Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Síða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Síða 31
Lúka af döðlum lúka af fersku kóríander 1 hvítlauksgeiri 2-3 msk fetaostur í olíu 1 msk hunang hálfur rauður chilli með fræjum 1 msk grísk jógúrt Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Berið fram með brauðinu. Döðluchutney 17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Fyrir 8-10 manns 3 msk olía 2 litlir laukar, smátt saxaðir 2 paprikur, skornar í litla bita 2 gulrætur, skornar í litla bita 2 sellerístilkar, skornir í litla bita 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 2 msk engiferrót, smátt söxuð (gott er að setja grænmetið hér að ofan í mat- vinnsluvél og sleppa við að saxa) dass af karrý madras (eftir smekk) 3 msk mild curry paste (best frá Pataks) 1 tsk sjávarsalt 1 tsk pipar 800 ml vatn 2 dósir kókosmjólk 800 ml rjómi 2 fiskiteningar 2 msk fiskisósa Steikið grænmetið upp úr olíunni og bætið karrý, curry paste, salti og pipar saman við. Bætið því næst vatni, kókosmjólk, rjóma, teningum og fiski- sósu saman við og náið suðu. Til að þykkja súpuna aðeins er gott að búa til smjörbollu og setja út í. Þá er smjör og fínt spelt hrært saman í potti þannig að úr verður lítil bolla. 30 g smjör 30 g fínt spelt Bætið smjörbollunni smátt og smátt í súpuna meðan hún sýður á vægum hita (smjörbollunni má sleppa ef fólk vill síður nota mjöl í súpuna). 2 avókadó, skorið í litla bita (má ekki vera óþroskað því þá kemur vont bragð af því) 3 lime, kreist vel 3 msk kóriander Þegar súpan er búin að sjóða í 5-10 mín má bæta avókadó, lime og kóríander við hana og smakka hana til og kannski bæta smá salti við hana. Og svo er það auðvitað fiskurinn! Gott er að nota bleikju, þorsk og humar og mæli ég með 100-150 g á mann eftir því hversu matarmikil hún á að vera. Skolið fiskinn vel og látið leka vel af honum. Setjið hann út í sjóðheita súpuna og látið hann eldast þar í smá stund. Berið fram með góðu brauði. Besta fiskisúpan 1 lúka spínat 2 bananar 1-2 epli (eftir því hversu stór þau eru og notið kjarnann því þar er mikið að B-vítamínum) hálfur dl kókosmjöl 1 dl kasjúhnetur 6 döðlur 350-400 ml vatn 350-400 ml góður appelsínudjús smá klaki Setjið allt í blandara og mixið þar til hann er fallega grænn. (Halla María notar Vitamix blandara en það gæti verið gott að gera helmingi minni upp- skrift í kraftminni blandara). Arna stjarna (búst)

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.