Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 30

Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 30
20 Orð og tunga upplýsingum sem tengja þessi orð þannig að merkingin Jinefaleikar' sé valin en ekki merkingin ,kassi' fyrir orðið box. Slík greining er nauðsynleg til að mynda fyrir upplýsingaheimt sem miðar að því að greina efni fyrirspurna og texta og skila notanda efni sem er líklegt til þess að fela í sér svör við fyrirspurn hans. Með hugtakinu tölvutækur er hér átt við að unnt sé að nýta gögnin við hugbúnaðargerð, að þau séu á formi sem hugbúnaður geti lesið og túlkað. Engin slík gögn með merkingarupplýsingum orða eru til fyrir íslensku. Þau íslensku orðabókargögn sem er að finna á vefnum, vefbókasafnið Snara1 og Islenskt orðanet (sjá grein Jóns Hilmars Jóns- sonar (2012) í þessu hefti), eru á tölvutæku formi í þeim hefðbundna skilningi að tölva getur lesið og sýnt gögnin en þau eru ekki hönnuð með það fyrir augum að hugbúnaður geti túlkað innihald þeirra. Með túlkun er hér átt við að hugbúnaður geti fengið svör við spurningum eins og t.d. Hvaða orð tengjast orðinu box? Hvað hefur orðið fugl margar merkingar? Hvaða merkingarsviði tengist orðiðgjaldmiðill? Himða orðeiga það sameiginlegt að hafa eiginleikann ,soðinn'? og unnið svo með svörin til þess að leysa það verkefni sem honum er ætlað. Mikilvægt skref í áframhaldandi þróun gagna og tóla fyrir íslenska máltækni er því að til verði gagnagrunnur með merkingarupplýsing- um um íslensk orð. Þegar þetta er skrifað er þróun slíks gagnagrunns vel á veg komin. Hann hefur hlotið nafnið MerkOr — íslenskur merk- ingarbrunnur, til aðgreiningar frá íslensku orðaneti, og er væntanlega orðinn aðgengilegur nú (2012) í frumútgáfu2. Fjölmörg orðanet hafa verið byggð um allan heim að fyrirmynd Princeton WordNet, orðanets fyrir ensku (Fellbaum 1998; sjá einnig grein Matthew Whelpton (2012) í þessu hefti). Það hefur verið þýtt (hálf-) sjálfvirkt eða handvirkt á ýmis mál (sjá t.d. Fernández-Montra- veta, Vázquez & Fellbaum 2008 og Lindén & Carlson 2010) og einnig hefur uppbygging þess verið lögð til grundvallar orðanetum sem byggjast á einmála nálgun (Pedersen et al. 2009). Við upphaf verk- efnisins sem hér er kynnt var einmála nálgun valin þannig að þar eru íslensk gögn grundvöllur merkingarbrunnsins en ekki enska orða- netið. Það er gífurlega tímafrekt og krefst mannafla að vinna orðanet 1 http://snara.is 2 Verkefniö er doktorsverkefni greinarhöfundar. Aðrir þátttakendur í því eru Dr. Matthew Whelpton sem aðalleiðbeinandi og verkefnisstjóri og Kristín Bjarnadóttir sem sérfræðingur og ráðgjafi. Það er hluti af verkefni sem hlaut Öndvegisstyrk RANNIS árið 2009, Hagkvæm máltækni utan cnsku - íslcvska tilraunin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.