Orð og tunga - 01.06.2012, Page 41

Orð og tunga - 01.06.2012, Page 41
31 Anna B. Nikulásdóttir: Tölvutækur merkingarbrunnur pörin sem tengd eru með þessum hætti lýsa oft óhefðbundnum vensl- um en samt sem áður lýsa tengdu orðin markorðinu oft á tíðum vel. Slík vensl er t.d. að finna í dæmi sem Baroni og félagar nefna í grein sinni um markorðið book sem stendur í venslum við orð eins og reader (book - for - reader, reader - of- book), author (author - of- book, book - by - author) og library (library - of - book, book - in - library). Eins og sjá má er hér notast við forsetningavensl eins og í mynsturgreining- araðferðinni fyrir íslenska merkingarbrunninn. Reglurnar og takmarkanirnar í strudel miðast við ensku. Með lágmarksaðlögun forritsins var Islenskur orðasjóður greindur með for- ritinu en eflaust væri hægt að bæta niðurstöður með því að bæta inn reglum og takmörkunum sem sérstaklega ættu við íslensku þótt ekki sé ljóst hvernig slíkar reglur myndu líta út. Fara þyrfti yfir kóðann í strudel forritinu til þess að kanna að hvaða marki væri hægt að laga reglurnar að íslensku og hvort að einhverju leyti þyrfti að skrifa nýjar reglur. Um það bil 340.000 vensl úr greiningu á orðasjóðnum voru yfir þeim líkindamörkum sem höfundar strudel miðuðu við í rannsókn sinni. Dæmi um vensl orðisins mjólk sem hafa há líkindagildi eru: ábót - við - mjólk, drekka - mjólk, flóaður - mjólk, hella - mjólk, framleiða - mjólk, lítri - af- mjólk. Niðurstöðum strudel greiningarinnar svipar að mörgu leyti til niðurstaðna mynsturgreiningarinnar: vensl eru ekki skilgreind fyrir- fram og hér er einnig að finna forsetningavensl. Engin sagnorð koma þó fyrir í greiningu mynstraaðferðarinnar en hún skilar mun fleiri venslum. Fyrstu tilraunir með að tengja tölfræði við niðurstöður mynsturgreiningarinnar líkt og gert er í strudel gáfu yfir 1 milljón vensla (af um 3,4 milljónum) sem eru nógu há líkindamörk til þess að teljast líkleg vensl. Við endanlegt mat á niðurstöðum verða niður- stöður þessara tveggja aðferða bornar saman sérstaklega til þess að greina nánar sameiginlega og mismunandi eiginleika. 6 Formgerð merkingarbrunnsins Mikilvægushi venslin í orðanetum að WordNet fyrirmyndinni eru samheiti og yfirheiti (sjá einnig grein Matthew Whelpton (2012) í þessu hefti). Þau eru byggð upp sem heildstæð yfirheitastigveldi út frá grunnhugtaki eða -hugtökum. Frá öllum orðum í orðanetinu liggur leið upp eftir stigveldinu að einhverju grunnhugtaki sem getur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.