Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 19
er maður farinn að efast um það. Þá fer maður að sjá í öðru ljósi allar stórar ákvarðanir sem hafa verið teknar um forgangsröðun. Með framlagi til menningar, hvort sem það er kvik- myndir eða leikhús eða annað, er verið að hlúa að almenningshagsmunum. Það er verið að gera líf okkar ríkara; merkingarbærara. Svo auðvitað eru erfiðir tímar, maður skilur það. Ég mun gera þetta allt öðruvísi þegar ég verð menntamálaráðherra,“ segir Benedikt í gríni. Nú er sagt að þú hafir móðgað mennta- málaráðherra, Illuga Gunnarsson, í ræðu þinni þegar þú tókst við Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs á sínum tíma. „Já, ég veit það ekki, ég efast um að það sé rétt túlkun. Ég var mjög kurteis. En menn auðvitað reiddust, ég tók af þeim partíið. Af því að mér fannst þeir ekki eiga það skilið.“ Danska konan svífst einskis Það er ýmislegt á teikniborðinu hjá Benedikt. „Ég er svo sem með nóg af hugmyndum,“ seg- ir hann og telur upp langan lista. „Sem fram- leiðandi er ég orðinn partur af næstu mynd Ara Ergis Magnússonar, Sturlungaöld um ald- ir alda. Stórhættuleg kvikmynd sem verður frumsýnd fljótlega. Svo langar mig að gera aðra heimildamynd um Sturlungu í samstarfi við Margréti Jónasdóttur. Hún verður um uppgang Hvamm-Sturlu. Þetta er svona Sturl- ungageðveikin sem ég verð að losa mig við. Og svo er ég með barnamynd tilbúna, bíómynd. Einnig er það sjónvarpssería sem ég ætla að kalla: Danska konan. Hún er um danska konu sem tekur yfir fjölbýlishús, svífst einskis að kenna meðborgurum sínum skandínavíska hugsun og innleiða velferðarkerfið í sínu litla samfélagi. Og er algerlega grensulaus. Ég er náttúrulega kominn með konu í það aðal- hlutverk,“ segir Benedikt og á þá að sjálfsögðu við eiginkonuna Charlotte Bøving. Er persóna konunnar byggð á henni? Bene- dikt hlær og svarar: „Nei, það má ekki segja það. Þá á ég ekki góða daga ef það kemur fram. Þú mátt segja að ég hafi harðneitað því!“ Ég spyr nánar um kvikmyndina Fjallkona fer í stríð. „Hún er mjög dramatísk, fullt af elt- ingarleikjum, drónum og þyrlum. Hún gerist í Reykjavík og á hálendinu. Búið er að velja þær tvíburasystur Hörpu og Ástu Arnardætur til að leika stór hlutverk í myndinni. Þetta er tví- buradrama. Myndin er „umhverfisþriller“. Það er ekkert blóð, engar byssur, ekkert kyn- líf og enginn dauði í henni,“ útskýrir hann. Er hún fyndin? „Hún er alla vega ekki óskemmtileg. Grín og alvara, ég er ekki neitt að pæla í því. Grín er aukaafurð í minni vinnu af því að þannig sögumaður er ég bara.“ Þurfum að breyta lífstílnum Umhverfismál myndarinnar og á Íslandi ber á góma. „Myndin fjallar um umhverfismál og baráttuna um hálendið. Ekki síst í ljósi lofts- lagsbreytinga. Þrýstingurinn á að virkja allt í tætlur mun aukast enn meir. Þetta er svo stórt mál að það er í raun allt annað algjört smámál. Við erum að stefna á einhverja katastrófu eins og risaeðlurnar upplifðu og það sem við þurf- um að gera er svo stórt. Við þurfum að breyta lífsstíl okkar. En við sem neytendur erum van- máttug. Þetta verður að gerast að vanda fram- leiðandans, og til þess höfum við ríkisvaldið. Þetta er stríðsástand,“ segir Benedikt sem er umhugað um framtíð landsins. „Stjórnmála- maður framtíðarinnar er maður sem segir: ef þið kjósið mig, þá fáiði minna af öllu. En það sem þið fáið, það mun endast betur. Og betur fyrir börnin ykkar. Þið verðið að borða minna kjöt, ferðast minna og hægar og þið þurfið að leggja meiri vinnu á ykkur í því hvernig þið gangið um. Þetta er ekki einu sinni spurning um næstu kynslóð, þetta er að gerast núna,“ segir Benedikt. Þú hefur ekki tíma bara til að hella þér út í pólitíkina? „Nei, ég er listamaður og sögumaður. Það er mín pólitík.“ Benedikt Erlingsson segir ekk- ert réttlæti vera í listum en hann fékk nýlega synjun um styrk frá kvikmyndasjóði fyrir mynd sína Fjallkona fer í stríð. Morgunblaðið/Ásdís Margrét Jónasdóttir er framleiðandi og Benedikt leikstjóri myndarinnar The Show of Shows. The Show of Shows er heimild- armynd um sirkusa en þar má finna myndefni allt frá 1897. 17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.