Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Page 40
Microsoft sýndi hvernig væri að steypa saman spjaldtölvu og fartölvuá smekklegan hátt með Surface-línu sinni, þar sem lyklaborði ersmellt á spjaldtölvuna og hún þá orðin að fartölvu. Fleiri hafa sleg-
ist í hópinn, til að mynda Lenovo sem kynnti á dögunum ThinkPad X1 Tablet.
Við fyrstu sýn er tölvan spjaldtölva í stærri kantinum, enda er skjárinn 12",
en svo tekur maður uppúr kassanum lyklaborð og þegar því er smellt á hana
breytist hún mjög í netta fartölvu og næfurþunnt lyklaborðið virkar mjög vel.
Það er líka forvitnilegt hvernig Lenovo sér fyrir sér að maður geti keypt
allskyns viðbætur til að auka notagildi hennar. Þannig verður fáanleg sérstök
skjávarpaviðbót, en það er eining sem smellt er neðan á tölvuna, þar sem
lyklaboðið annars er, og þá er hægt að
nota hana sem skjávarpa við kynn-
ingu, eða ámóta. Líklegt þykir mér að
viðkomandi eining sé ekki í samkeppni
við fullvaxinn skjávarpa, en notagildið
er ótvírætt, eins og ég kynntist þegar
ég fékk til prófunar Yoga Tab 2 Pro
fyrir allnokkru, en í þeirri vél er innbyggður einskonar skjávarpi. Rétt að
geta þess að á skjávarpaeiningunni er HDMI-tengi til að deila efni, nú eða
taka við myndstraumi.
Önnur viðbót er síðan með viðbótarrafhlöðu og fleiri tengjum, bætir við
fimm tíma rafhlöðuendingu til viðbótar USB 3.0 tengjum, HDMI í fullri
stærð og OneLink+ dokku. Enn má nefna viðbót sem ætluð
er til að taka þrívíðar myndir með
Intel RealSense-myndavél, en það er í raun þreföld
myndavél, ein linsa til að fanga sýnilegt ljós, ein til
að taka innrauðar myndir á sama tíma og svo
innrauður leysir sem greinir fjarlægð og
hreyfingu.
Skjárinn er mög fínn, 2160 x 1440 díla, eða 2K,
IPS snertiskjár. Felld inn í bakið á honum er málmplata sem
hægt er að smella fram og nota sem stand, hvort sem maður er með lykla-
borðið áfast eða ekki. Á bak við standinn er svo rauf fyrir microSD minnis-
kort og því hægt að auka gagnaminni umtalsvert – sem stendur eru stærstu
microSD-kortin 512 GB (microsSD tæknin býður mest upp á 2 TB).
Vélinni fylgir sérstakur „penni“ sem hægt er að nota til að teikna á skjáinn
eða skrifa, og eins til að ræsa forrit.
Spjaldið, sem breytist í stand, er stillanlegt að því leyti að það er svo stíft
að það helst nánast í hvaða stellingu sem er. Þannig er til að mynda hægt að
stilla skjáhallann þegar vélin er notuð sem fartölva, þ.e. með lyklaborðið
áfast, sem getur komið sér vel. Á henni er eitt USB 3.0-tengi, eitt USB C
straumtengi og svo Mini DisplayPort.
Sem spjaldtölva er hún ekki beinlínis létt, en nett engu að síður. Skjárinn
er 12" og hún er 8,4 mm að þykkt og 800 g. Þegar lyklaborðið er komið á hana
fer hún yfir kílóið – 1,1 kíló en lyklaborðið bætir ekki ýkja miklu við þykktina,
4,6 mm.
Örgjörvinn í vélinni sem ég skoðaði er 1,51 GHz Intel Core m5-6Y57 (Sky-
lake-örgjörvi). Minni í henni er 8 GB, getur mest verið 16 GB, og í henni 250
GB SSD-diskur. 64 bita Windows 10 fylgir. Hægt verður að fá hana með allt
að Intel Core m7-örgjörva og 512 GB SSD-disk. Myndavélin á framhlið er 2
MP, en 8 MP á bakhlið og með flassi. Rafhlaðan er tíu tíma, að sögn Lenovo.
’Við fyrstu sýn er tölvanspjaldtölva í stærri kant-inum, enda er skjárinn 12",en svo tekur maður upp úr
kassanum lyklaborð og þeg-
ar því er smellt á hana
breytist hún mjög í netta
fartölvu og næfurþunnt
lyklaborðið virkar mjög vel.
Eins góðar og spjaldtölvur annars eru til flestra verka kemur iðulega fyrir að mann langar – eða maður
þarf – að komast í vél með lyklaborði. Hvað með að fá sér spjaldtölvu með lyklaborði?
Nett farspjaldtölva með
næfurþunnt lyklaborð
Græjan
Árni
Matthíasson
arnim@mbl.is
TÆKNI
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016
Bandaríska fyrirtækið Kuvee segist hafa búið til fyrstu snjallflöskuna.
Sérstök tækni á að gera það að verkum að borðvín sem sett er í
flöskuna heldur gæðum sínum í mánuð eftir að hún er opnuð.
Snjallflaska komin fram
Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is
Reyktur og grafinn
Eðallax
fyrir ljúfar stundir