Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 37

Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 37
Anna B. Nikulásdóttir: Tölvutækur merkingarbrunnur 27 því einungis að bera saman vektorana úr samhengisgreiningunni - því líkari sem vektorarnir eru því skyldari eru markorðin merkingarlega. Tafla 1 sýnir tilbúið dæmi um fylki með tölum fyrir nokkur markorð með samhengisorðum. Fyrir hvert markorð er hægt að mynda vektor, sem dæmi borðstofa [7, 0, 5, 10, 0, 0]. Samanburður tveggja vektora felst í því að bera saman tölurnar í hverjum reit: fyrstu tölu í vektor a með fyrstu tölu í vektor b o.s.frv. í töflu 1 eru vektorarnir fyrir borðstofa, baðherbcrgi og pvottahús svipaðir en vektorarnir fyrir hljóm- plata annarsvegar og þorskur hinsvegar skera sig úr og teljast því ekki tengjast öðrum markorðum í fylkinu. innrétting hljómsveit farstofa borókrokur vsa afli borðstofa 7 0 5 10 0 0 badherbergi 11 0 9 9 0 0 þvottahús S 0 9 11 0 0 híjómplata 0 8 0 0 0 0 þorsknr 0 0 0 0 11 23 Tafla 1. Tilbúið dæmi um jylki sem sýnir hve oft ákveðin markorð (lítiur) koma fýrir mcð samhengisorðum (dálkar). Frekari ákvarðanir sem þarf að taka við útreikning merkingartengsla lúta að vali á reikniaðferðum. Yfirleitt er samanburður vektoranna ekki framkvæmdur með því að bera beint saman niðurstöður grein- ingarinnar sem lýst var hér að ofan. Þær tölur segja ekki endilega til um hve sterk tengsl eru á milli markorðs og samhengisorðs. Til að mynda er dreifingin meiri og tölurnar hærri hjá algengum mark- orðum en þau gætu engu að síður verið merkingarlega skyld sjald- gæfari orðum. A tölunum eru því framkvæmdir útreikningar sem auka upplýsingagildið, til dæmis með því að reikna út hve líklegt er að ákveðið markorð og ákveðið samhengisorð komi fyrir saman í textanum. Vektorarnir eru síðan bornir saman. Hér var notuð kósínus formúla sem mælir hve líkir vektorarnir eru (e. cosine similarity, sjá t.d. Manning & Schútze 1999:299, einnig almennt um þetta efni í kafla 8.5 í sömu bók). Með niðurstöðum samanburðarins er hægt að flokka markorðin eftir merkingartengslum: því nær tölunni 1,0 sem niðurstaða samanburðar tveggja vektora er, því skyldari eru orðin (sjá t.d. einnig rannsókn Bullinaria 2008). Að ofangreindum útreikningum loknum var hvert markorð vist- að með 14 skyldustu orðunum. Markorðin sem vistuð voru koma fyrir með minnst 10 samhengisorðum en þó ekki með fleiri en 3000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.