Orð og tunga - 01.06.2012, Side 34

Orð og tunga - 01.06.2012, Side 34
24 Orð og tunga Yfir 2.600 mynstur reyndust gefa einhverskonar merkingarvensl til kynna. Með því að nýta algrím7 sem fellir saman mjög lík mynstur (e. minimum edit distance) (Ruiz-Casado, Alfonseca & Castells 2005) og reglulegar segðir var unnt að þjappa þessum mynstrum saman í 30 reglur fyrir greiningu merkingarvensla. Með þessum reglum voru 39 mismunandi vensl greind: yfirheiti, hliðstæð nafnorð, hlið- stæð lýsingarorð, eiginleiki (no. - no.), eiginleiki (lo. - no.) auk 34 forsetningavensla. Tíðni venslanna er mjög mismunandi. Hliðstæð nafnorð og eiginleikavensl eru langalgengust en vensl byggð á for- setningunum meðfram, eftir (+ þf.) og andspænis eru mjög fá. Sem dæmi um merkingarvenslagreiningu fyrir eitt orð sýnir (5) hluta orða sem standa í merkingarvenslum við málverk: (5) málverk - yfirheiti - listmunur, listaverk málverk - hliðstæð no. - teikning, Ijósmynd, liöggmynd, listaverk,... málverk - eiginleiki (no.-no.) listamaður, meistari, lista- saga, málari málverk - eiginleiki (lo.-no.) stór, nýr, frægur, fallegur, ... málverk - af - stóll, landslag, atburður, haf málvcrk - úr - myndröð Þessi vensl hafa verið greind úr textabútum eins og til dæmis málverk og önnur listaverk; málverk, teikningar og Ijósmyndir; málverk meistaranna; málverk af hafinu o.s.frv. Venslin eru ýmist algild eins og málverk - yfirheiti - listaverk, eða eru einungis gild í ákveðnum tilfellum (ekki eru öll málverk fræg eða af landslagi). Orðið listaverk er að finna á tveimur stöðum í dæminu: sem yfirheiti (málverk og önnur listaverk) og sem hliðstætt orð (málverk og listavcrk). Það er ekki óalgengt að mynsturgreiningin finni fleiri en ein vensl á milli tveggja orða og það verður hluti af vinnunni við samþættingu niðurstaðna að velja ein ákveðin vensl sem eiga að gilda fyrir hvert orðapar. Forsetningavensl lýsa oft og tíðum sterkum venslum en samt sem áður er ekki unnt að skilgreina hver forsetningavensl á ótvíræðan hátt. Venslin ull - af - kind eru til dæmis annars eðlis en málverk - af - landslag. I fyrri venslunum er um hlutheitavensl að ræða, ull - hluti_af - kind, en það er útilokað að skilgreina málverk - hluti_af - landslag. Hér stendur fyrra orðið en ekki það seinna fyrir heildina og 7 algrím (e. nlgoritlim): ákveðin röð af reglum og aðgerðum sem segir til um hvernig leysa eigi ákveðið verkefni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.