Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 32
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
UmSjónarmaðUr aUglýSinga
Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439
ÁbyrgðarmaðUr
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
Ástralía er stórkostlegt land sem
býður upp á flest það sem ævin-
týraþyrstir ferðalangar sækjast
eftir. Náttúrufegurð landsins er
mjög fjölbreytt þar sem finna má
m.a. stærstu kóralrif heims, eld-
rauðar eyðimerkur, fagurgræna
regnskóga og fjölbreytt dýralíf.
Landið býður einnig upp á falleg-
ar heimsborgir á borð við Syd-
ney, Melbourne og Brisbane og
fjölbreytta matargerð þar sem
bresk áhrif blandast matarhefð-
um stærri innflytjendahópa frá
Austur-Asíu og löndunum kring-
um Miðjarðarhaf.
Ein af vinsælustu náttúruperl-
um Ástralíu er Blue Mountains-
þjóðgarðurinn sem er í um 80 km
fjarlægð frá Sydney, í suðaust-
ur hluta landsins. Þjóðgarðurinn
nær yfir um 11.400 ferkílómetra
landsvæði og er helst þekktastur
fyrir falleg fjöll og klettabelti í
bland við skógivaxna dali og hlíð-
ar. Vegna nálægðar við Sydney er
garðurinn mjög vinsæll allt árið
um kring meðal ferðamanna, en
líka meðal göngufólks, kletta-
klifrara og þeirra sem stunda
fjallahjólreiðar og kanósiglingar.
Nánast fullkominn
Jósef Halldór Þorgeirsson frá
Akranesi býr í bænum Leura sem
er í þjóðgarðinum, skammt frá
helsta aðdráttarafli og kennileiti
hans, klettunum Three sisters.
Þar nemur hann alþjóðlega hótel-
rekstrarfræði við Blue Mountains
International Hotel Management
School, sem er mjög virtur á sínu
sviði að sögn Jósefs.
Heimabær hans, Leura, ein-
kennist af rólegu og virkilega
þægilegu umhverfi að hans sögn
en þar búa rúmlega fjögur þúsund
manns. Helsta aðdráttarafl Blue
Mountains-þjóðgarðsins, klett-
arnir Three sisters, eru í nokk-
urra kílómetra fjarlægð ásamt
fjölda gönguleiða. „Klettarnir
hafa þrjá tinda og þaðan kemur
nafnið Three sisters. Þetta er
mikill ferðamannastaður og nán-
ast fullkominn viðkomustað-
ur fyrir fjölskyldur og náttúru-
unnendur. Hér eru fossar, fjöll,
skógar og dýralíf allt í kring.
Fjölmargar heillandi gönguleið-
ir eru auk þess í kringum fjöllin
og skógana og útsýnið er magn-
að. Veitingastaðir og kaffihús eru
í miklum blóma í garðinum þar
sem auðvelt er að finna frábæra
staði til þess að klára daginn og
slaka á.“
Stefnir á frekari ferðalög
Námið hjá Jósefi er krefjandi
og hefur hann lítið getað ferðast
sökum anna í náminu. „Þegar
næsta önn klárast í lok apríl fer
ég út á vinnumarkaðinn í Ástral-
íu, en nemendur fá sex mánaða
starfssamning á fimm stjörnu
hótelum víðs vegar um Ástralía.
Ég er mjög spenntur fyrir því að
kynnast vinnumarkaðnum hér og
þá verður mun auðveldara fyrir
mig að ferðast um Ástralíu og
stefni ég á að gera sem mest af
því. Það sem heillar mig mest eru
eyjarnar í kringum Ástralíu, t.d.
Tasmanía og Hamilton Island, en
það væri algjör draumur að fá að
starfa á hótelum þar. Námið opnar
dyr og gerir mér kleift að fá vinnu
úti um allan heim en hugurinn
er alltaf á Íslandi. Við sjáum til
hvernig staðan verður í þessum
bransa á Íslandi eftir nokkur ár
en einungis framtíðin getur sagt
til um það.“
Þetta er mikill ferða
mannastaður og nánast
fullkominn viðkomu
staður fyrir
fjölskyldur
og náttúru
unnendur.
Jósef Halldór
Þorgeirsson
blue mountainsþjóðgarðurinn býður upp á ótal útivistarmöguleika, m.a. göngur og fjallaklifur. nordicphotoS/getty
tindarnir þrír three sisters eru helsta kennileiti blue mountainsþjóðgarðsins í
Ástralíu. garðurinn er ein vinsælasta náttúruperla landsins. nordicphotoS/getty
býr og nemur
í paradísinni
jósef halldór Þorgeirsson frá Akranesi stundar nám
við háskóla sem er í einni vinsælustu náttúruperlu
Ástralíu, Blue Mountains-þjóðgarðinum. Þjóðgarður-
inn er sannkölluð paradís og vel sóttur af ferðamönn-
um og þeim sem stunda alls kyns útivist.
SUNNUDAGA KL. 20:00
ferðir Kynningarblað
14. janúar 20172
1
4
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
F
1
-F
8
4
4
1
B
F
1
-F
7
0
8
1
B
F
1
-F
5
C
C
1
B
F
1
-F
4
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K