Orð og tunga - 01.06.2012, Side 51

Orð og tunga - 01.06.2012, Side 51
Jón Hilmar Jónsson: Að fanga orðaforðann 41 stakkur skorinn, þar sem þau eru jafnan undirskipaðar einingar sem erfitt getur verið að rata að og fá yfirsýn um, hvað þá að tengja saman út frá sameiginlegum einkennum.2 I orðabókarlýsingu sem miðast við merkingarbundna eiginleika flettnanna er ekkert því til fyrirstöðu að orðasambönd fái sjálfstæða stöðu, komi fram óháð þeim orðum sem þau eru mynduð úr og geti tengst stökum orðum sem jafngildar einingar. Orðanetum er það sameiginlegt að þar er fengist við greiningu á merkingarvenslum orða í tilteknu tungumáli. Aðferðirnar eru hins vegar mismunandi og lnlutverkið er sömuleiðis breytilegt (sjá Whelpton 2012 (þetta hefti)). Langþekktasta orðanetið er WordNet, sem upphaflega lýsir ensku með áherslu á samheitavensl stakra orða, en hefur síðan orðið fyrirmynd sams konar lýsingar á orðaforða fjöl- margra tungumála. Því er ætlað að endurspegla innri skipan orða- forðans í huga málnotenda en um leið miðast greiningin mjög við máltæknileg not og vélræna meðferð. Orðanetið sem hér verður lýst stendur nær almennri orðabókar- lýsingu, greiningin byggist á orðavenslum eins og þau koma fram í textasamhengi og hún tekur jafnt til stakra orða og merkingarbærra orðasambanda. Hér eru innbyrðis vensl merkingarbærra orðasafns- eininga (orða jafnt sem orðasambanda) í brennidepli og leggja grunn að margháttaðri flokkun orðaforðans. Öll úrvinnsla og greining efnis- ins miðast við rafræna birtingu. Lýsingunni eru ekki sett nein stærð- armörk að þ\u' er varðar fjölda flettna og gildi flettnanna ræðst fyrst og fremst af því hversu virkar þær eru í tengslum við aðrar flettur. 3 Forsendur og efniviður Hvatinn að því að ráðast í gerð íslenskrar orðabókarlýsingar með ofan- greind sjónarmið í huga er að miklu leyti sóttur til þeirrar reynslu sem fengist hafði við samningu þriggja efnislega samstæðra orðabóka um íslensk orðasambönd, Orðastaðar, Orðaheims og Stóru orðabókarinnar um íslenska málnotkun (sjá Jón Hilmar Jónsson 2001, 2002 og 2005). 2 Hugtakið orðasambaitd hefur hér afar rúma merkingu og tekur til sambanda tveggja eða fleiri orða sem oft koma fram sem meira eða minna samstæð setningarleg heild. Nánari tegundargreining orðasambanda markast m.a. af því hversu fastbundin þau eru og hvernig merking þeirra tengist merk- ingu orðanna sem þau eru mynduð af.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.