Orð og tunga - 01.06.2012, Page 39

Orð og tunga - 01.06.2012, Page 39
29 Anna B. Nikulásdóttir: Tölvutækur merkingarbrunnur miðju „þyrpast" um hana (sjá t.d. Manning & Schutze 1999). Fyrir merkingarbrunninn voru tvær mismunandi þyrpingaraðferðir notaðar: Clustering by Committee (CBC) (Pantel & Lin 2002) og Pole- Based Overlapping Clustering (PoBOC) (Cleuziou, Martin & Vrain 2004). Fyrri aðferðin skilar frekar löngum listum orða sem tilheyra ákveðnum merkingarsviðum en niðurstöður PoBOC sýna heldur minni þyrpingar, allt niður í tvö náskyld orð (almanaksár - reikningsár; tað - mykja). Báðar aðferðirnar leyfa það að sama orðið tilheyri fleiri en einni þyrpingu og þannig geta mismunandi merkingar eða merkingaráherslur orða komið fram. Til að mynda má sjá í tveimur mismunandi þyrpingum úr PoBOC greiningunni að þorskur tengist merkingarsviði sjávarútvegs (sbr. (8)) en tilheyrir einnig merkingarþyrpingu sem inniheldur afurðir almennt (sjá (9)): (8) þorskur, koli, kvóti, ufsi, krókabátur, línubátur, smá- bátur, steinbítur, þorskkvóti, útgerð, kvótasetning, ívilnun, grálúða, aflaheimild, línuveiði (9) þorskur, fuglakjöt, kindakjöt, nautakjöt, innanlands- markaður, þorskafli, söluaukning, búvara, afurðaverð, mjólkurafurð Orðið þorskur tilheyrir aftur á móti bara einni þyrpingu í CBC-grein- ingunni eins og sýnt er í (10): (10) tonn, afli, þorskur, síld, kvóti, veiðar, skip, togari, ýsa, loðna, kolmunni, króna, heildarafli, milljón, aflaverð- mæti, útgerð, ufsi, steinbítur, vertíð, verðmæti, fisk- tegund, löndun, [...] Þyrpingaraðferðirnar sem lýst er hér að ofan skila svokölluðum flötum þyrpingum. Þær mynda þyrpingar sem eru óháðar hver annarri og hver þyrping tilheyrir ákveðnu merkingarsviði. Þó myndast í sumum tilvikum fleiri en ein þyrping sem tilheyra sama merkingarsviði. Til þess að leitast við að tengja þessar þyrpingar innbyrðis og jafn- framt að tengja þyrpingar með skyld merkingarsvið var annarri þyrpingaraðferð beitt, svokallaðri stigveldaaðferð (e. hierarchical clus- teringY0. Þá er fyrst leitað að þeim tveimur þyrpingum sem eru næstar hvor annarri og þær tengdar saman til þess að mynda nýja þyrpingu. Þannig vinnur algrímið sig upp þar til búið er að tengja allar þyrpingar 10 Notast var við stigveldisþyrpingaralgrim úr LingPipe máltæknitólinu (http://alias- i.com/lingpipe, 30.06.2011).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.