómaksins vert að kynna sér hvaða afstöðu ég hef tekið og hvort ég eigi sök á því hvernig komið er í viðeigandi máli. Hindranirnar felast í starfsað- ferðum þingsins, sem eru úreltar að hluta til, og í varðstöðufólkinu sem gengur erinda hagsmunaað- ila og vill viðhalda bjöguðum kerfum samfélagsins þeirra vegna, þ.e. hagsmunaaðilanna. Hvað úr reynslubankanum mun nýtast þér í nýja starfinu? Ég hef lært að umgangast fólk af öllum stærðum og gerðum í starfi mínu hingað til. Sú reynzla mun örugglega nýtast mér rétt eins og menntun mín, sérstaklega sagn- fræðimenntunin, enda er staðgóð þekking á fortíðinni nauðsynleg við mótun framtíðarinnar. Sérðu fyrir þér að gera stjórn­ mál að ævistarfinu? Ég þori engu að spá um það. Ég er ekki viss um að stjórnmálmenn sem eru „of“ lengi í þessu harki séu góðir stjórnmálamenn. Nýir vendir sópa bezt, er stundum sagt. Hvar ólstu manninn og hvernig var æska þín? Ég er fæddur og upp alinn á Akureyri og hef búið þar mestan hluta ævi minnar. Á sumrin var ég í vegavinnu, sem var að flestu leyti mjög góður skóli, frá sjö ára aldri og fram á fullorðinsár. Ég held að mín æska hafi ekki verið frábrugðin æsku annarra krakka á Akureyri, en fjölskylduaðstæður hefðu vissu- lega mátt vera okkur bræðrum hagfelldari. Hvernig nærir þú þig andlega? Andlega næringu fæ ég fyrst og fremst úr bókum, og útivist reyndar líka. En líkamlega? Ég hef reynt að hreyfa mig eitthvað, t.d. með því að stunda gönguferðir um dali og fjöll. Ég hef þó verið allt of latur við það síðustu mánuðina. Hver er fallegasti staðurinn sem þú hefur komið á? Mývatnssveit í froststillum verð ég að segja. Hef þó bara upplifað það einu sinni. Uppáhaldsborg utan landstein­ anna? Berlín. Hvert langar þig mest að ferðast? Á framandi slóðir, utan Evrópu helzt. Hvernig verðu helgarfríum? Ég fer heim til Akureyrar til að dvelja í faðmi fjölskyldunnar minnar. Hvaða hljómsveit eða tónlistar­ maður er mest spilaður á Spot­ ify­aðganginum þínum? Nota Spotify reyndar mjög lítið. Síðast hlustaði ég á Adele og Óskar Pétursson. Annars hlusta ég frekar á klassíska tónlist. Hvað er síðasta myndband sem þú horfðir á á Youtube? TEDX- myndbandið Beyond the Culture of Contest með Michael Karlberg. Hvert er uppáhaldsjólalagið? „Ég og þú“ í flutningi Höllu Mar- grétar og Eiríks Haukssonar. Hefurðu lent í lífsháska eða annarri dramatískri lífsreynslu? Ég hef ekki lent í lífsháska en einhver óþægilegasta lífsreynzla mín tengist Auschwitz-fangabúð- unum í Póllandi. Ég dvaldi þar í fjóra daga árið 1994 ásamt öðrum sagnfræðinemum við Háskólann í Göttingen í Þýzkalandi og fékk að kynnast þeim hryllingi sem þar hafði viðgengist enn nánar en aðrir safngestir. Ekki bætti svo úr skák þegar aldraður maður horfði á mig einhverjum mestu hatursaugum sem ég hef nokkru sinni verið litinn. Líklega hefur þarna verið um að ræða einhvern sem hefur lifað helförina af og talið að ég og danskur félagi minn værum Þjóðverjar, þar sem við töluðum þýzku. Þess má geta að við töluðum ensku, lágum rómi, það sem eftir lifði dvalarinnar á þessum skelfilega stað. Ertu ekki frekar ódæmigerður Pírati, bæði í tengslum við aldur og fyrri störf? Hvar stóðstu í pólitík áður en Píratar voru stofnaðir? Ef staðalímynd Pírata er notuð sem viðmið sker ég mig svo sannarlega úr hópnum. Ég hef t.d. aldrei fengist við forritun og er frekar ósjálf- bjarga þegar kemur að tölvum yfirleitt. Það hefur þó komið mér skemmtilega á óvart að Píratar og kjósendur þeirra eru ekki jafn eins leitur hópur og margir hafa talið. Hvað þingflokkinn varðar þá er ég næstelztur og reyni að miðla af reynsluforskoti mínu til hinna þegar ég get. Ég hef, eins og áður sagði, kosið ýmsa flokka í gegnum tíðina, en þegar ég kynntist Pírötum fann ég að ég var kominn heim. Hérna hafði ég kynnst stjórnmálaafli sem vill breyta gangi sögunnar. Vonandi munu komandi kynslóð- ir rifja upp mín verk og annarra Pírata með velþóknun þegar þær líta yfir söguhlaðborð fortíðar. Litinn hornauga í Auschwitz Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi, er ekki hinn dæmigerði Pírati. Hann kvíðir helst dónaskap og illmælgi í nýja starfinu og segir starfsaðferðir þingsins oft og tíðum úreltar. Einar Brynjólfsson alþingismaður segist ekki vera dæmigerður Pírati. Hann hafi þó upplifað sig kominn heim þegar hann gekk til liðs við flokkinn. FréttaBlaðið/EYþór Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is Þekktu þingmanninn Einar Brynjólfsson Úr fjölskyldualbúminu: Við fjölskyldan á römblunni í Barcelona árið 2016. ég ásamt lilju minni í Prag árið 2015. Fjölskyldumynd frá því þegar dóttir mín útskrifaðist árið 2014. 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r32 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F 2 -1 0 F 4 1 B F 2 -0 F B 8 1 B F 2 -0 E 7 C 1 B F 2 -0 D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.