Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 21
Skattafróðleikur
á fimmtudegi
Breytingar á skattalögum
Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á skattalögum síðastliðið ár og eldri
breytingar að taka gildi núna í byrjun nýs árs. Á fróðleiksfundinum verður
farið yfir þessar breytingar og áhrif þeirra kynnt.
Er skjól í skattaskjólum?
Undanfarið ár hafa skattamál verið í brennidepli, Panama-skjöl, skattaskjól og
aflandsfélög eru hugtök sem hafa mikið verið í umræðunni og nýverið kom
út skýrsla er fjallar um aflandsfélög. Við munum fjalla um þessi mál og kynna
hvað hefur verið gert til að kom í veg fyrir að svona atburðir geti gerst aftur.
Fróðleiksfundir KPMG verða haldnir
vítt og breitt um landið á næstu vikum.
Reykjavík 26. janúar 8:30
Selfoss 2. febrúar 9:00
Sauðárkrókur 3. febrúar 13:00
Stykkishólmur 7. febrúar 16:00
Akureyri 8. febrúar 9:00
Akranes 9. febrúar 16:00
Reykjanesbær 10. febrúar 9:00
Höfn í Hornafirði 13. febrúar 16:00
Egilsstaðir 14. febrúar 16:15
Vestmannaeyjar 24. febrúar 9:00
Að venju verður skattabæklingi KPMG dreift
frítt, en hann er aðgengilegt hjálpargagn
þegar kemur að upplýsingum um skatta
og skyldur einstaklinga og fyrirtækja.
Þátttaka er án endurgjalds
og skráning á kpmg.is
KPMG | BORGARTÚNI 27 | 8. HÆÐ
FIMMTUDAGINN 26. JANÚAR | KL. 8:30 - 10:00
Handbolti Janus Daði Smárason
hefur leikið sinn síðasta leik með
Haukum, allavega í bili, en hann fer
til Álaborgar í Danmörku eftir HM í
Frakklandi.
Janus átti upphaflega að fara til Ála-
borgar eftir að tímabilinu hér heima
lyki og byrja að spila með liðinu frá
og með næsta tímabili. En í gær var
greint frá því að Haukar og Álaborg
hefðu komist að samkomulagi um
að leikstjórnandinn gengi strax til
liðs við danska liðið sem Aron Krist-
jánsson þjálfar.
„Það þróaðist þannig og þetta
gerðist dálítið hratt. Það eru spenn-
andi tímar en það er ekki strax því ég
er á HM núna. Ég ætla að njóta þess,“
sagði Janus í samtali við Fréttablaðið
í gær. Hann lék sinn fyrsta leik á stór-
móti gegn Spánverjum á fimmtudag-
inn og skoraði eitt mark. – iþs
Janus Daði strax
til Álaborgar
Fótbolti Stórleikur helgarinnar
í enska boltanum fer fram á Old
Trafford á morgun en þar leiða
sigursælustu félög enskrar knatt-
spyrnu, Manchester United og Liver-
pool, saman hesta sína.
Liverpool er í 2. sæti ensku úrvals-
deildarinnar með 44 stig, fimm stig-
um á eftir toppliði Chelsea sem sækir
Englandsmeistara Leicester City
heim í síðdegisleiknum í dag. United
er hins vegar í 6. sætinu með 39 stig,
fimm stigum á eftir Liverpool. Með
sigri á morgun draga lærisveinar Josés
Mourinho á Liverpool og gera sig enn
frekar gildandi í toppbaráttunni.
Bæði lið hafa verið á góðri siglingu
að undanförnu. United hefur unnið
fimm leiki í röð og er taplaust í deild-
inni frá 23. október. En þrátt fyrir gott
gengi að undanförnu virðist liðið fast
í 6. sætinu.
Liverpool er ósigrað í síðustu sex
deildarleikjum sínum en gekk ekki
jafn vel í bikarkeppnunum í vikunni.
Strákarnir hans Jürgens Klopp gerðu
markalaust jafntefli við D-deildarlið
Plymouth á sunnudaginn og töpuðu
svo 1-0 fyrir Southampton á miðviku-
daginn í fyrri leik liðanna í undan-
úrslitum deildarbikarsins. Það var
þó bót í máli að Philippe Coutinho
sneri aftur í lið Liverpool gegn South-
ampton eftir nokkurra vikna fjarveru
vegna meiðsla.
Leikur Manchester United og Liver-
pool hefst klukkan 16.00 á morgun og
verður sýndur í beinni útsendingu á
Stöð 2 Sport HD. Upphitun hefst hálf-
tíma fyrir leikinn. – iþs
Stórveldaslagur á Old Trafford
Zlatan Ibrahimovic var valinn leikmaður desembermánaðar. nordIcphotos/getty
Man. Utd hefur unnið
fjóra af síðustu fimm deildar-
leikjum gegn Liverpool.
Fótbolti Hannes Þór Halldórsson
getur ekki leikið með íslenska lands-
liðinu í fótbolta þegar það mætir Síle
í úrslitaleik Kínabikarsins á morgun.
Hannes fékk þungt högg á hnéð í
undanúrslitaleiknum gegn Kína sem
Ísland vann með tveimur mörkum
gegn engu. Hannes hefur verið í með-
höndlun hjá sjúkrateymi íslenska
liðsins síðustu daga og í samráði við
félag hans í Danmörku, Randers, var
ákveðið að hann héldi heim fyrr en
áætlað var þar sem meðhöndlun
verður haldið áfram.
Það kemur því annaðhvort í hlut
Ögmundar Kristinssonar eða Rúnars
Alex Rúnarssonar að standa í íslenska
markinu í fyrramálið. Sá síðarnefndi á
enn eftir að leika sinn fyrsta leik fyrir
A-landsliðið.
Leikur Íslands og Síle hefst klukkan
7.35 á morgun og verður sýndur í
beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
- iþs
Hannes
ekki með í
úrslitaleiknum
Meiddur á hné. FréttablaðIð/eyþór
s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 21l a U G a r d a G U r 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7
1
4
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
8
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
F
2
-1
F
C
4
1
B
F
2
-1
E
8
8
1
B
F
2
-1
D
4
C
1
B
F
2
-1
C
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K