Orð og tunga - 01.06.2012, Side 31

Orð og tunga - 01.06.2012, Side 31
Anna B. Nikulásdóttir: Tölvutækur merkingarbrunnur 21 handvirkt eins og gert hefur verið með WordNet. Einungis fámennur hópur íslensks fræði- og vísindafólks vinnur að því að koma upp sambærilegum gögnum og tólurn fyrir íslenska máltækni og þegar eru til fyrir stærri málsamfélög. Til þess að gera það mögulegt að nothæf útgáfa af merkingarbrunninum yrði tilbúin sem fyrst, þrátt fyrir stærð verkefnisins og takmarkaðan mannafla, var ákveðið að beita sem mest sjálfvirkum aðferðum við vinnslu hans. Þær aðferðir ættu jafnframt að geta nýst við gerð samskonar merkingargagnagrunna fyrir önnur tungumál. Aætlað er að merkingarbrunnurinn muni innihalda um 134 þúsund orð, 110.300 nafnorð, 6.300 sagnorð og 17.600 lýsingarorð. Þessar tölur gætu þó hafa breyst fyrir fyrstu útgáfu. Nafnorð eru meginuppistaðan í merkingarbrunninum og miða flestar greiningaraðferðirnar við að tengja nafnorð við önnur nafnorð en einungis að hluta til við sagnorð eða lýsingarorð. Rannsóknin skiptist í þrjá meginhluta: a) undirbúning gagna; b) greiningu merkingarupplýsinga með mismunandi aðferðum; c) samþættingu niðurstaðna úr öðrum hluta. Fyrstu tveimur liðunum er lokið, búið er að greina mikinn fjölda merkingarvensla með mis- munandi greiningaraðferðum en sfðasti hluti verkefnisins mun felast í því að samþætta niðurstöðurnar og þannig að flokka vensl eftir áreiðanleika, einræða orð og vensl og jafnvel bæta við venslum. I þessari grein verður aðferðum sem notaðar hafa verið við grein- inguna lýst, sem og fjallað um einstök merkingarvensl og formgerð merkingarbrunnsins eins og hún er nú, fyrir samþættingu niður- staðna. Fyrsti kaflinn lýsir stuttlega þeim gögnum sem unnið var með og tilreiðslu þeirra. Meginhluti greinarinnar fjallar um greiningu merk- ingarvensla með mynsturgreiningu og greiningu merkingarupplýs- inga með hjálp tölfræðiaðferða. Tölfræðiaðferðunum verður einungis lýst á almennan hátt. Ahugasömum lesendum er bent á Manning & Schutze (1999) þar sem er að finna nánari lýsingar og formúlur tengdar tölfræðiaðferðunum. Síðasta aðferðin sem notuð er í frumgerðinni byggist hvorttveggja í senn á mynsturgreiningu og tölfræði. I sjötta kafla er sýnt dæmi um formgerð merkingarbrunnsins og borið saman við dæmi úr öðru merkingarneti og að lokum verður fjallað stuttlega um mat á niðurstöðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.