Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 108
Sæunn Ingibjörg Mar­inósdóttir er upp lýs­inga full trúi Sam taka græn met isæta á Íslandi. Sam tök in standa fyr ir Veganú ar­áskor un inni í annað sinn í ár. Fjölmargir Íslend­ ingar taka þátt í áskoruninni þótt víst sé að mörgum finnist erfitt að takast á við meiriháttar lífsstíls­ breytingar. Umskiptin úr óhófi desembermánaðar yfir í grænmetis­ fæði í janúar er enda stórt stökk. Sæunn segir mikilvægt að fólk láti ekki áhyggjur af því að gera rétt eða rangt ráða för. „Mig langar að gefa fólki leyfi til að treysta eigin innsæi, prófa sig áfram og hlusta vandlega á viðbrögð líkamans við þeirri fæðu sem í hann er látið. Við erum allt of fljót að vantreysta okkur sjálfum og erum almennt allt of áhyggjufull þegar kemur að næringu og heilsu. Ef við borðum nóg af heilli jurta­ fæðu í alls konar litum og af góðri fjölbreytni þurfum við ekki að stressa okkur mikið,“ segir Sæunn og segir gott að huga að því að borða á hverjum degi eitthvað af ávöxtum, grænmeti, hnetum, fræjum og korni. „En ekki missa okkur í skipulagi og skráningu. Ekki hafa of miklar áhyggjur af nýjustu fréttum úr heimi næringarfræðanna heldur muna að innst inni vitum við sjálf hvað er okkur og umhverfi okkar fyrir bestu,“ segir Sæunn, sem lumar á góðum ráðum fyrir byrjendur. „Mörgum finnst erfitt að skipta um gír í mataræðinu því það tekur bragðlaukana nokkrar vikur að venjast nýjum áherslum. Þá flýtir oft verulega fyrir að taka einn dag eða nokkra á nýpressuðum safa, þeyt­ ingum og e.t.v. yljandi grænmetis­ súpum. Það auðveldar umskiptin frá sætu, sykruðu og feitu mataræði yfir í hreinni og heilnæmari valkost að fara í tímabundinn einfaldleika og í framhaldinu bragðast einfaldasti matur eins og dýrindis veisla,“ lofar Sæunn. „Ég legg áherslu á að fólk næri sig vel, drekki hágæða safa og þeytinga, fái sér jafnvel ávexti og grænmeti til að fylla magann en líti alls ekki á safadagana sem skyndimegrun eða átak. Mér finnst t.d. gott að hefja daginn á næringarbombu sem inni­ heldur bæði prótein og góða fitu, fá mér súpu í hádeginu og næra mig svo á kaldpressuðum rauðrófusafa, grænum safa og narta í vatnsmel­ ónu fram á kvöldið.“ Hún segir hugarfarið mikilvægt. Sjálf hugsar hún um það í hvert skipti sem hún eldar og borðar að hún geti valið um kosti sem bæta heilsuna eða aðra sem gera það ekki. „Þar með er ekki sagt að síðarnefndi valkosturinn sé bannaður, stundum tek ég meðvitaða ákvörðun um að borða óhollari fæðu en venjulega og þá kýs ég að njóta þess,“ segir Sæunn. „Almennt legg ég mig fram um að borða sem mest heila fæðu úr jurtaríkinu, þ.e. úr hráefnum sem hafa verið sem minnst unnin og innihalda alla þá næringu sem þeim fylgdi frá náttúrunnar hendi. Ég elska einfaldleika og reyni alltaf að þróa uppskriftir sem krefjast ekki meira en 10­15 mínútna vinnu enda njóta góð hráefni sín best þegar eldunaraðferðirnar eru einfaldar og innihaldslistarnir stuttir.“ Sæunn lifir vegan lífi og borðar engar dýraafurðir. „En ég hef aldrei litið þannig á að eitthvað sé bannað, heldur einfaldlega eru dýraafurðir nokkuð sem mig langar aldrei í. Það er mikilvægt að hafa bannlist­ ann sem stystan, helst tóman, en minna sig á það hvers vegna sumt er ákjósanlegra en annað þegar mis­ munandi möguleikar eru vegnir og metnir. Smám saman dettur hitt og þetta út af radarnum og í dag finnst mér það fjarstæðukennd tilhugsun að fá mér t.a.m. glas af kóki eða bita af vínarpylsu, þetta er einfaldlega ekki lengur hluti af menginu matur í mínum huga,“ segir Sæunn. kristjanabjorg@frettabladid.is Lítil en farsæl skref að betri heilsu Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir er veganisti og gefur þeim góð ráð sem vilja breyta um lífsstíl á nýju ári. Hún segir mikilvægt að fara ekki of geyst og gera nokkrar einfaldar breytingar í einu á mataræðinu. Með tím- anum detti óhollustan út af matseðlinum. Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir segir gott að missa sig ekki í skipulagi og skráningu og hafa ekki áhyggjur af nýjustu fréttum um næringu. FréttablaðIð/anton brInk Álfrún Tryggvadóttir, sérfræð- ingur á skrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytis, hleypur úti allt árið og gefur lesendum góð ráð og lagalistann sem hvetur hana áfram í kuldanum. Hún hleypur allt árið og tekur þátt í flestum þeim keppnis- hlaupum sem eru í boði yfir árið. „Yfir veturinn held ég mér við með því að taka þátt í Powerade-vetrarhlaupunum sem eru einu sinni í mánuði, frá október til mars. Ég hleyp allan ársins hring en þó viðurkenni ég að það er erfiðara að koma sér af stað i kuldanum, en alltaf jafn gott þegar hlaupið er byrjað. Mér finnst best að hlaupa meðfram sjávarsíðunni en hleyp i logninu i Þing- holtunum þegar það er mikill vindur úti,“ segir Álfrún sem segir gott að búa sig vel. „Á veturna er ég i þykkum Nike- hlaupabuxum, ullarbol og með góða vettlinga.“ HLeypur útI aLLt árIð Mér fInnSt beSt að HLaupa MeðfraM SjávarSíð- unnI. álfrún tryggvadóttir viðurkennir að það sé erfiðara að koma sér út að hlaupa í kuldanum á veturna. Góður lagalisti hjálpar til. LagaLIStI áLfrúnar Freedom! '90 George Michael 93 'til Infinity Souls of Mischief lovely Day Bill Withers Call of the Wild GusGus Paper Planes M.I.A Hollaback Girl Gwen Stefani MC's act like they Don't know KRS-One fIMM fæðutegundIr SeM Sæunn MæLIr Með avókaDó Dásamlega næringarrík fæða sem ég elska að bæta við matinn minn, ýmist í þeytinga, sem meðlæti með kvöldmatnum eða hreinlega ofan á gott súrdeigsbrauð með ferskum sítrónusafa og örlitlu flögusalti. kínóa Frábær grunnur að máltíð eða stað- gengill fyrir meðlæti á borð við hrís- grjón og kúskús. Það er próteinríkt og nærandi, passar vel með flestu og má meira að segja skella soðnu kínóa út í morgunþeytinginn! Gerjaður Matur Gerjaður matur er ómissandi og auðvelt er að auka inntöku góð- gerla með því að fá sér matskeið af súrkáli með kvöldmatnum, vegan kókosjógúrt í morgunmat, kom- bucha-drykk í hádeginu eða þar til gerð gerlaskot eftir hentisemi. baunIr Baunir eru sífellt að koma sterkari inn sem einföld og mikilvæg hollustufæða. Þær eru ekki bara prótein- og næringarríkar heldur hefur komið í ljós að þær eru mjög mikilvægar varðandi stjórn blóð- sykurs og hafa dempandi áhrif á blóðsykursveiflur mörgum klukku- stundum eftir að þeirra er neytt. Það er auðvelt að bæta baunum í flestan mat og upplagt að prófa nokkrar tegundir til skiptis. Fersk eða frosin ber ættu að vera dagleg fæða hjá flestum, þau eru svo upp- full af næringu og andoxunarefnum auk þess hvað þau eru dásamlega ljúffeng. Frosin, lífræn ber út í þeytinginn eða hrærð saman við morgungrautinn eru gott veganesti út í daginn. í dag fInnSt Mér það fjarStæðu- kennd tILHugSun að fá Mér t.a.M. gLaS af kókI eða bIta af vínarpyLSu. 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r56 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð Lífið 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F 2 -1 5 E 4 1 B F 2 -1 4 A 8 1 B F 2 -1 3 6 C 1 B F 2 -1 2 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.