Orð og tunga - 01.06.2012, Page 40

Orð og tunga - 01.06.2012, Page 40
30 Orð og tunga saman. Ein allsherjarþyrping er vitanlega ekki það sem verið er að stefna að og því er leitað að þeim stað í sameiningarferlinu sem sýnir merkingarfyllstu skiptinguna. Allar merkingarlega skyldar þyrpingar ættu því að tengjast en óskyldar þyrpingar ekki. A mynd 1 er dæmi um stigveldisþyrpingu. Þyrpingarnar með orðin síld og tonn næst miðju eru skyldastar og mynda fyrst nýja þyrpingu. Þá eru þyrpingarnar með orðin kvóti og veiðar næst miðju tengdar saman og ný þyrping mynduð, og að síðustu eru þessar tvær nýju þyrpingar tengdar saman. Þyrpingarnar eru misjafnar að gæðum eins og búast má við af sjálfvirkri greiningu og einhver kann t.d. að undrast það að hangikjöt kemur fyrir í þyrpingu með síld og söltun. Það þýðir að þessi orð standa að einhverju leyti í svipuðu samhengi í málheildinni og í raun ekki svo fráleitt að hangikjöt tengist a.m.k. söltun að einhverju marki. Þess má geta að hangikjöt er einnig að finna með orðinu jóladagur í annarri þyrpingu tengdri merkingarsviðinu ,veisluhöld'. sild tonn hangikjöt, söltun, afii, þorskur, rysting, landvinnsla ... stld, kvóti,... kvóti aflaheimild, veiðiheimild, auðlind, útgerðarmaður, ... Mynd 1: Stigveldisþyrping tengir saman skyldar þyrpingar veióar veiðtmaður, rjúpa, veiði, minkur, rjúpnaveiði, .. 5 Blönduð aðferð - mynsturgreining og tölfræði Structured Dimensioti Extraction and Labeling (strudelJ (Baroni et al. 2010) er aðferð til þess að greina merkingarvensl milli orða samkvæmt mynstrum og reikna út líkindin á því að venslin eigi við. Þannig er mynstraaðferðinni og tölfræði blandað saman til þess að freista þess að bæta niðurstöður. strudel vinnur ekki með fyrirfram skilgreind mynstur heldur notar einungis leiðandi reglur (e. heuristics) og tak- markanir (e. constraints) til þess að greina mynstur sem líkleg eru til þess að vísa á merkingarvensl. Markorð eru merkt sérstaklega í mörkuðum texta fyrir greiningu og forritið kannar umhverfi orðanna og greinir mynstur samkvæmt takmörkunum sem gefnar eru. Orða-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.