Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Síða 46
LESBÓK Leiksýningin Hvítt verður sýnd í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu á morgun,sunnudag, kl. 13 og næstu sunnudaga. Leiklistarrýnir Morgunblaðsins sagði sýninguna einstaklega fallega og sjónrænt mikið fyrir augað. Hvítt í Kúlunni 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 Uppbrot nefnist sýning sem opnuð verður í dag, laugardag,kl. 16 í Ásmundarsafni. Þar á myndlistarkonan ElínHansdóttir stefnumót við Ásmund Sveinsson, sýnir ný verk innan um verk eftir Ásmund, einn af frumkvöðlum íslenskr- ar höggmyndalistar. „Ásmundur talaði um að fá fólk til að „vakna til meðvitundar um að það er ekki skynlausar skepnur“ og Elín segir listina eiga að „kippa undan þér fótunum og fá þig til að endurmeta fastmótaðar hugmyndir þínar“,“ segir m.a. í tilkynn- ingu um sýninguna. Elín hefur í verkum sínum unnið með þrí- vídd, líkt og Ásmundur, en nálgunin er gjörólík, enda listamenn af ólíkum kynslóðum. Elín er einkum þekkt fyrir innsetningar sínar þar sem hún leikur sér með rýmið og ögrar áhorfandanum með sjónhverfingum en verkin í Ásmundarsafni eru annars eðlis og unnin í ólíka miðla; m.a. skúlptúr, vídeó og á pappír. Brot úr stærri heild Sýningarstjóri Uppbrots er Dorothée Kirch og segir Elín að hún hafi haft samband við hana í september í fyrra og í kjölfarið hafi þær farið að skoða verk Ásmundar, hvað væri til og hvað væri spennandi að skoða. „Við fórum í gegnum safneignina, mörg hundruð verk og urðum strax svolítið hrifnar af verkum sem höfðu ekki verið sýnd eða óhefðbundin, skráð en ekki vitað hvort þau áttu að vera verk eða voru skissur. Við fundum þetta hérna,“ segir Elín og sýnir blaðamanni afrifu af pappírsverki sem hún segir hafa ver- ið úr stærri teikningu eftir Ásmund sem sé ekki lengur til. „Okkur fannst þetta dálítið áhugaverður byrjunarpunktur, þetta er brot úr stærri heild. Þetta verk, ef verk má kalla, verður sýnt í salnum með stórum skúlptúr eftir mig,“ segir Elín. Elín segist í raun ekki vera að bregðast við verkum Ásmundar heldur séu þær Dorothée frekar að skoða verkin hans og þær hafi m.a. lesið viðtöl við hann. „Það vildi svo skemmtilega til að við löð- uðumst að sömu hlutunum sem hann hafði sagt og það varð svo- lítið útgangspunkturinn. Samhliða þessum rannsóknum okkar á verkum hans vann ég mín verk en þau eru kannski ekki bein við- brögð við hans skúlptúrum, þrátt fyrir að hafa ábyggilega haft áhrif meðan á minni vinnu stóð,“ segir Elín. Listamenn ná aldrei takmarkinu „Eitt fannst mér svo fallegt sem hann sagði, að íþróttamenn væru alltaf með takmark sem þeir vildu ná en listamenn næðu aldrei takmarkinu því takmarkið væri hraðara en þeir sjálfir þar sem það opnuðust alltaf nýjar víddar. Nútímalistir væru tæki til að skoða þessar nýju víddir,“ segir Elín um Ásmund. Aðalmálið sé að sannleikurinn er margbrotinn og ekki einsleitur. „Útgangs- punkturinn hjá okkur var að skoða vinnuferli listamannsins og hvernig hugmyndir kvikna. Í rauninni var það merkilegt fyrir okkur að átta okkur á því að maður sem er fæddur fyrir hundrað árum hafi verið að glíma við sömu hluti og listamenn eru að glíma við í dag. Það eru grundvallaratriði sem breytast ekkert.“ Á veggjum stærsta sýningarrýmisins, bogadregna salnum, má sjá geómetrískar teikningar eftir Ásmund og þegar blaðamann bar að garði voru nokkrir hvítir kubbar eftir Elínu á gólfinu, ólík- ir að formi. Elín er spurð að því hvort hún hafi unnið þá út frá teikningum Ásmundar. „Ekki á beinan hátt, en það er áhugavert fyrir mig að sjá hvað verkin tengjast samt sem áður mikið. Þegar þú kemur inn í safnið sérðu myndband af dómínó-borg að falla. Einn pínulítill kubbur fellir þann næsta sem er helmingi stærri og koll af kolli. Þegar þeir falla brotna þeir í ákveðinn algóriþma sem kallast Voronoi og það mynstur má sjá líka hérna á veggj- unum,“ segir Elín og bendir á litrík verk í römmum sem búið er að hengja upp. „Þetta eru parametrar þar sem þú ert með tvo punkta á fleti eða í rými og flöturinn brotnar á veikasta punkti milli þessara tveggja punkta.