Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 22
„Það allra besta er að koma virki-
lega skemmtilega á óvart,“ segir
Jón Víðis töframaður, sem ætlar að
heimsækja Borgarbókasafnið í dag
og kenna gestum töfrabrögð. „Vin-
sælustu töfrabrögðin eru þau sem
bæði koma á óvart og er einfalt að
gera. Ég ætla að kenna létt töfra-
brögð, en kannski líka flókin, þeim
sem vilja læra,“ segir hann.
Heimsókn Jóns í Borgarsafnið er
hluti af dagskrá safnsins, Lifandi
laugardagar, og hefst hún klukkan
hálf tvö. Á Lifandi laugardögum er
boðið upp á fjölskylduvænt and-
rúmsloft og dagskrá fyrir börn.
Aðspurður um vinsælasta töfra-
bragðið segir hann það vafalaust
snúast um peninga. „Eitt af því vin-
sælasta er að breyta blaði í pening,
fólk hefur mjög gaman af því,“ segir
hann og býður alla velkomna. Bæði
börn og fullorðna.
Jón Víðis hefur starfað sem töfra-
maður frá aldamótum og kemur
reglulega fram. Hann er félagi í
Alþjóðasambandi töframanna,
IBM (International Brotherhood
of Magicians og heldur úti heima-
síðunni tofrar.is.
En hvað gerði hann áður en hann
sneri sér að töfrum?
„Ég var tölvumaður. Titillinn er
ekkert langt frá þeim nýja, töfra-
maður. Það munar nokkrum stöf-
um,“ segir hann og hlær. „En lífið er
allt annað síðan ég byrjaði að leggja
fyrir mig töfra. Það er gefandi að fá
að gleðja fólk.“
kristjanabjorg@frettabladid.is
Töfrar í loftinu á bókasafninu
Jón Víðis töframaður ætlar að kenna gestum Borgarbókasafnsins í Kringlunni töfrabrögð. Hann segir vinsælustu
töfrabrögðin ekki endilega vera þau erfiðustu heldur þau sem koma virkilega skemmtilega á óvart.
Töframaðurinn Jón Víðis starfaði áður við tölvur og segir gefandi að fá að gleðja fólk. FréTTablaðið/anTon brink
365.is Sími 1817
ÍSLAND - CHILE SUNNUDAG KL. 07:30
1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r22 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
helgin
1
4
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
F
2
-2
4
B
4
1
B
F
2
-2
3
7
8
1
B
F
2
-2
2
3
C
1
B
F
2
-2
1
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K