Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Síða 22
leggur áherslu á að nemendurnir í rannsókninni hafi notað tæknina til samskipta þrátt fyrir að hún hafi ekki verið hönnuð á þann hátt. En koma ekki alltaf einhverjar dómsdagsspár um hnignun mann- kyns með nýrri tækni? „Öll ný tækni hefur áhyggjur í för með sér. Sömu tilfinningar spruttu fram með símanum, útvarpi og tónlist sem var búið að taka upp.“ Talið berst að rannsóknum hans á dægurtónlist. Það fylgir því að rann- saka eitthvað sem er svona nálægt í tíma að hægt er að ræða við fólk og fylgjast með því að störfum. Hann segir þjóðfræði vera hluta af þessu. „Það að fylgjast með fólki í rauntíma gefur þér dýpri mynd af því af hverju fólk gerir það sem það gerir og hvernig það gerir það.“ Hjálpar það þér að vera tón- listarmaður eða breytir það sýn þinni á viðfangsefnið? Sextán ára skólastelpa „Ég held það geti hjálpað og að fólk finni til ákveð- innar samkenndar,“ segir hann og segir frá nýlegri heim- sókn sinni til Jap- an. „Þar er ein- staklega L ykilerindi fyrstu íslensku dægurtónlistarráðstefn- unnar sem fram fer á föstudaginn næstkom- andi er í höndum dr. Nick Prior. Prior er deildarstjóri fé- lagsvísindasviðs Háskólans í Edin- borg og þekktur dægurtónlistarfræð- ingur. Hann hefur rannsakað tengsl menningar, dægurtónlistar og tækni- framfara. Þetta verður í fjórða sinn sem hann kemur til landsins en hann hefur áður komið hingað til að kynna sér og rannsaka íslenska tónlist. Prior er doktor í félagsfræði. „Ég ákvað að breyta til fyrir um sjö, átta árum síðan. Doktorsritgerðin mín var um félagsfræði safna en ég var farinn að missa aðeins áhugann á viðfangs- efninu. Ég hugsaði með mér að lífið væri of stutt og allt það og hóf rann- sóknarferil á sviði sem ég hafði sér- staklega mikinn áhuga á,“ segir Prior um dægurtónlistarfræðin. „Ég hef verið tónlistarmaður í hjá- verkum frá því ég var 13-14 ára. Ég hef sérstakan áhuga á sambandi tækni og dægurtónlistar, það var inn- gangspunktur minn í fagið. Þannig kynntist ég fræðunum en á þessum tíma var nýr prófessor ráðinn til starfa við Edinborgarháskóla, Simon Frith, sem hefur haft mikil áhrif,“ segir Prior sem hefur gert ýmsar rannsóknir á poppfræðasviðinu síð- ustu ár. Stafræn tækni og samskipti „Ég hef rannsakað mismunandi tón- listarsenur og áhrif stafrænnar tækni á tónlistarneyslu og -framleiðslu. Sem stendur er ég að skrifa bók sem heitir Popular Music, Technology and Society.“ Í tengslum við þetta gerði Prior rannsókn á tónlistarhegðun nem- enda hvað varðar stafræna tón- listarspilara. „Rannsóknin náði til 150 nemenda og hvernig þeir notuðu mp3-spilarana sína. Al- mennt er gert ráð fyrir því að svona tækni komi í veg fyrir samskipti og einangri fólk. Rannsókn mín leiddi hinsvegar allt annað í ljós,“ segir hann en nemendurnir notuðu tækin til samskipta og til að styrkja bönd sín á milli. „Til dæmis með því að deila heyrn- artólum. Þeir vilja deila reynslu og ræða saman þrátt fyrir að tæknin sé hönnuð til einkanota. Þeir deila líka tilbúnum lagalistum sem er fé- lagslegt athæfi,“ útskýrir hann og áhugaverð sýndarveru- leika- söngkona sem heitir Hatsune Miku. Hún byrjaði sem hugbúnaður sem líkti eftir röddum í hljóðgervli. Ef þú varst í hljóm- sveit en ekki með söngv- ara notaðirðu svona hug- búnað til þess að líkja eftir söng. Þetta er sami hugbún- aður og ég notaði tvítugur inni í svefnherberginu heima hjá mér til að búa til tónlist. Ég fór til Japan og tók viðtal við forstjóra fyrirtæk- isins sem bjó til Miku. Það að ég hafði sjálfur notað búnaðinn veitti mér aukinn skilning og hjálpaði mér í við- talinu,“ segir hann um hvernig reynsla hans á tónlistarsviðinu nýtist í fræðunum. Hatsune Miku er einstaklega áhugavert fyrirbæri fyrir fræðimann eins og Prior til að rannsaka. Hann útskýrir að Miku haldi nú tónleika og komi fram sem heilmynd. „Nú hallast ég að því að hún sé táknmynd einhvers almennara í popptónlist. Hún er ekki til nema í sýndarveruleika en hefur engu að síð- ur stóran aðdáendahóp. Það er mjög áhugavert að skoða hana og bera Dægurtón- list í sýndar- veruleika Dægurtónlistarfræðingurinn Nick Prior er væntanlegur hingað til lands á fyrstu íslensku ráðstefnuna í fræðunum. Hann hefur rannsakað tengsl tónlistar og tækni og er viss um að skýr- ingu á velgengni íslenskrar tónlistar sé ekki að finna í náttúru landsins. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Nick Prior var staddur í Japan á dögunum. TÓNLIST 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 Prior þykir kyn- gerving sýndar- veruleikastjörn- unnar áhyggjuefni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.