“ – Og hvað ertu að segja með þessu? Afsakaðu hvað ég er treg- ur … Elín hlær. „Upphaflega langaði mig til að búa til verk í sýndar- veruleika og vídeóið sem þú sérð við inngang safnsins gerist ein- mitt þar, í einhvers konar tilbúnu möguleikarými. Stafrænu upp- lýsingarnar úr myndbandinu eru svo yfirfærðar í þrívíð form sem eru skorin út í vél. Ég hafði mikinn áhuga á því að vinna verk sem væru lítið unnin í höndunum,“ segir Elín, „en svo varð ég að lúta höfði fyrir mannlegu handbragði, því ég hef verið að gifshúða kubbana ásamt stóru teymi. Við erum sennilegast búin að spasla því sem nemur heilu húsi í flatarmáli.“ Vangaveltur um kerfi – Þannig að þetta er nútíminn á móti þeim tíma sem Ásmundur var uppi á, hann vann auðvitað allt í höndunum og á boðskorti sýningarinnar er mynd af höndunum á honum? „Já, af því mér fannst svo heillandi að sjá hvað þær hafa unnið mikið og að hann hafi ekki látið neitt stoppa sig, hann gekk í mál- in af fullum krafti,“ svarar Elín. „Svo er líka hægt að þysja út og líta á þetta stóra verk hér inni sem vangaveltur um kerfi sem fyr- irfinnast bæði í náttúrunni og mannlegri hegðun. Það eru ákveðin kerfi sem eru að falla núna, kerfi sem þjóna ekki lengur sam- félaginu eins og við héldum að þau myndu gera.“ – Ertu þá að tengja við efnahagshrunið og siðferðislegt hrun síðustu vikna, Panama-skjölin o.s.frv? „Það má gera það og auðvitað er það ekkert nýtt að spillingar- mál komi upp og það er heldur ekkert nýtt að samfélag fari í upp- reisn gegn ríkjandi stjórnvöldum. Það hefur gerst í mörg hundr- uð ár og virðist þurfa að gerast aftur og aftur. Fyrst er ákveðinn uppgangur og svo fellur allt saman og þá verður uppreisn og kerfið endurnýjað, reynt að finna nýjar leiðir. Þannig að já, það er tenging við eitthvað sem við töldum vera algilt og öruggt en svo er teppinu kippt undan okkur,“ segir Elín. Acéphale Blaðamaður telur skýringuna á sýningartitlinum þar með komna og Elín leiðir hann í anddyri safnsins þar sem sjá má heldur óvænt verk; tvær litlar og höfuðlausar styttur. Aðra þeirra, af nakinni konu, átti Ásmundur og hin er í eigu Elínar. Elín segir styttu Ásgríms ekki eftir hann sjálfan. „Það sem sló mig, þegar við vorum að skoða verk Ásmundar, var að það dúkkaði alltaf upp þessi höfuðlausa vera og það minnti mig á þessa styttu sem mér áskotnaðist fyrir nokkrum árum í Frakklandi. Hún hafði gífurleg áhrif á mig því hún minnti mig á fyrirbæri sem Frakkar kalla „Acéphale“ – úr grísku „akephalos“ eða „höfuðlaus“ – þar sem rökhyggjan víkur fyrir innsæinu,“ segir Elín að lokum. Stytt- urnar tvær verða meðal fjölda verka á sýningu Elínar sem fylla mun öll sýningarrými safnsins og þá líka Kúluna. Morgunblaðið/Golli Kerfi sem falla og endurnýjast Elín Hansdóttir sýnir ný verk innan um valin verk eftir Ásmund Sveinsson í Ásmundarsafni. Elín segir verkin sín ekki viðbragð við verkum Ásmundar. Dómínó-borg sem fellur og höfuðlausar styttur eru meðal þess sem fyrir augu ber. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Afrifa úr verki eftir Ásmund sem Elín segir að hafi verið áhugaverður byrjunarpunktur. Höfuðlausar styttur, þá sem er vinstra megin átti Ásmundur og þá hægra megin á Elín og segir hana hafa haft mikil áhrif á sig. ’Það eru ákveðinkerfi sem eru aðfalla núna, kerfisem þjóna ekki leng- ur samfélaginu eins og við héldum að þau myndu gera. Elín Hansdóttir við eitt verka sinna á sýningunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.