Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 49

Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 49
Jón Hilmar Jónsson Að fanga orðaforðann: orðanet í þágu orðabókar 1 Inngangur í þessari grein er fjallað um orðabókarverkefnið Islenskt orðanet. Verk- efnið miðar að því að skipa íslenskum orðaforða, jafnt stökum orðum og merkingarbærum orðasamböndum, í samfellda heild, þar sem merkingarskylt orðafar tengist saman og myndar merkingarflokka af mismunandi tagi. Merkingarflokkunin byggist á því að rekja formleg vensl í efnismiklu safni orðasambanda og samsetninga og kalla með því fram merkingarvensl sem þau endurspegla.1 Efni greinarinnar er skipað þannig að fyrst eru reifaðar þær breyttu aðstæður til orðabókarlýsingar sem rafræn gagnavinnsla og textabirting hefur haft í för með sér. Þá er gerð grein fyrir forsendum verkefnisins og efnviðinum og í framhaldi af því er viðfangsefninu lýst og þeim markmiðum sem að er stefnt. Endurmótun flettulistans í átt að einræðum (e. monosemantic) flettum, einræðingin sjálf (e. dis- ambiguation) og myndun fleiryrtra flettna er síðan í brennidepli og þar á eftir er fjallað um gagnaefnið, ólíkar gagnategundir og merk- ingargreininguna sérstaklega. Þar beinist athyglin einkum að orða- pörum og gildi þeirra við greiningu á merkingarlegum skyldleika og mat á skyldleikastigi. Loks er gerð stutt grein fyrir birtingarformi orðanetsins og vefsíðunni ordanet.is. 1 Verkefnið íslenskt orðanet er samstarfsverkefni greinarhöfundar og Þórdísar Úlfarsdóttur. Ragnar Hafstað forritari hefur annast gerð gagnagrunna og forritun, og saman hafa Þórdís og Ragnar séð um gagnavinnslu. Verkefnið naut styrks úr Rannsóknarsjóði Rannís um þriggja ára bil. Orð og tunga 14 (2012), 39-65. © Stofnun Ama Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.