Orð og tunga - 01.06.2012, Side 52

Orð og tunga - 01.06.2012, Side 52
42 Orð og tunga Þar var viðfangsefnið þess eðlis að bókarformið þrengdi mjög að lýsingunni. I tveimur síðari bókunum er bæði um að ræða lýsingu á orðum og hugtökum, og textinn skiptist í aðgreinda bókarhluta, þar sem sérstök stafrófsröðuð orðaskrá vísar leiðina að orðasamböndum í aðalflettulistanum. I orðaskránni eru vensl orða og orðasambanda, jafnt raðvensl (e. syntagmatic relations) sem staðvensl (e. paradigmatic relations), víða enn betur sýnileg en í megintextanum og við blasir hvernig formlegar samstæður geta endurspeglað merkingarlegan skyldleika. Þá hafði hið merkingarlega sjónarhorn fengið stóraukið vægi með Orðaheimi þar sem fletturnar eru hugtakaheiti og sameina merkingarskyld orðasambönd. Loks fylgdi Stóru orðabókinni um ís- lenska málnotkun útgáfa á geisladiski sem sýndi Ijóslega fram á kosti og möguleika rafrænnar birtingar á viðamiklum og margbrotnum orðabókargögnum. A Orðabók Háskólans hafði um árabil verið fengist við að semja skrá um orðasambönd sem fram koma í notkunardæmum í ritmáls- safni, þar sem framsetning orðasambandanna er með sama sniði og í orðabókunum fyrrnefndu. Því lá beint við að sameina öll fyrrnefnd orðabókargögn og mynda með því stöfn í stærra orðabókarverki sem miðaðist við rafræna birtingu eingöngu. Verkinu var valið heitið lslenskt orðanet út frá þeirri áherslu sem lögð er á greiningu á því margþætta venslaneti sem gögnin mynda, auk þess sem haft er í huga að verkið er ekki bundið sérstökum stærðar- eða efnismörkum fyrir fram. Saman myndar þetta orðabókarefni tvíþættan stofn í gagnagrunni orðanetsins. I flettulistanum koma saman þau lykilorð (einkum nafn- orð, lýsingarorð og sagnir) sem orðasambönd hafa verið færð undir en við þann lista bætast allar samsetningar (og stofnhlutar þeirra) sem fram koma undir flettiorðum í Orðastað. Samtals er hér um að ræða rösklega 160.000 einyrtar flettur. Hinn meginhluti stofnsins eru orðasamböndin sjálf, upphaflega um 180.000 sambönd. Ljóst er að merkingargreining og merkingarflokkun á þessum gögnum getur haft stoð af öðrum tiltækum gögnum um merkingar- legan skyldleika orða. í talmálsskrá Orðabókar Háskólans eru rakin samheiti (og að nokkru yfirheiti) sem heimildarmenn Orðabókarinnar tilgreina í umsögnum sínum um einstök orð. Þessi gögn voru felld inn í gagnagrunn orðanetsins en þau snerta alls um 17.000 orð. Meðal jafnheita (þýðingarorða, e. equivalents) í tvímála orðabókum er samheitakennt orðafar að vonum víða áberandi. Því þótti ástæða til að afla gagna úr þeirri átt og fékkst leyfi útgefanda til að nýta efni úr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.