Orð og tunga - 01.06.2012, Qupperneq 35

Orð og tunga - 01.06.2012, Qupperneq 35
Anna B. Nikulásdóttir: Tölvutækur merkingarbrunnur 25 efni málverksins, hér landslag, er ekki tengt við hlutinn málverk heldur einungis mynd af því. Einn þáttur í því að samþætta niðurstöður, sem er næsti áfangi verkefnisins, mun felast í því að kanna hvernig orð sem hafa sömu vensl við ákveðið eða ákveðin orð tengjast. Til að mynda finnast venslin ull - af - X fyrir orðin fé, kind, sauðfé og rolla sem sýnir að í einhverjum tilfellum gæti þessi aðferð verið árangursrík til þess að tengja skyld orð en þetta á þó eftir að kanna nánar. 4 Merkingartengsl r 4.1 Utreikningur tengsla samkvæmt samhengi orða Greining merkingarvensla með mynstraaðferðinni beinist að venslum tveggja orða sem koma fyrir í ákveðnu setningaliðamynstri (sjá (3)). Þá er litið til raðvensla orðanna. Við útreikning merkingartengsla (e. semantic relatedness) er hinsvegar litið til umhverfis orða. Merk- ingartengsl tengjast því frekar staðvenslum, þó ekki sé nauðsynlega hægt að skipta út merkingarlega tengdum orðum hverju fyrir annað. Fyrir útreikning á merkingartengslum þarf að velja markorð og samhengisorð. Markorðin eru þau orð sem á að reikna út tengsl fyrir en samhengisorð eru þau orð sem tekið er tillit til við athugun á umhverfi markorðanna. Þessi orð er hægt að velja á ýmsan hátt, allt frá því að öll orð texta teljist hvort tveggja í senn, markorð og samhengisorð (Bullinaria 2008), til þess að velja einungis takmarkaðan fjölda og/eða flokka orða. Sem dæmi notuðu Cederberg & Widdows (2003) í sinni rannsókn 1000 algengustu orðin í málheildinni sem þeir unnu með sem samhengisorð og skilgreindu öll önnur orð sem markorð og Schutze (1998) valdi 2000 samhengisorð á móti 20 þúsund markorðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á að ákveðið val markorða og samhengisorða gefi bestu niðurstöður. Við val á þessum orðalistum þarf m.a. að hafa í huga stærð málheildarinnar sem unnið er með og markmið útreikninganna. I útreikningunum fyrir merkingarbrunninn voru 50 þúsund algengustu nafnorðin skilgreind sem markorð. Markmiðið var að vinna tengslaupplýsingar fyrir sem flest íslensk nafnorð. Stór hluti orðanna hefur þó mjög lága tíðnitölu (sbr. lögmál Zipf, sjá t.d. Manning & Schutze 1999:23) og þar sem ákveðin tíðni er nauðsynleg til þess að mögulegt sé að draga ályktanir út frá tölfræði er ekki hægt að nota öll nafnorðin í málheildinni. Fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.