Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2017, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 14.01.2017, Qupperneq 36
Anna Karen Kolbeins gerðist vegan fyrir rétt rúmu ári út af dýra verndunar sjónar mið um. Hún segist elska öll dýr og ákvað að hún gæti ekki búið til línu á milli dýra til að borða og dýra til að klappa og elska. „Þannig að ég strokaði út lín­ una og ákvaða að skilja öll dýr frá diskinum mínum.“ Í upphafi keypti hún oft soja­ kjöt en uppáhaldshráefni hennar í dag eru baunir, grænmeti, hnetur og góð krydd. „Uppáhaldsmaturinn minn er samt indverskur matur en afi minn kemur þaðan og ber því ábyrgð á ástríðu minni á ind­ verskri matargerð.“ Anna Karen heldur úti matar­ blogginu The Broke Vegans (the­ brokevegans.wordpress.com) ásamt Bylgju Gujónsdóttir auk þess sem hún matreiðir og fjallar um vegan vörur og fleira á Snap chat (@anna­ karenk). „Vegan matarbloggin og vegan snöppin eru æðisleg. Ég hef kynnst fullt af skemmtilegu fólki þar og gaman er að sjá hvað aðrir eru að elda og sjá mismunandi stíla.“ Hér gefur hún lesendum Frétta­ blaðsins tvær ljúffengar uppskrift­ ir að einföldum og góðum vegan réttum. Indverskur grænmetIsréttur 1 gulur laukur, saxaður smátt 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt 7-9 kartöflur, frekar litlar 180 g blómkál, skorið frekar gróft 130 g grænar baunir, mega vera úr dós eða frosnar 3 grænir chili með fræjum, saxaðir smátt 1 rauð lítil paprika, skorin í þunnar ræmur og síðan til helminga Örlítið ferskt engifer, raspað (má nota engiferkrydd) Nokkur fersk kóríanderlauf 1 dós kókosmjólk 1 dós tómatpúrra (ef þið viljið ekki tómatbragð má sleppa) 1 tsk. sinnepsfræ 1 tsk. cumin-krydd 1/2 tsk. túrmerikkrydd 1 tsk. jeera-krydd 1/2 tsk. chili-krydd Örlítið salt 1 bolli hrísgrjón á móti 2 bollum af vatni 2 negulnaglar Varðandi kryddið í uppskrift er mjög erfitt að segja til um hversu mikið þarf. Ég slumpa yfirleitt og bæti síðan út í því sem mér finnst vanta upp á. Þið kryddið bara eftir smekk. Setjið kartöflurnar í pott í smá tíma áður en þær eru settar á pönnuna en ofsjóð­ ið ekki. Á meðan er allt græn­ metið skorið. Hitið olíu á pönnu á miðlungs hita. Þegar hún hitnar eru sinn­ epsfræin sett á pönn­ una. Bíðið eftir að fræin „poppi“. Bætið næst lauknum við ásamt kryddunum og hrærið þangað til laukurinn er mjúkur. Næst er blómkálinu, papr­ ikunni, chili, baunum og engiferinu bætt við og blandað vel saman. Næst er kókosmjólkinni og tóm­ atpúrrunni bætt við. Hrærið mjög vel og setjið lok yfir pönnuna. Þegar kartöflurnar eru orðnar ágætlega mjúkar eru þær teknar af hell­ unni og köldu vatni hellt yfir þær þangað til þær kólna. Skerið þær í báta og bætið þeim út á pönnuna og hafið á miðlungshita. Smakkið og kryddið ef ykkur finnst þörf á. Best er að leyfa þessu að malla í smá tíma og leyfa grænmetinu að sjúga í sig vökvann með kryddun­ um. Þegar styttist í að rétturinn verði tilbúinn eru hrísgrjón­ in skoluð upp úr köldu vatni í sigti, 2 bollum af vatni bætt í pott ásamt 1 bolla af hrísgrjónum og negul­ nöglunum. Hitið að suðu, slökkvið á hellunni og setjið lokið yfir hrís­ grjónin. Í lokin er ferskur kóríander settur út á réttinn. Hráefnin eru ódýr og kryddin fást ódýrt í asískum mörkuðun­ um hér á landi. Í réttinn er hægt að setja alls konar grænmeti, t.d. gul­ rætur, spergilkál, kjúklingabaun­ ir, sveppi, hnetur o.fl. Gott er að frysta afgangana og nota sem nesti í vinnu eða skóla. núðlu-tófú réttur 1 pakki rísnúðlur 2 gulrætur 1 rauð paprika 1 lítill spergilkálhaus 2 vorlaukar 1 