Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 21
Skattafróðleikur á fimmtudegi Breytingar á skattalögum Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á skattalögum síðastliðið ár og eldri breytingar að taka gildi núna í byrjun nýs árs. Á fróðleiksfundinum verður farið yfir þessar breytingar og áhrif þeirra kynnt. Er skjól í skattaskjólum? Undanfarið ár hafa skattamál verið í brennidepli, Panama-skjöl, skattaskjól og aflandsfélög eru hugtök sem hafa mikið verið í umræðunni og nýverið kom út skýrsla er fjallar um aflandsfélög. Við munum fjalla um þessi mál og kynna hvað hefur verið gert til að kom í veg fyrir að svona atburðir geti gerst aftur. Fróðleiksfundir KPMG verða haldnir vítt og breitt um landið á næstu vikum. Reykjavík 26. janúar 8:30 Selfoss 2. febrúar 9:00 Sauðárkrókur 3. febrúar 13:00 Stykkishólmur 7. febrúar 16:00 Akureyri 8. febrúar 9:00 Akranes 9. febrúar 16:00 Reykjanesbær 10. febrúar 9:00 Höfn í Hornafirði 13. febrúar 16:00 Egilsstaðir 14. febrúar 16:15 Vestmannaeyjar 24. febrúar 9:00 Að venju verður skattabæklingi KPMG dreift frítt, en hann er aðgengilegt hjálpargagn þegar kemur að upplýsingum um skatta og skyldur einstaklinga og fyrirtækja. Þátttaka er án endurgjalds og skráning á kpmg.is KPMG | BORGARTÚNI 27 | 8. HÆÐ FIMMTUDAGINN 26. JANÚAR | KL. 8:30 - 10:00 Handbolti Janus Daði Smárason hefur leikið sinn síðasta leik með Haukum, allavega í bili, en hann fer til Álaborgar í Danmörku eftir HM í Frakklandi. Janus átti upphaflega að fara til Ála- borgar eftir að tímabilinu hér heima lyki og byrja að spila með liðinu frá og með næsta tímabili. En í gær var greint frá því að Haukar og Álaborg hefðu komist að samkomulagi um að leikstjórnandinn gengi strax til liðs við danska liðið sem Aron Krist- jánsson þjálfar. „Það þróaðist þannig og þetta gerðist dálítið hratt. Það eru spenn- andi tímar en það er ekki strax því ég er á HM núna. Ég ætla að njóta þess,“ sagði Janus í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann lék sinn fyrsta leik á stór- móti gegn Spánverjum á fimmtudag- inn og skoraði eitt mark. – iþs Janus Daði strax til Álaborgar Fótbolti Stórleikur helgarinnar í enska boltanum fer fram á Old Trafford á morgun en þar leiða sigursælustu félög enskrar knatt- spyrnu, Manchester United og Liver- pool, saman hesta sína. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvals- deildarinnar með 44 stig, fimm stig- um á eftir toppliði Chelsea sem sækir Englandsmeistara Leicester City heim í síðdegisleiknum í dag. United er hins vegar í 6. sætinu með 39 stig, fimm stigum á eftir Liverpool. Með sigri á morgun draga lærisveinar Josés Mourinho á Liverpool og gera sig enn frekar gildandi í toppbaráttunni. Bæði lið hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. United hefur unnið fimm leiki í röð og er taplaust í deild- inni frá 23. október. En þrátt fyrir gott gengi að undanförnu virðist liðið fast í 6. sætinu. Liverpool er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum sínum en gekk ekki jafn vel í bikarkeppnunum í vikunni. Strákarnir hans Jürgens Klopp gerðu markalaust jafntefli við D-deildarlið Plymouth á sunnudaginn og töpuðu svo 1-0 fyrir Southampton á miðviku- daginn í fyrri leik liðanna í undan- úrslitum deildarbikarsins. Það var þó bót í máli að Philippe Coutinho sneri aftur í lið Liverpool gegn South- ampton eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla. Leikur Manchester United og Liver- pool hefst klukkan 16.00 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Upphitun hefst hálf- tíma fyrir leikinn. – iþs Stórveldaslagur á Old Trafford Zlatan Ibrahimovic var valinn leikmaður desembermánaðar. nordIcphotos/getty Man. Utd hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildar- leikjum gegn Liverpool. Fótbolti Hannes Þór Halldórsson getur ekki leikið með íslenska lands- liðinu í fótbolta þegar það mætir Síle í úrslitaleik Kínabikarsins á morgun. Hannes fékk þungt högg á hnéð í undanúrslitaleiknum gegn Kína sem Ísland vann með tveimur mörkum gegn engu. Hannes hefur verið í með- höndlun hjá sjúkrateymi íslenska liðsins síðustu daga og í samráði við félag hans í Danmörku, Randers, var ákveðið að hann héldi heim fyrr en áætlað var þar sem meðhöndlun verður haldið áfram. Það kemur því annaðhvort í hlut Ögmundar Kristinssonar eða Rúnars Alex Rúnarssonar að standa í íslenska markinu í fyrramálið. Sá síðarnefndi á enn eftir að leika sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið. Leikur Íslands og Síle hefst klukkan 7.35 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. - iþs Hannes ekki með í úrslitaleiknum Meiddur á hné. FréttablaðIð/eyþór s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 21l a U G a r d a G U r 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F 2 -1 F C 4 1 B F 2 -1 E 8 8 1 B F 2 -1 D 4 C 1 B F 2 -1 C 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.