kúrbítur 1 laukur 2 hvítlauksgeirar 1 pakki firm tófú Sesamfræ Kasjúhnetur Bragðlaus olía (t.d. sólblóma- olía) Tamarisósa Ristuð sesamolía Krydd eftir smekk en ég nota salt og pipar, garam masala, túrmerik og cumin. Annað grænmeti sem er gott að nota er t.d. blómkál, spínat og hvít- kál. tófúmarinering Best er að opna tófúið sem fyrst um daginn svo það nái að þorna og liggja í marineringu í góðan tíma. Skolið tófúið og skera kubbinn í fimm sneiðar. Pressið, skiptið um viskustykki og pressið aftur. Sker­ ið síðan tófúsneiðarnar í jafnstóra bita, t.d. á stærð við munnbita. Látið helst tófúið þorna í nokkra klukkutíma áður en það er sett í marineringu. Í marineringuna nota ég sól­ blómaolíu, tamarisósu, ristaða sesam olíu, salt og pipar, hvít­ laukskrydd, túrmerik, garam mas­ ala og kúmen (chili og chiliflög­ ur ef engin börn eru að borða). Slumpa yfirleitt olíurnar og krydd­ in og krydda eftir smekk. Hellið henni í poka. Setja tófúið í pokann og lokið honum. Hreyfið pokann af og til svo marineringin nái yfir alla bitana. Leyfa tófúinu að marinerast eins lengi og hægt er, þannig nær það að draga í sig olíurnar og kryddin. núðlur Setið núðlurnar í pott í 7 mínútur. Passið að sjóða ekki of lengi þar sem þær fara á pönnuna með tófú­ inu og grænmetinu. Þegar núðlurn­ ar eru tilbúnar eru þær settar í sigti og skolaðar í köldu vatni. grænmetið Laukurinn, hvítlaukurinn, gulræt­ urnar og spergilkálið er fyrst sett á pönnuna. Steikt upp úr vatni og hrært reglulega í. Best er að setja lok yfir svo það nái að gufusjóðast í smá stund. Þegar það er orðið mjúkt er hinu grænmetinu bætt út í. Að öllum líkindum er vatnið gufað upp og þá er sólblómaolíunni bætt út í ásamt smá af sesamolí­ unni, tamarisósunni, kasjúhnetum og nógu af sesamfræum. tófúið Tófúið þarf ágætan tíma svo best er að setja það á sér pönnu áður en grænmetið, sem þarf stuttan tíma. Tófúið er steikt upp úr mariner­ ingunni, vel á öllum hliðum þang­ að til það er komin brúnn gljái á allar hliðar. Mér finnst best að hafa það stökkt á hliðunum og mjúkt að innan. Smakkið tófúið til og þegar það er næstum tilbúið er restin af grænmetinu sett á pönnuna með lauknum, gulrótunum og spergil­ kálinu. Tófúinu bætt út í og steikið þar til allt verður tilbúið. Núðlunum er næst bætt við smátt og smátt og blandað vel saman. Í lokin bæti ég yfirleitt tamarisósu á núðlurnar. Steikið núðlurnar, tófúið og græn­ metið í smá tíma þar til núðlurnar eru orðnar heitar. Vegan matar- bloggin og vegan snöppin eru æðisleg. Ég hef kynnst fullt af skemmtilegu fólki þar og gaman er að sjá hvað aðrir eru að elda. Anna Karen Kolbeins Starri Freyr Jónsson starri@365.is „Uppáhaldsmaturinn minn er samt indverskur matur en afi minn kemur þaðan og ber því ábyrgð á ástríðu minni á indverskri matargerð,“ segir Anna Karen Kolbeins. MYND/ANTON BRINK sækIr Innblástur tIl Indlands Indverskur matur er í mestu uppáhaldi hjá Önnu Karenu Kolbeins en hún á ættir að rekja til Indlands. Anna Karen gerðist vegan fyrir rúmu ári út af dýraverndunarsjónarmiðum og heldur úti matarblogginu The Broke Vegans ásamt Bylgju Guðjónsdóttur. Hér gefur hún lesendum tvær ljúffengar vegan uppskriftir sem flestir ættu að ráða vel við. Inverski grænmetis- rétturinn er úr fjöl- breyttum hráefnum. Mikið af hollu og góðu grænmeti er í núðlu-tófú réttinum. 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r4 F ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 2 -5 6 1 4 1 B F 2 -5 4 D 8 1 B F 2 -5 3 9 C 1 B F 2 -5 2 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.